Leikur hinna glötuðu færa gegn Svartfjallalandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. desember 2010 14:48 Rakel Dögg í eldlínunni gegn Króatíu. Mynd/Ole Nielsen Svartfjallaland vann sigur á Íslandi, 23-26, í öðrum leik liðanna á EM sem fram fer í Danmörku. Ísland er því enn án stiga og á aðeins eftir að spila gegn heimsmeisturum Rússa. Leikur íslenska liðsins var góður og þá sérstaklega sóknarleikurinn sem var vel útfærður nær allan leikinn. Stelpurnar fóru aftur á móti illa með allt of mörg færi. Stelpurnar gáfust aldrei upp og áttu magnaðan lokakafla þar sem þær unnu 6-2 síðustu 10 mínúturnar. Með smá heppni hefðu þær getað nælt í stig. Ísland - Svartfjallaland 23 - 26 (10 - 14) Mörk Íslands (skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 8/1 (16/1), Rut Jónsdóttir 4 (5), Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4/4 (7/5), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (3), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (4), Rakel Dögg Bragadóttir 1 (3), Þorgerður Anna Atladóttir 1 (3), Sólveig Lára Kjærnested (1), Ásta Birna Gunnarsdóttir (2), Karen Knútsdóttir (6). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 6 (11, 55%), Berglind Íris Hansdóttir 6 (26/1, 23%). Hraðaupphlaup: 3 (Rebekka Rut 1, Hrafnhildur Ósk 1, Anna Úrsúla 1). Fiskuð víti: 6 (Rut 2, Anna Úrsúla 2, Rakel Dögg 1, Þorgerður Anna 1). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Svartfjallalands (skot): Jovanka Radicevic 6 (7), Maja Savic 6 (7), Sandra Nikcevic 4 (5), Milena Knezevic 3 (5), Jelena Markovic 3 (7), Marija Jovanovic 3 (8), Andjela Bulatovic 1/1 (3/2), Radmila Miljanic (1), Suzana Lazovic (1). Varin skot: Sonja Barjaktarovic 11 (24/3, 46%), Marina Vukcevic 4/1 (13/2, 31%), Mirjana Milenkovic 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 5 (Radicevic 3, Savic 1, Knezevic 1). Fiskuð víti: 2 (Radicevic 1, Savic 1). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Kjersti Arntsen og Ida Cecilie Gullaksen, Noregi. Leikurinn var í beinni lýsingu á Vísi og má sjá lýsinguna hér að neðan. Leik lokið: Þrátt fyrir frábæra baráttu og góðan leik varð íslenska liðið að játa sig sigrað gegn sterku liði Svartfjallalands. Lokatölur 23-26. 58. mín: Hrafnhildur gat minnkað muninn í tvö mörk en klúðraði dauðafæri. Grátlegt hvernig stelpurnar hafa farið með góðu færin í kvöld. Hrafnhildur fær svo aftur tækifæri en klúðrar á ný. Illa farið með góð færi. 21-24. 56. mín: Þessar stelpur okkar eru magnaðar. Þær gefast ekki upp og hafa minnkað muninn í þrjú mörk, 21-24. 53. mín: Rebekka með tvö góð mörk en bilið er of mikið. 19-24. 50. mín: Smá fát á sóknarleiknum og Svartfellingar refsa í hvert einasta sinn. Hver mistök eru dýr. Þorgerður Anna er að koma sterk inn í leikinn og skorar fallegt mark. Íris er að verja ágætlega í markinu. Greinilega ekkert að þeirri skiptingu. 17-24. 46. mín: Þegar Berglind virtist vera að finna sig var Íris sett í markið. Stelpurnar berjast grimmilega og ætla að klára fullar 60 mínútur. Mikill sómi af þessari baráttu. 16-21. 43. mín: Ágætur kafli hjá íslenska liðinu en sem fyrr eru stelpurnar að fara illa með dauðafærin. Berglind er aðeins að detta í gírinn í markinu og það er af hinu góða. 14-19. 40. mín: Svartfellingar hnykla vöðvana og sýna styrk sinn. Ísland er búið að missa af lestinni. 13-19 fyrir Svartfjallaland. 36. mín: Sóknarleikurinn ekki að rúlla nógu vel í upphafi seinni hálfleiks og Svartfellingar refsa grimmilega. Tæknifeilarnir fáir í fyrri hálfleik en of margir á fyrstu mínútum þess síðari. 