Úrslitin í Formúlu 1 meistaramótinu ráðast á næstu 13 dögum 1. nóvember 2010 14:31 Fimm ökumenn eiga enn möguelika í meistaramóti Formúlu 1 ökumanna. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Lokaspretturinn í meistaraslag Formúlu 1 er framundan, en keppt verður í Brasilíu um næstu helgi og í Abu Dhabi um aðra helgi. Fernando Alonso getur orðið meistari á sunnudaginn, en líklegra er að úrslitin ráðist í lokamótinu 14. nóvember, en fimm ökumenn eiga möguleika á titlinum. Þar sem aðeins vika er á milli mótanna þá verður keppnisliðin önnum kafinn á næstunni, en búnaður liðanna er fluttur flugleiðis til beggja landa. Alonso er með 11 stiga forskot í stigakeppni ökumanna með 231 stig, Mark Webber er með 220, Lewis Hamilton 210, Sebastian Vettel 206 og Jenson Button 189. Button á sísta möguleika, en 50 stig eru enn í stigapottinum fyrir sigur í mótunum tveimur, eða 25 stig á hvern sigur. Fyrir annað sætið fást 18 stig úr hverju móti, þriðja 15, fjórða 12, síðan 10 stig og færri fyrir næstu sæti, en fremstu 10 sætin gefa stig í stigamótinu. Alonso hefur unnið flesta sigra árinu og slíkt telst til tekna ef ökumenn verða jafnir að stigum, en keppinautar hans geta þó jafnað fjölda sigra með góðum árangri í lokamótunum. Það að Webber gerði mistök í síðustu keppni og féll úr leik gæti reynst honum dýrkeypt. Hann var með 14 stiga forskot á Alonso fyrir mótið í Suður Kóreu, en er núna 11 stigum á eftir. Alonso er reynslubolti í titilslag og landaði titlum með Renault 2005 og 2006. Til að Alonso geti tryggt sér meistaratitilinn um næstu helgi þarf hann að fá 15 stigum meira en Webber og 4 stigum meira en Hamilton hvað stigagjöf varðar. Það ætti því að vera nokkuð ljóst að þeir sem eru á eftir Alonso í sigamótinu koma til með að sækja í næsta móti, til að reyna minnka stigaforskotið. Vettel var í forystu í síðastu keppni, en missti af mögulegum sigri þegar vélin bilaði hjá honum. Vettel getur jafnað stigastöðuna við Alonso í næsta móti, ef Alonso fellur úr keppni og hann sigrar. Þar sem fimm ökumenn eiga enn möguleika á titilinum er hægt að reikna möguleika manna á ýmsan hátt, en miðað við reynslu og getu ökumanna, þá er líklegast að heimsmeistari verði ekki heiðraður fyrr en í lokamótinu. Það er harla ólíklegt að öllum fjórum keppinautum Alonso fatist öllum flugið um næstu helgi. Það nægir t.d. heldur ekki Alonso að sigra í Brasilíu, ef Webber nær öðru til fjórða sæti. Taugastríðið verður væntanlega í algleymingi á ráslínu á Interlagos brautinni um næstu helgi og árangur í tímatökum verður mikilvægur hvað spennustigið varðar. Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lokaspretturinn í meistaraslag Formúlu 1 er framundan, en keppt verður í Brasilíu um næstu helgi og í Abu Dhabi um aðra helgi. Fernando Alonso getur orðið meistari á sunnudaginn, en líklegra er að úrslitin ráðist í lokamótinu 14. nóvember, en fimm ökumenn eiga möguleika á titlinum. Þar sem aðeins vika er á milli mótanna þá verður keppnisliðin önnum kafinn á næstunni, en búnaður liðanna er fluttur flugleiðis til beggja landa. Alonso er með 11 stiga forskot í stigakeppni ökumanna með 231 stig, Mark Webber er með 220, Lewis Hamilton 210, Sebastian Vettel 206 og Jenson Button 189. Button á sísta möguleika, en 50 stig eru enn í stigapottinum fyrir sigur í mótunum tveimur, eða 25 stig á hvern sigur. Fyrir annað sætið fást 18 stig úr hverju móti, þriðja 15, fjórða 12, síðan 10 stig og færri fyrir næstu sæti, en fremstu 10 sætin gefa stig í stigamótinu. Alonso hefur unnið flesta sigra árinu og slíkt telst til tekna ef ökumenn verða jafnir að stigum, en keppinautar hans geta þó jafnað fjölda sigra með góðum árangri í lokamótunum. Það að Webber gerði mistök í síðustu keppni og féll úr leik gæti reynst honum dýrkeypt. Hann var með 14 stiga forskot á Alonso fyrir mótið í Suður Kóreu, en er núna 11 stigum á eftir. Alonso er reynslubolti í titilslag og landaði titlum með Renault 2005 og 2006. Til að Alonso geti tryggt sér meistaratitilinn um næstu helgi þarf hann að fá 15 stigum meira en Webber og 4 stigum meira en Hamilton hvað stigagjöf varðar. Það ætti því að vera nokkuð ljóst að þeir sem eru á eftir Alonso í sigamótinu koma til með að sækja í næsta móti, til að reyna minnka stigaforskotið. Vettel var í forystu í síðastu keppni, en missti af mögulegum sigri þegar vélin bilaði hjá honum. Vettel getur jafnað stigastöðuna við Alonso í næsta móti, ef Alonso fellur úr keppni og hann sigrar. Þar sem fimm ökumenn eiga enn möguleika á titilinum er hægt að reikna möguleika manna á ýmsan hátt, en miðað við reynslu og getu ökumanna, þá er líklegast að heimsmeistari verði ekki heiðraður fyrr en í lokamótinu. Það er harla ólíklegt að öllum fjórum keppinautum Alonso fatist öllum flugið um næstu helgi. Það nægir t.d. heldur ekki Alonso að sigra í Brasilíu, ef Webber nær öðru til fjórða sæti. Taugastríðið verður væntanlega í algleymingi á ráslínu á Interlagos brautinni um næstu helgi og árangur í tímatökum verður mikilvægur hvað spennustigið varðar.
Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira