PwC vanrækti skyldur sínar 15. september 2010 05:30 Endurskoðunarfyrirtæki PricewaterhouseCoopers (PwC) brást starfsskyldum sínum og sýndi af sér vítaverða vanrækslu sem endurskoðandi Glitnis í aðdraganda bankahrunsins. Þetta er mat Franks Attwood, sem var varaformaður siðanefndar Alþjóðasamtaka endurskoðenda þar til um síðustu áramót. Attwood, Breti sem hefur yfir fjögurra áratuga reynslu af endurskoðun, hefur unnið álit fyrir slitastjórn Glitnis um þátt PwC í meintu misferli svokallaðrar sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Álitið var lagt fyrir dómstólinn í New York á mánudag. Álitið byggist á því sem fram kemur í stefnu slitastjórnarinnar. Attwood segir að fjölmargt í rekstri bankans hefði átt að kveikja á viðvörunarbjöllum hjá endurskoðendunum og kalla á allsherjarendurskoðun á því hvaða viðskiptavinir Glitnis teldust honum tengdir og ykju þannig innri áhættu bankans. „PwC stóð frammi fyrir glænýrri stjórn hjá viðskiptavini sínum [Glitni]. Forstjórinn var líka nýr. Ætla mátti að þessar mannabreytingar hefðu verið gerðar að undirlagi eins manns. Sá hafði nýlega verið dæmdur sekur af ákæru um bókhaldsbrot í rekstri fyrirtækis," segir Attwood, og vísar þar til Jóns Ásgeirs. Attwood telur að allt þetta, og fleira til, hafi átt að verða til þess að PwC tæki málefni bankans til rækilegrar endurskoðunar. Attwood segir að Baugur hefði með réttu átt að vera talinn til tengdra aðila bankans, ekki síst í ljósi þess að Jón Ásgeir hafi stýrt báðum félögum þar sem hann gat skipað forstjóra og stjórnarmenn bankans eftir hentugleika. Það sama hafi gilt um Kjarrhólma (móðurfélag FL Group), tiltekin dótturfélög FL Group og eign bankans í TM. Með því að leggja blessun sína yfir að það væri ekki gert hafi PwC stuðlað að því að þátttakendur í skuldabréfaútboði bankans í Bandaríkjunum árið 2007 hefðu verið leyndir 48 milljarða áhættu bankans gagnvart félögunum. Niðurstaða hans er því sú að PwC hafi vanrækt skyldur sínar gagnvart bankanum. Málin sem um ræddi hafi verið svo stór að aldrei hefði átt að skrifa upp á ársreikninga bankans eða árshlutauppgjör og þannig hafi fyrirtækið stuðlað að því tjóni sem varð með vítaverðu gáleysi. „Við höfum ekki séð þessa yfirlýsingu og tjáum okkur þar af leiðandi ekki um hana," segir Vignir Rafn Gíslason, stjórnarformaður PwC. „Við erum í þeirri stöðu að málið er í meðferð hjá bandarískum dómstólum. Þar höfum við krafist frávísunar, og munum halda þeirri kröfu til streitu." - sh, bj Fréttir Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Endurskoðunarfyrirtæki PricewaterhouseCoopers (PwC) brást starfsskyldum sínum og sýndi af sér vítaverða vanrækslu sem endurskoðandi Glitnis í aðdraganda bankahrunsins. Þetta er mat Franks Attwood, sem var varaformaður siðanefndar Alþjóðasamtaka endurskoðenda þar til um síðustu áramót. Attwood, Breti sem hefur yfir fjögurra áratuga reynslu af endurskoðun, hefur unnið álit fyrir slitastjórn Glitnis um þátt PwC í meintu misferli svokallaðrar sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Álitið var lagt fyrir dómstólinn í New York á mánudag. Álitið byggist á því sem fram kemur í stefnu slitastjórnarinnar. Attwood segir að fjölmargt í rekstri bankans hefði átt að kveikja á viðvörunarbjöllum hjá endurskoðendunum og kalla á allsherjarendurskoðun á því hvaða viðskiptavinir Glitnis teldust honum tengdir og ykju þannig innri áhættu bankans. „PwC stóð frammi fyrir glænýrri stjórn hjá viðskiptavini sínum [Glitni]. Forstjórinn var líka nýr. Ætla mátti að þessar mannabreytingar hefðu verið gerðar að undirlagi eins manns. Sá hafði nýlega verið dæmdur sekur af ákæru um bókhaldsbrot í rekstri fyrirtækis," segir Attwood, og vísar þar til Jóns Ásgeirs. Attwood telur að allt þetta, og fleira til, hafi átt að verða til þess að PwC tæki málefni bankans til rækilegrar endurskoðunar. Attwood segir að Baugur hefði með réttu átt að vera talinn til tengdra aðila bankans, ekki síst í ljósi þess að Jón Ásgeir hafi stýrt báðum félögum þar sem hann gat skipað forstjóra og stjórnarmenn bankans eftir hentugleika. Það sama hafi gilt um Kjarrhólma (móðurfélag FL Group), tiltekin dótturfélög FL Group og eign bankans í TM. Með því að leggja blessun sína yfir að það væri ekki gert hafi PwC stuðlað að því að þátttakendur í skuldabréfaútboði bankans í Bandaríkjunum árið 2007 hefðu verið leyndir 48 milljarða áhættu bankans gagnvart félögunum. Niðurstaða hans er því sú að PwC hafi vanrækt skyldur sínar gagnvart bankanum. Málin sem um ræddi hafi verið svo stór að aldrei hefði átt að skrifa upp á ársreikninga bankans eða árshlutauppgjör og þannig hafi fyrirtækið stuðlað að því tjóni sem varð með vítaverðu gáleysi. „Við höfum ekki séð þessa yfirlýsingu og tjáum okkur þar af leiðandi ekki um hana," segir Vignir Rafn Gíslason, stjórnarformaður PwC. „Við erum í þeirri stöðu að málið er í meðferð hjá bandarískum dómstólum. Þar höfum við krafist frávísunar, og munum halda þeirri kröfu til streitu." - sh, bj
Fréttir Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira