Yfir nótt í haldi og leysti frá skjóðunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. janúar 2010 18:30 Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs sparisjóðs er orðinn lykilvitni bankahrunssaksóknara í Exeter málinu. Hann sýndi mikinn samstarfsvilja eftir að hafa gist fangaklefa í eina nótt meðan á yfirheyrslum stóð. Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka, hefur einnig verið yfirheyrður í tengslum við rannsóknina. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byr, hefur stöðu sakbornings í rannsókn embættis sérstaks saksóknara á Exeter Holding, en Jón Þorsteinn var sem kunnugt er úrskurðaður í farbann vegna rannsóknarinnar. Ekki var krafist framlengingar á farbanninu þar sem Jón Þorsteinn mun hafa við yfirheyrslur upplýst um sinn þátt í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun hann hafa sýnt mikla samstarfsfýsi og veitt embætti saksóknara mikilvægar upplýsingar sem reyndust embættinu gagnlegar við rannsóknina. Yfirheyrslurnar munu hafa átt sér stað á tveimur dögum, en innan sólarhrings. Mun Jón hafa gist yfir nótt í fangaklefa, en lögregla getur haldið mönnum í allt að sólarhring án dómsúrskurðar. Rannsókninni miðar vel, en Margeir Pétursson, eigandi MP banka, hefur verið yfirheyrðurí tengslum við rannsóknina og fengið réttarstöðu vitnis, samkæmt heimildum fréttastofu. Áður hafði Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, verið yfirheyrður. Embætti sérstaks saksóknara hefur undanfarnar vikur sett mikinn þunga í rannsókn á máli vegna láns upp á 1,4 milljarða króna sem stjórn Byrs veitti Exeter Holding í tveimur hlutum haustið 2008 eftir bankahrunið til að kaupa stofnfjárbréf á yfirverði af MP banka og tveimur stjórnarmönnum í Byr. Á þeim tíma var markaður með stofnfjárbréf lokaður og verð bréfanna hafði fallið. Bréf sem MP banki seldi á yfirverði til Exeter Holding hafði hann eignast eftir að hafa gengið að veðum félags sem var í eigu sparisjóðsstjóra Byrs og nokkurra stjórnenda sparisjóðsins. Með láninu sem Exeter Holding fékk var tjón MP banka takmarkað og lenti því á sparisjóðnum sjálfum, sem er í eigu hundruð stofnfjáreigenda. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs sparisjóðs er orðinn lykilvitni bankahrunssaksóknara í Exeter málinu. Hann sýndi mikinn samstarfsvilja eftir að hafa gist fangaklefa í eina nótt meðan á yfirheyrslum stóð. Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka, hefur einnig verið yfirheyrður í tengslum við rannsóknina. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byr, hefur stöðu sakbornings í rannsókn embættis sérstaks saksóknara á Exeter Holding, en Jón Þorsteinn var sem kunnugt er úrskurðaður í farbann vegna rannsóknarinnar. Ekki var krafist framlengingar á farbanninu þar sem Jón Þorsteinn mun hafa við yfirheyrslur upplýst um sinn þátt í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun hann hafa sýnt mikla samstarfsfýsi og veitt embætti saksóknara mikilvægar upplýsingar sem reyndust embættinu gagnlegar við rannsóknina. Yfirheyrslurnar munu hafa átt sér stað á tveimur dögum, en innan sólarhrings. Mun Jón hafa gist yfir nótt í fangaklefa, en lögregla getur haldið mönnum í allt að sólarhring án dómsúrskurðar. Rannsókninni miðar vel, en Margeir Pétursson, eigandi MP banka, hefur verið yfirheyrðurí tengslum við rannsóknina og fengið réttarstöðu vitnis, samkæmt heimildum fréttastofu. Áður hafði Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, verið yfirheyrður. Embætti sérstaks saksóknara hefur undanfarnar vikur sett mikinn þunga í rannsókn á máli vegna láns upp á 1,4 milljarða króna sem stjórn Byrs veitti Exeter Holding í tveimur hlutum haustið 2008 eftir bankahrunið til að kaupa stofnfjárbréf á yfirverði af MP banka og tveimur stjórnarmönnum í Byr. Á þeim tíma var markaður með stofnfjárbréf lokaður og verð bréfanna hafði fallið. Bréf sem MP banki seldi á yfirverði til Exeter Holding hafði hann eignast eftir að hafa gengið að veðum félags sem var í eigu sparisjóðsstjóra Byrs og nokkurra stjórnenda sparisjóðsins. Með láninu sem Exeter Holding fékk var tjón MP banka takmarkað og lenti því á sparisjóðnum sjálfum, sem er í eigu hundruð stofnfjáreigenda.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira