Er Lionel Messi orðinn gítarleikari í hljómsveit til heiðurs Oasis? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2010 23:30 Enska blaðið The Sun vill meina að Lionel Messi hafi gert meira en að slappa af á ströndinni í sumafríinu. Mynd/AFP Áhugi Lionel Messi, besta knattspyrnumanns heims, á bresku hljómsveitinni Oasis fékk góða umfjöllun í heimspressunni á meðan á HM í Suður-Afríku stóð. Nú þykist breska slúðurblaðið The Sun hafa komist að því að Messi sé líka tónlistamaður. Samkvæmt heimildum enska blaðsins kynnti Manchester City maðurinn Carlos Tevez Messi fyrir Gallagher-bræðrunum í Oasis en nú hefur Messi gert gott betur en að skella Oasis-diskunum í græjurnar. Messi hefur, ásamt félaga sínum úr Barcelona, stofnað hljómsveit spilar ekkert nema lög eftir Oasis-manninn Noel Gallagher. Lionel Messi er í hlutverki Noel Gallagher í hljómsveitinni og spilar á gítarinn en The Sun hafði ekki heimildir fyrir því hvaða Barcelona-leikmaður syngur eins og Liam Gallagher. The Sun er þekkt fyrir að fara frjálslega með sannleikann en hvort sem að fréttin er sönn eða ekki þá verður hún að teljast góð. Argentínski blaðamaðurinn Clemente Cancela hefur reyndar komið fram og fullyrt það að Messi þekki ekki Oasis en það er önnur saga. Nýja Oasis-hljómsveitin hans Lionel Messi ætti örugglega að geta selt ófáa miða í Katalóníu enda er aðdáun Katalóníumanna það mikil á Messi að hann er fyrir vikið oft litinn hornauga í heimalandi sínu Argentínu. Spænski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Sjá meira
Áhugi Lionel Messi, besta knattspyrnumanns heims, á bresku hljómsveitinni Oasis fékk góða umfjöllun í heimspressunni á meðan á HM í Suður-Afríku stóð. Nú þykist breska slúðurblaðið The Sun hafa komist að því að Messi sé líka tónlistamaður. Samkvæmt heimildum enska blaðsins kynnti Manchester City maðurinn Carlos Tevez Messi fyrir Gallagher-bræðrunum í Oasis en nú hefur Messi gert gott betur en að skella Oasis-diskunum í græjurnar. Messi hefur, ásamt félaga sínum úr Barcelona, stofnað hljómsveit spilar ekkert nema lög eftir Oasis-manninn Noel Gallagher. Lionel Messi er í hlutverki Noel Gallagher í hljómsveitinni og spilar á gítarinn en The Sun hafði ekki heimildir fyrir því hvaða Barcelona-leikmaður syngur eins og Liam Gallagher. The Sun er þekkt fyrir að fara frjálslega með sannleikann en hvort sem að fréttin er sönn eða ekki þá verður hún að teljast góð. Argentínski blaðamaðurinn Clemente Cancela hefur reyndar komið fram og fullyrt það að Messi þekki ekki Oasis en það er önnur saga. Nýja Oasis-hljómsveitin hans Lionel Messi ætti örugglega að geta selt ófáa miða í Katalóníu enda er aðdáun Katalóníumanna það mikil á Messi að hann er fyrir vikið oft litinn hornauga í heimalandi sínu Argentínu.
Spænski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Sjá meira