11-17. 33. mín: Ekkert sérstök byrjun á síðari hálfleik. 10-16. Hálfleikur: Fínn fyrri hálfleikur hjá íslenska liðinu. Varnarleikurinn ágætur en markvarslan slök. Sóknarleikurinn mjög góður og ef stelpurnar nýttu færin sín betur væri líklega jafnt. Staðan er 10-14. Mörk Íslands (skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 4 (7) Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3/3 (4/3) Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (2) Rakel Dögg Bragadóttir 1 (3) Rut Jónsdóttir (1) Ásta Birna Gunnarsdóttir (2) Karen Knútsdóttir (3) Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 4 (18, 22%) 27. mín: Berglind Íris á ekki góðan dag í markinu. Ver lítið og ræður ekkert við langskot Svartfellinga. Sóknarleikurinn gengur enn vel og stelpurnar ná nánast alltaf að opna vörn Svartfellinga. 10-12. 24. mín: Íslenska liðið er sjálfu sér verst í þessum leik og stelpurnar hafa klúðrað allt of mörgum dauðafærum. Þær spila skynsamlega og eru ekki að tapa boltanum ódýrt en fara illa með færin. 8-11. 21. mín: Stelpurnar ætla ekki að sleppa andstæðingnum of langt frá sér og berjast sem aldrei fyrr. 7-10. 17. mín: Júlíus tók leikhlé og stýrði því sjálfur aldrei þessu vant. Stelpurnar aðeins tekið við sér í kjölfarið. 5-8. 14. mín: Stelpurnar nýttu ekki liðsmuninn áðan og misstu síðan Önnu Úrsulu af velli í tvær mínútur. 3-6 fyrir Svartfjallaland. 10. mín: Svartfellingar skora tvö í röð en Hanna minnkar muninn úr víti. 3-4. 8. mín: Íslenska liðið er ekki með neina minnimáttarkennd gagnvart andstæðingum sínum. Stelpurnar eru hvergi bangnar. Hafa fengið tvö tækifæri til þess að komast yfir en klúðrað báðum sóknum. Enn 2-2. 6. mín: Íslensku stelpurnar eru ákveðnar og spila hraðan sóknarleik. Hrafnhildur jafnar í 2-2. Fín byrjun. 4. mín: Anna Úrsula skorar fyrsta mark Íslands í leiknum og minnkar muninn í 1-2. 2. mín: Leikurinn er hafinn. Ísland tapar boltanum í fyrstu sókn og Svartfjallaland skorar fyrsta markið. 17.10: Það er verið að kynna íslensku leikmennina til leiks og er þeim vel fagnað af mörgum íslenskum áhorfendum í höllinni. 17.04: Áhorfendur eru byrjaðir að týnast inn í höllina og er ánægjulegt að sjá að þeir eru talsvert fleiri nú en á sama tíma á þriðjudaginn. Fjölmargir eru með íslenskan fána og í íslenska landsliðsbúningnum. 16.58: Þótt ótrúlega megi virðast eru þrettán leikmenn í landsliði Svartfjallalands úr einu og sama liðin - ZRK Buducnost. Það lið hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið í heimalandinu og er í dag eitt allra sterkasta félagslið Evrópu. Svartfellingar eru eina liðið hér í Árósum sem eru með þrjá markverði í leikmannahópnum sínum. Þess má einnig geta að landsliðsþjálfari Svartfjallalands, Dragan Adzic, er einnig þjálfari Buducnost. 16.51: Það er garðveisla í höllinni. Mótshaldarar hita upp fyrir leik með hinu frábæra lagi, Garden Party, með Mezzoforte. Svartfellingar spila í hvítum búningum í dag, en voru í svörtum gegn Rússum. 16.40: "Leikurinn gegn Rússlandi kostaði okkur mikla orku. Við erum dauðþreytt og nokkrir leikmenn meiddust," sagði Dragan Adzic, þjálfari Svartfellinga, fyrir leikinn. 16.37: Leikstjórnandinn sterki, Ana Radovic, meiddist illa á öxl í leiknum gegn Rússum og spilar því ekki leikinn í dag gegn Íslandi. 16.36: Ísland leikur í rauðum búningum í dag en stelpurnar voru í hvítu í fyrsta leik. Rauðir búningar hafa oft reynst karlaliðinu vel og vonandi blómstra stelpurnar líka í rauðu. 