Sport

Rafael Nadal tryggði sér sigur í franska opna meistaramótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Nadal fagnar hér sigri í dag.
Rafael Nadal fagnar hér sigri í dag. Mynd/AP

Spánverjinn Rafael Nadal tryggði sér sigur í franska opna meistaramótinu í fimmta sinn á ferlinum í dag með því að vinna öruggan sigur á Robin Soderling í úrslitaleiknum, 6-4, 6-2 og 6-4.

Rafael Nadal er konungur leirsins og hefur unnið 38 af 39 leiki sína á Roland Garros. Nadal vann opna franska mótið einnig 2005, 2006, 2007 og 2008.

Robin Soderling virtist aldrei hafa trú á því að hann gæti unnið Nadal en þetta var annað árið í röð sem hann endar í öðru sæti á þessu móti eftir að hafa tapað fyrir Roger Federer í úrslitaleiknum í fyrra.

Rafael Nadal tekur toppsæti heimslistans af Roger Federer með þessum sigri, aðeins viku áður en Federer hafði jafnað metið yfir flestar vikur samfellt í efsta sæti listans.

Federer var búin að vera í 285 vikur í toppsætinu en Pete Sampras á metið þegar hann varð í efsta sæti heimslistans í 286 vikur á árunum 1993-1998.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×