Slitasjórn Straums vill rifta samningi við Íbúðalánasjóð 16. júní 2010 04:15 síðasti fundurinn William Fall var forstjóri Straums áður en skilanefnd tók Straum yfir í fyrravor. Slitastjórn telur gjörninga hans fyrir fallið í lagi.Fréttablaðið/GVA Slitastjórn Straums telur að samningur sem Íbúðalánasjóður gerði við fjárfestingarbankann eftir fall bankanna í október 2008 fela í sér ívilnun fyrir sjóðinn og krefst riftunar á honum. Samningurinn fól í sér að Straumur lokaði skuldabréfasamningum, sem Íbúðalánasjóður hafði gert við bankana áður en skilanefndir tóku þá yfir. Samningurinn hljóðar upp á milli þrjá til fjóra milljarða króna, sem Íbúðalánasjóður gæti þurft að greiða til baka. „Við teljum samninginn riftanlegan samkvæmt þeim reglum sem gilda um slitin á Straumi," segir Þórður Hall, sem sæti á í slitastjórn fjárfestingarbankans. „Við höfnum þessu algjörlega og teljum ekki koma til greina að rifta samningnum," segir Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Hann segir engin rök fyrir áliti slitastjórnar Straums. Þvert á álitið hafi báðir aðilar talið samninginn hagstæðan á sínum tíma. Standi slitastjórnin fast á sínu verði að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Ekki er gert ráð fyrir þessum bakreikningi í bókum Íbúðalánasjóðs, að sögn Guðmundar. Slitastjórnin kynnti kröfuhöfum í gær helstu niðurstöður rannsóknar endurskoðendafyrirtækisins PriceWaterhouseCoopers, á viðskiptum bankans í aðdraganda falls hans í fyrravor og drög að nauðasamningum, sem fela í sér að kröfuhafar taka bankann yfir. Rannsóknin var gerð í því augnamiði að kanna hvort finna megi viðskipti, útlán og gjörninga sem megi rifta. Viðskipti bankans við Björgólf Thor Björgólfsson, fyrrverandi stjórnarformann fjárfestingarbankans, og föður hans Björgólf Guðmundsson og félög sem þeim eru tengd voru skoðuð sérstaklega. Fram kemur í skýrslunni að lánveitingar til feðganna hafi farið yfir mörk um stórar áhættuskuldbindingar. Slitastjórnin er þessu ósammála. „Við teljum að þeir [innskot: PwC] hafi spyrt saman hluti sem ekki áttu saman," segir Þórður en slitastjórn telur viðskipti bankans fyrir fall hans innan marka. Viðskipti bankans við félög feðganna töldust innan marka og engin atvik talin riftanleg. - jab Fréttir Innlent Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Slitastjórn Straums telur að samningur sem Íbúðalánasjóður gerði við fjárfestingarbankann eftir fall bankanna í október 2008 fela í sér ívilnun fyrir sjóðinn og krefst riftunar á honum. Samningurinn fól í sér að Straumur lokaði skuldabréfasamningum, sem Íbúðalánasjóður hafði gert við bankana áður en skilanefndir tóku þá yfir. Samningurinn hljóðar upp á milli þrjá til fjóra milljarða króna, sem Íbúðalánasjóður gæti þurft að greiða til baka. „Við teljum samninginn riftanlegan samkvæmt þeim reglum sem gilda um slitin á Straumi," segir Þórður Hall, sem sæti á í slitastjórn fjárfestingarbankans. „Við höfnum þessu algjörlega og teljum ekki koma til greina að rifta samningnum," segir Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Hann segir engin rök fyrir áliti slitastjórnar Straums. Þvert á álitið hafi báðir aðilar talið samninginn hagstæðan á sínum tíma. Standi slitastjórnin fast á sínu verði að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Ekki er gert ráð fyrir þessum bakreikningi í bókum Íbúðalánasjóðs, að sögn Guðmundar. Slitastjórnin kynnti kröfuhöfum í gær helstu niðurstöður rannsóknar endurskoðendafyrirtækisins PriceWaterhouseCoopers, á viðskiptum bankans í aðdraganda falls hans í fyrravor og drög að nauðasamningum, sem fela í sér að kröfuhafar taka bankann yfir. Rannsóknin var gerð í því augnamiði að kanna hvort finna megi viðskipti, útlán og gjörninga sem megi rifta. Viðskipti bankans við Björgólf Thor Björgólfsson, fyrrverandi stjórnarformann fjárfestingarbankans, og föður hans Björgólf Guðmundsson og félög sem þeim eru tengd voru skoðuð sérstaklega. Fram kemur í skýrslunni að lánveitingar til feðganna hafi farið yfir mörk um stórar áhættuskuldbindingar. Slitastjórnin er þessu ósammála. „Við teljum að þeir [innskot: PwC] hafi spyrt saman hluti sem ekki áttu saman," segir Þórður en slitastjórn telur viðskipti bankans fyrir fall hans innan marka. Viðskipti bankans við félög feðganna töldust innan marka og engin atvik talin riftanleg. - jab
Fréttir Innlent Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira