Sport

Usain Bolt tapaði fyrsta 100 metra hlaupi sínu í tvö ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tyson Gay sést hér koma í mark á undan Usain Bolt.
Tyson Gay sést hér koma í mark á undan Usain Bolt. Mynd/AFP
Bandaríkjamaðurinn Tyson Gay vann óvæntan sigur á heims-, Ólympíumeistaranum og heimsmetshafanum Usain Bolt í 100 metra hlaupi á demantamótinu í Stokkhólmi í kvöld. Gay kom í mark á 9,84 sekúndum en Bolt var langt frá sínu besta og hljóp á "aðeins" 9,97 sekúndum.

Það var mikil spenna fyrir hlaupið en tveir fljótustu menn sögunnar voru þar að mætast í aðeins þriðja sinn. Jamaíkamaðurinn Bolt hafði aldrei áður tapað fyrir Gay og var aðeins að tapa 100 metra hlaupi í annað sinn á ferlinum. Síðasta tap Bolt var í júlí 2008 og fór það einnig fram í Stokkhólmi en þá tapaði hann fyrir Asafa Powell.

Það setti sinn svip á hlaupið að hlauparnir þjófstörtuðu tvisvar og þótt að Usain Bolt hafi ekki viljað vera að gefa út einhverjar afsakanir þá sagði hann að þessi vandræði í byrjun hlauðsins hafi haft slæm áhrif á sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×