Ögmundur og Úkraína 17. ágúst 2010 06:00 Töluverðar umræður hafa spunnist um grein Ögmundar Jónassonar alþingismanns um Evrópusambandið fyrir skömmu. Þar notaði þingmaðurinn mjög sérkennilegar líkingar úr mannkynssögunni til að leggja áherslu á mál sitt. Ögmundur hefur síðan reynt að klóra yfir þennan málflutning sinn, þegar betur hefði farið á því að hann bæðist afsökunar á þessum ósmekklega samanburði. Ögmundur notaði orðið lífsrými (lebensraum) sem er tengt útþenslustefnu nasista í Þýskalandi órjúfanlegum böndum. Það er sama hvað hann reynir að útskýra að þetta hafi verið notað í óeiginlegri merkingu og gert í framhjáhlaupi. Það breytir ekki tengingunni í þetta dökka tímabil í sögu álfunnar. Baldur Þórhallsson, Grímur Atlason og Guðmundur Andri Thorsson hafa svarað þessu skilmerkilega og ætla ég því ekki að höggva í sömu knérunna. En fyrst þingmaðurinn var að tengja sögu Evrópu við stækkun ESB langar mig að benda honum á þróun mála í Póllandi og Úkraínu. Þegar Pólland gekk í Evrópusambandið af fúsum og frjálsum vilja árið 2004 stækkaði „landssvæði" (ef við notum hugtök Ögmundar) Evrópusambandsins um 6 prósent og íbúafjöldi um 10 prósent. Var þetta af hinu góða eða illa fyrir Pólland? Hefur Evrópusambandið sölsað undir sig auðlindir Pólverja, til dæmis skógana eða kolanámurnar? Svarið er nei, enda hefur Evrópusambandið engan rétt til þess. Það sem ég hef aldrei skilið eru þau rök nei-sinna að Evrópusambandið ætli sér svo að sölsa undir sig auðlindir Íslands, þegar ljóst er að það hefur aldrei gert það í öðrum aðildarlöndum. Úkraínumenn, sem einnig liðu miklar hörmungar undir ógnarstjórn nasista, hafa reynt að tengjast Evrópusambandinu sterkari böndum. Þegar ESB stækkaði árið 2004 náði „landssvæði" Evrópusambandsins að Úkraínu. Þessi A-Evrópustækkun var ein helsta ástæða þess að Rússar hættu við að senda herlið inn í landið þegar „appelsínugula" byltingin átti sér stað í lok árs 2004. Úkraínumenn hafa því fagnað auknu „landssvæði" Evrópusambandsins því það hefur leitt til frelsis og lýðræðisumbóta í allri álfunni en ekki nýlendukúgunar og hörmunga eins og Ögmundur gefur sterklega í skyn í grein sinni að muni gerast ef Ísland gerist aðili að ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Töluverðar umræður hafa spunnist um grein Ögmundar Jónassonar alþingismanns um Evrópusambandið fyrir skömmu. Þar notaði þingmaðurinn mjög sérkennilegar líkingar úr mannkynssögunni til að leggja áherslu á mál sitt. Ögmundur hefur síðan reynt að klóra yfir þennan málflutning sinn, þegar betur hefði farið á því að hann bæðist afsökunar á þessum ósmekklega samanburði. Ögmundur notaði orðið lífsrými (lebensraum) sem er tengt útþenslustefnu nasista í Þýskalandi órjúfanlegum böndum. Það er sama hvað hann reynir að útskýra að þetta hafi verið notað í óeiginlegri merkingu og gert í framhjáhlaupi. Það breytir ekki tengingunni í þetta dökka tímabil í sögu álfunnar. Baldur Þórhallsson, Grímur Atlason og Guðmundur Andri Thorsson hafa svarað þessu skilmerkilega og ætla ég því ekki að höggva í sömu knérunna. En fyrst þingmaðurinn var að tengja sögu Evrópu við stækkun ESB langar mig að benda honum á þróun mála í Póllandi og Úkraínu. Þegar Pólland gekk í Evrópusambandið af fúsum og frjálsum vilja árið 2004 stækkaði „landssvæði" (ef við notum hugtök Ögmundar) Evrópusambandsins um 6 prósent og íbúafjöldi um 10 prósent. Var þetta af hinu góða eða illa fyrir Pólland? Hefur Evrópusambandið sölsað undir sig auðlindir Pólverja, til dæmis skógana eða kolanámurnar? Svarið er nei, enda hefur Evrópusambandið engan rétt til þess. Það sem ég hef aldrei skilið eru þau rök nei-sinna að Evrópusambandið ætli sér svo að sölsa undir sig auðlindir Íslands, þegar ljóst er að það hefur aldrei gert það í öðrum aðildarlöndum. Úkraínumenn, sem einnig liðu miklar hörmungar undir ógnarstjórn nasista, hafa reynt að tengjast Evrópusambandinu sterkari böndum. Þegar ESB stækkaði árið 2004 náði „landssvæði" Evrópusambandsins að Úkraínu. Þessi A-Evrópustækkun var ein helsta ástæða þess að Rússar hættu við að senda herlið inn í landið þegar „appelsínugula" byltingin átti sér stað í lok árs 2004. Úkraínumenn hafa því fagnað auknu „landssvæði" Evrópusambandsins því það hefur leitt til frelsis og lýðræðisumbóta í allri álfunni en ekki nýlendukúgunar og hörmunga eins og Ögmundur gefur sterklega í skyn í grein sinni að muni gerast ef Ísland gerist aðili að ESB.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun