Vettel: Kómískt ástand hjálpar í titilslagnum 27. júlí 2010 11:54 Fernando Alonso og Sebastian Vettel á verðlaunapallinum í Þýskalandi á sunnudaginn. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel segir að hasarinn í kringum Ferrrari liðið síðustu daga hjálpi Red Bull liðinu, þar sem minna álag er þar sem ekki er verið að fjalla um hann og Mark Webber á sama hátt og áður. Mikil umræða var um innanbúðarslag á milli Vettels og Webber, á dögunum en núna er öll athyglin á Ferrrari. "Þetta er gamanleikur og fólk hefur eitthvað annað að skrifa um. Það verður rólega vika hjá okkur í Ungverjalandi sem er jákvætt. Við munum halda áfram að pressa stíft og bæta árangurinn", sagði Vettel í frétt á autosport.com, en hann varð í þriðja sæti á eftir Ferrari mönnum um helgina. "Við erum með öflugan bíl og það sannaðist á ný í Þýskalandi, jafnvel þó Ferrari hafi tekið framfaraskref og eigi vel heima á brautinni. Við gátum keppt við þá, þó það gengi ekki alveg nógu vel." Alonso bætti stöðu sína í stigamótinu með sigrinum í Þýskalandi og færðist nær Vettel sem er í fjórða sæti á eftir Lewis Hamilton, Jenson Button og Mark Webber. "Í lok keppnistímabilsins munum við sjá hvað hvert stig skiptir miklu máli. Það sem var mest um vert í Þýskalandi var að við lukum keppni fyrir framan McLaren, en því miður náðu þeir fleiri stigum í keppni bílasmiða. En okkur er sama hvað er í gangi hjá öðrum liðum. Við höfum lent í ýmsum vandræðum á árinu og því gott að vera ekki í sviðsljósinu í þetta skiptið", sagði Vettel. Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel segir að hasarinn í kringum Ferrrari liðið síðustu daga hjálpi Red Bull liðinu, þar sem minna álag er þar sem ekki er verið að fjalla um hann og Mark Webber á sama hátt og áður. Mikil umræða var um innanbúðarslag á milli Vettels og Webber, á dögunum en núna er öll athyglin á Ferrrari. "Þetta er gamanleikur og fólk hefur eitthvað annað að skrifa um. Það verður rólega vika hjá okkur í Ungverjalandi sem er jákvætt. Við munum halda áfram að pressa stíft og bæta árangurinn", sagði Vettel í frétt á autosport.com, en hann varð í þriðja sæti á eftir Ferrari mönnum um helgina. "Við erum með öflugan bíl og það sannaðist á ný í Þýskalandi, jafnvel þó Ferrari hafi tekið framfaraskref og eigi vel heima á brautinni. Við gátum keppt við þá, þó það gengi ekki alveg nógu vel." Alonso bætti stöðu sína í stigamótinu með sigrinum í Þýskalandi og færðist nær Vettel sem er í fjórða sæti á eftir Lewis Hamilton, Jenson Button og Mark Webber. "Í lok keppnistímabilsins munum við sjá hvað hvert stig skiptir miklu máli. Það sem var mest um vert í Þýskalandi var að við lukum keppni fyrir framan McLaren, en því miður náðu þeir fleiri stigum í keppni bílasmiða. En okkur er sama hvað er í gangi hjá öðrum liðum. Við höfum lent í ýmsum vandræðum á árinu og því gott að vera ekki í sviðsljósinu í þetta skiptið", sagði Vettel.
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira