Íþróttaandinn færði Red Bull tvo titla 15. nóvember 2010 07:39 Christian Horner fagnar Sedbastin Vettel ásamt Adrian Newey. Mynd: Getty Images Christian Horner hjá Red Bull telur að sterkur liðsandi hjá Red Bull hafi fært þeim báða meistaratitla í Formúlu 1, en Sebastian Vettel tryggði liðinu titil ökumanna í gær. Um síðustu helgi vann liðið titil bílasmiða. Um tíma virtist allt upp í loft á milli Mark Webber og Vettels og mikið fjaðrafok varð í fjölmiðlum fyrir næsta síðasta mót ársins vegna yfirlýsinga frá Webber um að Red Bull væri að hygla að Vettel. Tókst að lægja öldurnar, en engu að síður var samkeppninsandi á milli þeirra fyrir lokamótið í gær. "Þessir strákar hafa verið frábærir íþróttamenn og þetta hefur verið frábært ár fyrir Formúlu 1. Það að hafa gert þetta á réttan hátt inn á brautinni og án liðsskipanna og það að sá besti vann á endanum, þannig á þetta að vera", sagði Horner í frétt á autosport.com. Nokkuð var rætt um hvort Vettel myndi víkja í brautinni fyrir Webber, ef sú staða hefði komið upp í mótinu að slíkt þyrfti til að Red Bull næði titli ökumanna, frekar en Ferrari og Fernando Alonso. Til þess kom aldrei, þar sem Alonso gekk ekki nógu vel í mótinu. Hann þurfti fjórða sæti ef Webber ynni, en varð aðeins sjöundi. "Ég efast ekki um að Vettel hefði hjálpað. Hann er liðsmaður, en ég hefði aldrei beðið hann að víkja. Það hefði verið hans ákvörðun", sagði Horner. Vettel og Webber verða áfram hjá Red Bull á næsta ári "Mark er hluti af liðinu og frábær ökumaður sem fær annað færi á næsta ári. Hann pressaði á Vettel til lokamótsins og stundum hefur verið stutt í kveikjuþræðinum á milli þeirra og gengið upp og niður. Sebastian leiddi meistaramótið á réttum tíma, í síðasta mótinu. Hann getur verið stoltur af árangrinum", sagði Horner. Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Christian Horner hjá Red Bull telur að sterkur liðsandi hjá Red Bull hafi fært þeim báða meistaratitla í Formúlu 1, en Sebastian Vettel tryggði liðinu titil ökumanna í gær. Um síðustu helgi vann liðið titil bílasmiða. Um tíma virtist allt upp í loft á milli Mark Webber og Vettels og mikið fjaðrafok varð í fjölmiðlum fyrir næsta síðasta mót ársins vegna yfirlýsinga frá Webber um að Red Bull væri að hygla að Vettel. Tókst að lægja öldurnar, en engu að síður var samkeppninsandi á milli þeirra fyrir lokamótið í gær. "Þessir strákar hafa verið frábærir íþróttamenn og þetta hefur verið frábært ár fyrir Formúlu 1. Það að hafa gert þetta á réttan hátt inn á brautinni og án liðsskipanna og það að sá besti vann á endanum, þannig á þetta að vera", sagði Horner í frétt á autosport.com. Nokkuð var rætt um hvort Vettel myndi víkja í brautinni fyrir Webber, ef sú staða hefði komið upp í mótinu að slíkt þyrfti til að Red Bull næði titli ökumanna, frekar en Ferrari og Fernando Alonso. Til þess kom aldrei, þar sem Alonso gekk ekki nógu vel í mótinu. Hann þurfti fjórða sæti ef Webber ynni, en varð aðeins sjöundi. "Ég efast ekki um að Vettel hefði hjálpað. Hann er liðsmaður, en ég hefði aldrei beðið hann að víkja. Það hefði verið hans ákvörðun", sagði Horner. Vettel og Webber verða áfram hjá Red Bull á næsta ári "Mark er hluti af liðinu og frábær ökumaður sem fær annað færi á næsta ári. Hann pressaði á Vettel til lokamótsins og stundum hefur verið stutt í kveikjuþræðinum á milli þeirra og gengið upp og niður. Sebastian leiddi meistaramótið á réttum tíma, í síðasta mótinu. Hann getur verið stoltur af árangrinum", sagði Horner.
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira