Einkunnirnar aldrei verið lægri 1. desember 2010 08:30 Seðlabanki Íslands Formleg lánshæfissaga ríkissjóðs hófst árið 1989 þegar ríkið óskaði eftir einkunn á víxla ríkissjóðs. Markadurinn/Arnþór Lengst af hafa þrjú matsfyrirtæki metið lánshæfi ríkissjóðs Íslands, en það eru fyrirtækin Moody’s Investors Service, Fitch Ratings og Standard & Poor’s. Samskipti matsfyrirtækjanna og ríkissjóðs hófust árið 1986 þegar Standard & Poor’s ákvað að raða nokkrum fjölda landa, sem þá höfðu ekki formlega einkunn, í flokka sem gáfu til kynna lánshæfi þeirra. „Ísland lenti í næstefsta flokki, en lönd í þeim flokki voru þá talin hafa trausta getu til að inna af hendi greiðslu af opinberum erlendum langtímalánum,“ segir í umfjöllun á vef Seðlabanka Íslands. Árið 1988 gerði Standard & Poor‘s svo breytingu á þessu óumbeðna mati og hóf að veita hefðbundna bókstafseinkunn. „Í þeim tilvikum sem fyrirtækið mat lánshæfi landanna að eigin frumkvæði, en ekki að frumkvæði landanna sjálfra, var einkunnin auðkennd með bókstafnum „i“. Um miðjan mars árið 1989 tilkynnti fyrirtækið, að það gæfi ríkissjóði Íslands langtímaeinkunnina „Ai“ og skammtímaeinkunnina „A-1“. Moody’s fylgdi svo í kjölfarið árið 1989 og veitti ríkissjóði óumbeðna einkunn A2 en sú einkunn var hins vegar ekki auðkennd sérstaklega eins og hjá S&P.“ Fram kemur á vef Seðlabankans að formleg lánshæfissaga ríkissjóðs hafi hafist þegar íslenska ríkið óskaði eftir einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar fyrir víxla ríkissjóðs, sem gefnir voru út í London, frá S&P árið 1989 og síðar frá Moody’s árið 1990. „Í tengslum við undirbúning ríkissjóðs á fyrstu opinberu útgáfu skuldabréfa á Bandaríkjamarkaði árið 1994 voru Moody’s og S&P formlega beðin um að meta lánshæfi ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar. Í kjölfarið veitti S&P einkunnina A fyrir langtímaskuldbindingar í janúar 1994 og í sama mánuði tilkynnti Moody’s að einkunnin yrði A2. Þar með staðfestu matsfyrirtækin fyrri óformlegar einkunnir ríkissjóðs.“ Í febrúar 2000 bættist svo matsfyrirtækið Fitch í hópinn og veitti ríkissjóði einkunnina AA- fyrir erlendar langtímaskuldbindingar og F1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í innlendri mynt. „Einn mikilvægasti áfanginn í bættu lánshæfismati Ríkissjóðs Íslands náðist í október 2002 þegar Moody’s hækkaði matið á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt í Aaa, sem er jafnframt hæsta mögulega einkunn sem Moody’s veitir. Þessi hækkun átti sér meðal annars stað í tengslum við breytta aðferðafræði fyrirtækisins sem fólst í því að meta að jöfnu greiðslugetu í erlendri og innlendri mynt. Stuttu eftir þetta staðfesti S&P A+ einkunn ríkissjóðs en breytti horfunum úr neikvæðum í stöðugar í nóvember 2002. Ríkissjóður Íslands hélt hæstu einkunn Moody’s þar til í maí 2008, þegar lánshæfiseinkunnin var lækkuð í Aa1.“ Í kjölfar hruns bankanna í október 2008 lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs talsvert og hafa lánshæfiseinkunnirnar, að sögn Seðlabankans, ekki verið lægri síðan matsfyrirtækin hófu að meta ríkissjóð. Fréttir Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira
Lengst af hafa þrjú matsfyrirtæki metið lánshæfi ríkissjóðs Íslands, en það eru fyrirtækin Moody’s Investors Service, Fitch Ratings og Standard & Poor’s. Samskipti matsfyrirtækjanna og ríkissjóðs hófust árið 1986 þegar Standard & Poor’s ákvað að raða nokkrum fjölda landa, sem þá höfðu ekki formlega einkunn, í flokka sem gáfu til kynna lánshæfi þeirra. „Ísland lenti í næstefsta flokki, en lönd í þeim flokki voru þá talin hafa trausta getu til að inna af hendi greiðslu af opinberum erlendum langtímalánum,“ segir í umfjöllun á vef Seðlabanka Íslands. Árið 1988 gerði Standard & Poor‘s svo breytingu á þessu óumbeðna mati og hóf að veita hefðbundna bókstafseinkunn. „Í þeim tilvikum sem fyrirtækið mat lánshæfi landanna að eigin frumkvæði, en ekki að frumkvæði landanna sjálfra, var einkunnin auðkennd með bókstafnum „i“. Um miðjan mars árið 1989 tilkynnti fyrirtækið, að það gæfi ríkissjóði Íslands langtímaeinkunnina „Ai“ og skammtímaeinkunnina „A-1“. Moody’s fylgdi svo í kjölfarið árið 1989 og veitti ríkissjóði óumbeðna einkunn A2 en sú einkunn var hins vegar ekki auðkennd sérstaklega eins og hjá S&P.“ Fram kemur á vef Seðlabankans að formleg lánshæfissaga ríkissjóðs hafi hafist þegar íslenska ríkið óskaði eftir einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar fyrir víxla ríkissjóðs, sem gefnir voru út í London, frá S&P árið 1989 og síðar frá Moody’s árið 1990. „Í tengslum við undirbúning ríkissjóðs á fyrstu opinberu útgáfu skuldabréfa á Bandaríkjamarkaði árið 1994 voru Moody’s og S&P formlega beðin um að meta lánshæfi ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar. Í kjölfarið veitti S&P einkunnina A fyrir langtímaskuldbindingar í janúar 1994 og í sama mánuði tilkynnti Moody’s að einkunnin yrði A2. Þar með staðfestu matsfyrirtækin fyrri óformlegar einkunnir ríkissjóðs.“ Í febrúar 2000 bættist svo matsfyrirtækið Fitch í hópinn og veitti ríkissjóði einkunnina AA- fyrir erlendar langtímaskuldbindingar og F1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í innlendri mynt. „Einn mikilvægasti áfanginn í bættu lánshæfismati Ríkissjóðs Íslands náðist í október 2002 þegar Moody’s hækkaði matið á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt í Aaa, sem er jafnframt hæsta mögulega einkunn sem Moody’s veitir. Þessi hækkun átti sér meðal annars stað í tengslum við breytta aðferðafræði fyrirtækisins sem fólst í því að meta að jöfnu greiðslugetu í erlendri og innlendri mynt. Stuttu eftir þetta staðfesti S&P A+ einkunn ríkissjóðs en breytti horfunum úr neikvæðum í stöðugar í nóvember 2002. Ríkissjóður Íslands hélt hæstu einkunn Moody’s þar til í maí 2008, þegar lánshæfiseinkunnin var lækkuð í Aa1.“ Í kjölfar hruns bankanna í október 2008 lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs talsvert og hafa lánshæfiseinkunnirnar, að sögn Seðlabankans, ekki verið lægri síðan matsfyrirtækin hófu að meta ríkissjóð.
Fréttir Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira