Fótbolti

FCK í sextán liða úrslit - United fékk loksins á sig mark

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn FCK fagna í kvöld. AFP
Leikmenn FCK fagna í kvöld. AFP

Sölvi Geir Ottesen og félagar í danska liðinu FCK tryggðu sér í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. FCK vann þá glæstan sigur á Panathinaikos og gulltryggði þar með sætið með stæl.

Sölvi Geir byrjaði á bekknum en spilaði síðustu 13 mínútur leiksins.

Man. Utd vann sinn riðil er liðið gerði jafntefli við Valencia. Þar fékk United á sig sitt fyrsta mark í riðlakeppninni og náði því ekki þeim einstaka árangri að spila heila riðlakeppni án þess að fá á sig mark.

Eins og venjulega var mikið fjör í leik Tottenham í kvöld sem endaði með jafntefli. Það dugði Spurs til þess að vinna leikinn þar sem Inter steinlá gegn Werder Bremen sem hafði ekki unnið leik í riðlinum fyrir kvöldið.

Úrslit kvöldsins:

a-riðill:

Twente-Tottenham  3-3

0-1 Peter Wisgerhof, sjm (12.), 1-1 Denny Landzaat, víti (22.), 1-2 Jermain Defoe (47.), 2-2 Rosales Roberto (54.), 2-3 Jermain Defoe (58.), 3-3 Nacer Chadli (54.).

Werder Bremen-Inter   3-0

1-0 Sebastian Prödl (37.), 2-0 Marko Arnautovic (48.), 3-0 Claudio Pizarro (87.)

staðan:

Tottenham 6 3 2 1 18-11 11

Inter 6 3 1 2 12-11 10

Twente 6 1 3 2 9-12 6

Bremen 6 1 2 3 6-12 5

b-riðill:

Benfica-Schalke  1-2

0-1 Jose Durado (18.), 0-2 Benedikt Höwedes (81.), 1-2 Luisao (86.).

Lyon-Hapoel Tel Aviv  2-2

1-0 Lisandro Lopez (62.), 1-1 Ben Sahar (63.), 1-2 eran Zehavi (68.), 2-2 Alexandre Lacazette (87.)

staðan:

Schalke 6 4 1 1 10-3 13

Lyon 6 3 1 2 11-10 10

Benfica 6 2 0 4 7-112 6

Hapoel 6 1 2 3 7-10 5

c-riðill:

Bursaspor-Rangers   1-1

0-1 Kenny Miller (18.), 1-1 Sercan Yildirim (79.)

Man. Utd-Valencia  1-1

0-1 Pablo (31.), 1-1 Anderson (61.)

staðan:

Man. Utd 6 4 2 0 7-1 14

Valencia 6 3 2 1 15-4 11

Rangers 6 1 3 2 3-6 6

Bursaspor 6 0 1 5 2-16 1

d-riðill:

Barcelona-Rubin Kazan  2-0

1-0 Fontás (51.), 2-0 Victor Vazquez (81.)

FCK-Panathinaikos  3-0

1-0 Martin Vinsgaard (26.), 2-0 Jesper Grönkjær, víti (50.), 3-0 Djibril Cisse, sjm (72.).

staðan:

Barcelona 6 4 2 0 14-3 14

FCK 6 3 1 2 7-4 10

Rubin Kazan 6 1 3 2 2-4 6

Panathinaikos 6 0 2 4 1-13 2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×