Ofsahræðsla meðal fjárfesta vegna stöðu Grikklands 23. apríl 2010 09:21 Mikil ofsahræðsla greip um sig meðal fjárfesta á alþjóðamörkuðum í gærdag vegna stöðunnar í Grikklandi. Vextir á 2ja ára ríkisskuldabréfum Grikkja fóru yfir 10% og vextir á bréfum til 10 ár fóru yfir 9%. Fáir fást til að kaupa þessi bréf en allir vilja kaupa tryggingar á þau.Fréttir um að fjárlagahallinn í Grikklandi væri meir en stjórnvöld höfðu áætlað bætti ekki stöðuna. Hallinn er 13,6% en áætlunin gerði ráð fyrir 12,9% halla. Raunar telur ESB að hallinn sé öfugu meginn við 14% í augnablikinu að því er segir í fréttum erlendra fjölmiðla.Matsfyrirtækið Moody´s lækkaði lánshæfiseinkunn Grikklands úr A2 og í A3 þegar upplýsingar um fjárlagahallann lágu fyrir. Einkunnin er með neikvæðum horfum.Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð Grikklands snarhækkaði í gær og stendur nú í tæplega 650 punktum. Er Grikkland komið í þriðja sætið á lista þjóða í mestri hættu á gjaldþroti. Samkvæmt gagnaveitunni CMA eru líkurnar á þjóðargjaldþroti Grikklands nú metnar á rúmlega 41%.Viðræður standa nú yfir milli fulltrúa frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS), ESB og grískra stjórnvalda um aðgerðir til að komast hjá greiðslufalli gríska ríkisins á skuldum sínum. Grikkir þurfa að borga rúmlega 8 milljarða evra í næsta mánuði og rúmlega 28 milljarða evra fyrir árslok 2011. Rætt er um að AGS og ESB leggi landinu til allt að 45 milljarða evra. Talið er að samingaviðræður mun standa a.m.k. næstu tvær vikurnar og jafnvel lengur.Samkvæmt frétt á börsen.dk í morgun er gríska ástandið nú að byrja að smita út frá sér til Portúgal sem einnig glímir við mikinn skuldavanda. Vextir á ríkisskuldabréfum Portúgal til 10 ára hafa hækkað töluvert í morgun og nálgast nú 5% markið.Þá hefur gengi evrunnar gefið verulega eftir að undanföru og hefur ekki verið lægra gangvart dollaranum síðan í fyrravor. Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Mikil ofsahræðsla greip um sig meðal fjárfesta á alþjóðamörkuðum í gærdag vegna stöðunnar í Grikklandi. Vextir á 2ja ára ríkisskuldabréfum Grikkja fóru yfir 10% og vextir á bréfum til 10 ár fóru yfir 9%. Fáir fást til að kaupa þessi bréf en allir vilja kaupa tryggingar á þau.Fréttir um að fjárlagahallinn í Grikklandi væri meir en stjórnvöld höfðu áætlað bætti ekki stöðuna. Hallinn er 13,6% en áætlunin gerði ráð fyrir 12,9% halla. Raunar telur ESB að hallinn sé öfugu meginn við 14% í augnablikinu að því er segir í fréttum erlendra fjölmiðla.Matsfyrirtækið Moody´s lækkaði lánshæfiseinkunn Grikklands úr A2 og í A3 þegar upplýsingar um fjárlagahallann lágu fyrir. Einkunnin er með neikvæðum horfum.Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð Grikklands snarhækkaði í gær og stendur nú í tæplega 650 punktum. Er Grikkland komið í þriðja sætið á lista þjóða í mestri hættu á gjaldþroti. Samkvæmt gagnaveitunni CMA eru líkurnar á þjóðargjaldþroti Grikklands nú metnar á rúmlega 41%.Viðræður standa nú yfir milli fulltrúa frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS), ESB og grískra stjórnvalda um aðgerðir til að komast hjá greiðslufalli gríska ríkisins á skuldum sínum. Grikkir þurfa að borga rúmlega 8 milljarða evra í næsta mánuði og rúmlega 28 milljarða evra fyrir árslok 2011. Rætt er um að AGS og ESB leggi landinu til allt að 45 milljarða evra. Talið er að samingaviðræður mun standa a.m.k. næstu tvær vikurnar og jafnvel lengur.Samkvæmt frétt á börsen.dk í morgun er gríska ástandið nú að byrja að smita út frá sér til Portúgal sem einnig glímir við mikinn skuldavanda. Vextir á ríkisskuldabréfum Portúgal til 10 ára hafa hækkað töluvert í morgun og nálgast nú 5% markið.Þá hefur gengi evrunnar gefið verulega eftir að undanföru og hefur ekki verið lægra gangvart dollaranum síðan í fyrravor.
Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira