Viðskipti innlent

Síminn braut gegn trúnaðarskyldum

Síminn nýtti sér sundurliðaðar persónu­upplýsingar viðskiptavina keppinauta í markaðslegum tilgangi. Fréttablaðið/Vilhelm
Síminn nýtti sér sundurliðaðar persónu­upplýsingar viðskiptavina keppinauta í markaðslegum tilgangi. Fréttablaðið/Vilhelm

Síminn braut gegn trúnaðarskyldum með því að nýta sér upplýsingar um viðskiptavini keppinauta sinna, Nova og Vodafone.

Eru þetta niðurstöður Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) eftir að Nova lagði fram formlega kvörtun vegna meintra brota Símans á trúnaðarskyldum sínum samkvæmt samtengisamningi með því að nota upplýsingar í markaðslegum tilgangi.

Í rannsókn PFS, þar sem stuðst var við gögn sem Samkeppniseftirlitið lagði hald á við húsleit hjá Símanum, kom í ljós að umfangsmiklir úthringilistar með persónuupplýsingum þúsunda viðskiptavina keppinautanna höfðu verið unnir. Listarnir höfðu meðal annars að geyma símanúmer, kennitölur og í sumum tilvikum starfsheiti. Einnig voru útlistuð lengd og fjöldi símtala hvers og eins einstaklings.

Síminn hefur viðurkennt að sölumenn sínir hafi ekki haft heimild til að nýta upplýsingarnar í markaðstilgangi. Þó hafnaði fyrirtækið því að geta ekki átt rétt á upplýsingunum vegna ýmissa annarra ástæðna.

PFS mun framkvæma úttekt á samskiptum heildsölu og smásölu Símans í kjölfarið og er fyrirtækinu gert að setja sér verklagsreglur um meðferð persónuupplýsinga og eyðingu gagna. - sv










Fleiri fréttir

Sjá meira


×