16.30: Arna Sif Pálsdóttir er sögð vera Pasldottir á leikskýrslu í dag. Skemmtilegt stafabrengl þarna á ferðinni. Íslenski handboltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Svartfjallaland vann sigur á Íslandi, 23-26, í öðrum leik liðanna á EM sem fram fer í Danmörku. Ísland er því enn án stiga og á aðeins eftir að spila gegn heimsmeisturum Rússa. Leikur íslenska liðsins var góður og þá sérstaklega sóknarleikurinn sem var vel útfærður nær allan leikinn. Stelpurnar fóru aftur á móti illa með allt of mörg færi. Stelpurnar gáfust aldrei upp og áttu magnaðan lokakafla þar sem þær unnu 6-2 síðustu 10 mínúturnar. Með smá heppni hefðu þær getað nælt í stig. Ísland - Svartfjallaland 23 - 26 (10 - 14) Mörk Íslands (skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 8/1 (16/1), Rut Jónsdóttir 4 (5), Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4/4 (7/5), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (3), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (4), Rakel Dögg Bragadóttir 1 (3), Þorgerður Anna Atladóttir 1 (3), Sólveig Lára Kjærnested (1), Ásta Birna Gunnarsdóttir (2), Karen Knútsdóttir (6). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 6 (11, 55%), Berglind Íris Hansdóttir 6 (26/1, 23%). Hraðaupphlaup: 3 (Rebekka Rut 1, Hrafnhildur Ósk 1, Anna Úrsúla 1). Fiskuð víti: 6 (Rut 2, Anna Úrsúla 2, Rakel Dögg 1, Þorgerður Anna 1). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Svartfjallalands (skot): Jovanka Radicevic 6 (7), Maja Savic 6 (7), Sandra Nikcevic 4 (5), Milena Knezevic 3 (5), Jelena Markovic 3 (7), Marija Jovanovic 3 (8), Andjela Bulatovic 1/1 (3/2), Radmila Miljanic (1), Suzana Lazovic (1). Varin skot: Sonja Barjaktarovic 11 (24/3, 46%), Marina Vukcevic 4/1 (13/2, 31%), Mirjana Milenkovic 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 5 (Radicevic 3, Savic 1, Knezevic 1). Fiskuð víti: 2 (Radicevic 1, Savic 1). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Kjersti Arntsen og Ida Cecilie Gullaksen, Noregi. Leikurinn var í beinni lýsingu á Vísi og má sjá lýsinguna hér að neðan. Leik lokið: Þrátt fyrir frábæra baráttu og góðan leik varð íslenska liðið að játa sig sigrað gegn sterku liði Svartfjallalands. Lokatölur 23-26. 58. mín: Hrafnhildur gat minnkað muninn í tvö mörk en klúðraði dauðafæri. Grátlegt hvernig stelpurnar hafa farið með góðu færin í kvöld. Hrafnhildur fær svo aftur tækifæri en klúðrar á ný. Illa farið með góð færi. 21-24. 56. mín: Þessar stelpur okkar eru magnaðar. Þær gefast ekki upp og hafa minnkað muninn í þrjú mörk, 21-24. 53. mín: Rebekka með tvö góð mörk en bilið er of mikið. 19-24. 50. mín: Smá fát á sóknarleiknum og Svartfellingar refsa í hvert einasta sinn. Hver mistök eru dýr. Þorgerður Anna er að koma sterk inn í leikinn og skorar fallegt mark. Íris er að verja ágætlega í markinu. Greinilega ekkert að þeirri skiptingu. 17-24. 46. mín: Þegar Berglind virtist vera að finna sig var Íris sett í markið. Stelpurnar berjast grimmilega og ætla að klára fullar 60 mínútur. Mikill sómi af þessari baráttu. 16-21. 43. mín: Ágætur kafli hjá íslenska liðinu en sem fyrr eru stelpurnar að fara illa með dauðafærin. Berglind er aðeins að detta í gírinn í markinu og það er af hinu góða. 14-19. 40. mín: Svartfellingar hnykla vöðvana og sýna styrk sinn. Ísland er búið að missa af lestinni. 13-19 fyrir Svartfjallaland. 36. mín: Sóknarleikurinn ekki að rúlla nógu vel í upphafi seinni hálfleiks og Svartfellingar refsa grimmilega. Tæknifeilarnir fáir í fyrri hálfleik en of margir á fyrstu mínútum þess síðari. 11-17. 33. mín: Ekkert sérstök byrjun á síðari hálfleik. 10-16. Hálfleikur: Fínn fyrri hálfleikur hjá íslenska liðinu. Varnarleikurinn ágætur en markvarslan slök. Sóknarleikurinn mjög góður og ef stelpurnar nýttu færin sín betur væri líklega jafnt. Staðan er 10-14. Mörk Íslands (skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 4 (7) Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3/3 (4/3) Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (2) Rakel Dögg Bragadóttir 1 (3) Rut Jónsdóttir (1) Ásta Birna Gunnarsdóttir (2) Karen Knútsdóttir (3) Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 4 (18, 22%) 27. mín: Berglind Íris á ekki góðan dag í markinu. Ver lítið og ræður ekkert við langskot Svartfellinga. Sóknarleikurinn gengur enn vel og stelpurnar ná nánast alltaf að opna vörn Svartfellinga. 10-12. 24. mín: Íslenska liðið er sjálfu sér verst í þessum leik og stelpurnar hafa klúðrað allt of mörgum dauðafærum. Þær spila skynsamlega og eru ekki að tapa boltanum ódýrt en fara illa með færin. 8-11. 21. mín: Stelpurnar ætla ekki að sleppa andstæðingnum of langt frá sér og berjast sem aldrei fyrr. 7-10. 17. mín: Júlíus tók leikhlé og stýrði því sjálfur aldrei þessu vant. Stelpurnar aðeins tekið við sér í kjölfarið. 5-8. 14. mín: Stelpurnar nýttu ekki liðsmuninn áðan og misstu síðan Önnu Úrsulu af velli í tvær mínútur. 3-6 fyrir Svartfjallaland. 10. mín: Svartfellingar skora tvö í röð en Hanna minnkar muninn úr víti. 3-4. 8. mín: Íslenska liðið er ekki með neina minnimáttarkennd gagnvart andstæðingum sínum. Stelpurnar eru hvergi bangnar. Hafa fengið tvö tækifæri til þess að komast yfir en klúðrað báðum sóknum. Enn 2-2. 6. mín: Íslensku stelpurnar eru ákveðnar og spila hraðan sóknarleik. Hrafnhildur jafnar í 2-2. Fín byrjun. 4. mín: Anna Úrsula skorar fyrsta mark Íslands í leiknum og minnkar muninn í 1-2. 2. mín: Leikurinn er hafinn. Ísland tapar boltanum í fyrstu sókn og Svartfjallaland skorar fyrsta markið. 17.10: Það er verið að kynna íslensku leikmennina til leiks og er þeim vel fagnað af mörgum íslenskum áhorfendum í höllinni. 17.04: Áhorfendur eru byrjaðir að týnast inn í höllina og er ánægjulegt að sjá að þeir eru talsvert fleiri nú en á sama tíma á þriðjudaginn. Fjölmargir eru með íslenskan fána og í íslenska landsliðsbúningnum. 16.58: Þótt ótrúlega megi virðast eru þrettán leikmenn í landsliði Svartfjallalands úr einu og sama liðin - ZRK Buducnost. Það lið hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið í heimalandinu og er í dag eitt allra sterkasta félagslið Evrópu. Svartfellingar eru eina liðið hér í Árósum sem eru með þrjá markverði í leikmannahópnum sínum. Þess má einnig geta að landsliðsþjálfari Svartfjallalands, Dragan Adzic, er einnig þjálfari Buducnost. 16.51: Það er garðveisla í höllinni. Mótshaldarar hita upp fyrir leik með hinu frábæra lagi, Garden Party, með Mezzoforte. Svartfellingar spila í hvítum búningum í dag, en voru í svörtum gegn Rússum. 16.40: "Leikurinn gegn Rússlandi kostaði okkur mikla orku. Við erum dauðþreytt og nokkrir leikmenn meiddust," sagði Dragan Adzic, þjálfari Svartfellinga, fyrir leikinn. 16.37: Leikstjórnandinn sterki, Ana Radovic, meiddist illa á öxl í leiknum gegn Rússum og spilar því ekki leikinn í dag gegn Íslandi. 16.36: Ísland leikur í rauðum búningum í dag en stelpurnar voru í hvítu í fyrsta leik. Rauðir búningar hafa oft reynst karlaliðinu vel og vonandi blómstra stelpurnar líka í rauðu. 16.30: Arna Sif Pálsdóttir er sögð vera Pasldottir á leikskýrslu í dag. Skemmtilegt stafabrengl þarna á ferðinni.
Íslenski handboltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira