Ögmundur og Úkraína 17. ágúst 2010 06:00 Töluverðar umræður hafa spunnist um grein Ögmundar Jónassonar alþingismanns um Evrópusambandið fyrir skömmu. Þar notaði þingmaðurinn mjög sérkennilegar líkingar úr mannkynssögunni til að leggja áherslu á mál sitt. Ögmundur hefur síðan reynt að klóra yfir þennan málflutning sinn, þegar betur hefði farið á því að hann bæðist afsökunar á þessum ósmekklega samanburði. Ögmundur notaði orðið lífsrými (lebensraum) sem er tengt útþenslustefnu nasista í Þýskalandi órjúfanlegum böndum. Það er sama hvað hann reynir að útskýra að þetta hafi verið notað í óeiginlegri merkingu og gert í framhjáhlaupi. Það breytir ekki tengingunni í þetta dökka tímabil í sögu álfunnar. Baldur Þórhallsson, Grímur Atlason og Guðmundur Andri Thorsson hafa svarað þessu skilmerkilega og ætla ég því ekki að höggva í sömu knérunna. En fyrst þingmaðurinn var að tengja sögu Evrópu við stækkun ESB langar mig að benda honum á þróun mála í Póllandi og Úkraínu. Þegar Pólland gekk í Evrópusambandið af fúsum og frjálsum vilja árið 2004 stækkaði „landssvæði" (ef við notum hugtök Ögmundar) Evrópusambandsins um 6 prósent og íbúafjöldi um 10 prósent. Var þetta af hinu góða eða illa fyrir Pólland? Hefur Evrópusambandið sölsað undir sig auðlindir Pólverja, til dæmis skógana eða kolanámurnar? Svarið er nei, enda hefur Evrópusambandið engan rétt til þess. Það sem ég hef aldrei skilið eru þau rök nei-sinna að Evrópusambandið ætli sér svo að sölsa undir sig auðlindir Íslands, þegar ljóst er að það hefur aldrei gert það í öðrum aðildarlöndum. Úkraínumenn, sem einnig liðu miklar hörmungar undir ógnarstjórn nasista, hafa reynt að tengjast Evrópusambandinu sterkari böndum. Þegar ESB stækkaði árið 2004 náði „landssvæði" Evrópusambandsins að Úkraínu. Þessi A-Evrópustækkun var ein helsta ástæða þess að Rússar hættu við að senda herlið inn í landið þegar „appelsínugula" byltingin átti sér stað í lok árs 2004. Úkraínumenn hafa því fagnað auknu „landssvæði" Evrópusambandsins því það hefur leitt til frelsis og lýðræðisumbóta í allri álfunni en ekki nýlendukúgunar og hörmunga eins og Ögmundur gefur sterklega í skyn í grein sinni að muni gerast ef Ísland gerist aðili að ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Töluverðar umræður hafa spunnist um grein Ögmundar Jónassonar alþingismanns um Evrópusambandið fyrir skömmu. Þar notaði þingmaðurinn mjög sérkennilegar líkingar úr mannkynssögunni til að leggja áherslu á mál sitt. Ögmundur hefur síðan reynt að klóra yfir þennan málflutning sinn, þegar betur hefði farið á því að hann bæðist afsökunar á þessum ósmekklega samanburði. Ögmundur notaði orðið lífsrými (lebensraum) sem er tengt útþenslustefnu nasista í Þýskalandi órjúfanlegum böndum. Það er sama hvað hann reynir að útskýra að þetta hafi verið notað í óeiginlegri merkingu og gert í framhjáhlaupi. Það breytir ekki tengingunni í þetta dökka tímabil í sögu álfunnar. Baldur Þórhallsson, Grímur Atlason og Guðmundur Andri Thorsson hafa svarað þessu skilmerkilega og ætla ég því ekki að höggva í sömu knérunna. En fyrst þingmaðurinn var að tengja sögu Evrópu við stækkun ESB langar mig að benda honum á þróun mála í Póllandi og Úkraínu. Þegar Pólland gekk í Evrópusambandið af fúsum og frjálsum vilja árið 2004 stækkaði „landssvæði" (ef við notum hugtök Ögmundar) Evrópusambandsins um 6 prósent og íbúafjöldi um 10 prósent. Var þetta af hinu góða eða illa fyrir Pólland? Hefur Evrópusambandið sölsað undir sig auðlindir Pólverja, til dæmis skógana eða kolanámurnar? Svarið er nei, enda hefur Evrópusambandið engan rétt til þess. Það sem ég hef aldrei skilið eru þau rök nei-sinna að Evrópusambandið ætli sér svo að sölsa undir sig auðlindir Íslands, þegar ljóst er að það hefur aldrei gert það í öðrum aðildarlöndum. Úkraínumenn, sem einnig liðu miklar hörmungar undir ógnarstjórn nasista, hafa reynt að tengjast Evrópusambandinu sterkari böndum. Þegar ESB stækkaði árið 2004 náði „landssvæði" Evrópusambandsins að Úkraínu. Þessi A-Evrópustækkun var ein helsta ástæða þess að Rússar hættu við að senda herlið inn í landið þegar „appelsínugula" byltingin átti sér stað í lok árs 2004. Úkraínumenn hafa því fagnað auknu „landssvæði" Evrópusambandsins því það hefur leitt til frelsis og lýðræðisumbóta í allri álfunni en ekki nýlendukúgunar og hörmunga eins og Ögmundur gefur sterklega í skyn í grein sinni að muni gerast ef Ísland gerist aðili að ESB.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun