Skýra þarf betur lög um félagagjöldin 21. október 2010 04:00 Elías blöndal Lögfræðingur Bændasamtakanna segir ólíklegt að dómur Hæstaréttar um félagagjöld hafi áhrif á búnaðargjald bænda. Skýra þurfi lög um gjaldið betur. Óvíst er hvort dómur Hæstaréttar um töku félagsgjalds af útgerðarmanni til Landssambands smábátaeigenda sem ekki á aðild að sambandinu hafi áhrif á búnaðargjald sem bændur greiða af búvöruverði til Bændasamtakanna. „Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar er ekki þar með sagt að innheimta búnaðargjalds sé ólögmæt eða brjóti í bága við stjórnarskrá,“ segir Elías Blöndal Guðjónsson, lögfræðingur Bændasamtakanna. Hann bendir á að öll félögin sem fái hlut af búnaðargjaldinu hafi lögboðnum verkum að sinna, svo sem að efla og þróa landbúnað. Hlutur Landssambands smábátaeigenda af félagagjaldinu er eina tekjulind þess. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær niðurstöðuna geta leitt til þess að sambandið verði að leita sér annarra tekjuleiða. Búnaðargjaldið fer lögum samkvæmt til búgreinafélaga og Bjargráðasjóðs. Bændasamtökin fengu 105 milljónir króna af gjaldinu í fyrra. Elías segir þetta hluta af nokkrum tekjuleiðum samtakanna. Endurskoðun á félagagjaldinu hefur lengi legið á borði hins opinbera. Umboðsmaður Alþingis skoðaði réttmæti félagagjalda smábátaeigenda að eigin frumkvæði árið 2001. Hann mælti með endurskoðun gjaldtökunnar. Starfshópur á vegum forsætisráðuneytis komst að sambærilegri niðurstöðu fyrir tæpum tveimur árum. Þá lýsti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra því yfir á Alþingi í vor í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu að innheimta á iðnaðarmálagjaldi bryti í bága við Mannréttindasáttmála Evrópu, og að gjaldtakan verði skoðuð. Sú vinna stendur enn yfir. Breytingar á búnaðargjaldi liggja fyrir Alþingi. Elías segir að gera megi ráð fyrir áhrifum dóms Hæstaréttar og Mannréttindadómstólsins á það. „Það getur vel verið að skýra þurfi lögin betur og herða eftirlitið til þess að gjaldtakan standist stjórnarskrá,“ segir hann. jonab@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Óvíst er hvort dómur Hæstaréttar um töku félagsgjalds af útgerðarmanni til Landssambands smábátaeigenda sem ekki á aðild að sambandinu hafi áhrif á búnaðargjald sem bændur greiða af búvöruverði til Bændasamtakanna. „Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar er ekki þar með sagt að innheimta búnaðargjalds sé ólögmæt eða brjóti í bága við stjórnarskrá,“ segir Elías Blöndal Guðjónsson, lögfræðingur Bændasamtakanna. Hann bendir á að öll félögin sem fái hlut af búnaðargjaldinu hafi lögboðnum verkum að sinna, svo sem að efla og þróa landbúnað. Hlutur Landssambands smábátaeigenda af félagagjaldinu er eina tekjulind þess. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær niðurstöðuna geta leitt til þess að sambandið verði að leita sér annarra tekjuleiða. Búnaðargjaldið fer lögum samkvæmt til búgreinafélaga og Bjargráðasjóðs. Bændasamtökin fengu 105 milljónir króna af gjaldinu í fyrra. Elías segir þetta hluta af nokkrum tekjuleiðum samtakanna. Endurskoðun á félagagjaldinu hefur lengi legið á borði hins opinbera. Umboðsmaður Alþingis skoðaði réttmæti félagagjalda smábátaeigenda að eigin frumkvæði árið 2001. Hann mælti með endurskoðun gjaldtökunnar. Starfshópur á vegum forsætisráðuneytis komst að sambærilegri niðurstöðu fyrir tæpum tveimur árum. Þá lýsti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra því yfir á Alþingi í vor í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu að innheimta á iðnaðarmálagjaldi bryti í bága við Mannréttindasáttmála Evrópu, og að gjaldtakan verði skoðuð. Sú vinna stendur enn yfir. Breytingar á búnaðargjaldi liggja fyrir Alþingi. Elías segir að gera megi ráð fyrir áhrifum dóms Hæstaréttar og Mannréttindadómstólsins á það. „Það getur vel verið að skýra þurfi lögin betur og herða eftirlitið til þess að gjaldtakan standist stjórnarskrá,“ segir hann. jonab@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira