PwC vanrækti skyldur sínar 15. september 2010 05:30 Endurskoðunarfyrirtæki PricewaterhouseCoopers (PwC) brást starfsskyldum sínum og sýndi af sér vítaverða vanrækslu sem endurskoðandi Glitnis í aðdraganda bankahrunsins. Þetta er mat Franks Attwood, sem var varaformaður siðanefndar Alþjóðasamtaka endurskoðenda þar til um síðustu áramót. Attwood, Breti sem hefur yfir fjögurra áratuga reynslu af endurskoðun, hefur unnið álit fyrir slitastjórn Glitnis um þátt PwC í meintu misferli svokallaðrar sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Álitið var lagt fyrir dómstólinn í New York á mánudag. Álitið byggist á því sem fram kemur í stefnu slitastjórnarinnar. Attwood segir að fjölmargt í rekstri bankans hefði átt að kveikja á viðvörunarbjöllum hjá endurskoðendunum og kalla á allsherjarendurskoðun á því hvaða viðskiptavinir Glitnis teldust honum tengdir og ykju þannig innri áhættu bankans. „PwC stóð frammi fyrir glænýrri stjórn hjá viðskiptavini sínum [Glitni]. Forstjórinn var líka nýr. Ætla mátti að þessar mannabreytingar hefðu verið gerðar að undirlagi eins manns. Sá hafði nýlega verið dæmdur sekur af ákæru um bókhaldsbrot í rekstri fyrirtækis," segir Attwood, og vísar þar til Jóns Ásgeirs. Attwood telur að allt þetta, og fleira til, hafi átt að verða til þess að PwC tæki málefni bankans til rækilegrar endurskoðunar. Attwood segir að Baugur hefði með réttu átt að vera talinn til tengdra aðila bankans, ekki síst í ljósi þess að Jón Ásgeir hafi stýrt báðum félögum þar sem hann gat skipað forstjóra og stjórnarmenn bankans eftir hentugleika. Það sama hafi gilt um Kjarrhólma (móðurfélag FL Group), tiltekin dótturfélög FL Group og eign bankans í TM. Með því að leggja blessun sína yfir að það væri ekki gert hafi PwC stuðlað að því að þátttakendur í skuldabréfaútboði bankans í Bandaríkjunum árið 2007 hefðu verið leyndir 48 milljarða áhættu bankans gagnvart félögunum. Niðurstaða hans er því sú að PwC hafi vanrækt skyldur sínar gagnvart bankanum. Málin sem um ræddi hafi verið svo stór að aldrei hefði átt að skrifa upp á ársreikninga bankans eða árshlutauppgjör og þannig hafi fyrirtækið stuðlað að því tjóni sem varð með vítaverðu gáleysi. „Við höfum ekki séð þessa yfirlýsingu og tjáum okkur þar af leiðandi ekki um hana," segir Vignir Rafn Gíslason, stjórnarformaður PwC. „Við erum í þeirri stöðu að málið er í meðferð hjá bandarískum dómstólum. Þar höfum við krafist frávísunar, og munum halda þeirri kröfu til streitu." - sh, bj Fréttir Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Endurskoðunarfyrirtæki PricewaterhouseCoopers (PwC) brást starfsskyldum sínum og sýndi af sér vítaverða vanrækslu sem endurskoðandi Glitnis í aðdraganda bankahrunsins. Þetta er mat Franks Attwood, sem var varaformaður siðanefndar Alþjóðasamtaka endurskoðenda þar til um síðustu áramót. Attwood, Breti sem hefur yfir fjögurra áratuga reynslu af endurskoðun, hefur unnið álit fyrir slitastjórn Glitnis um þátt PwC í meintu misferli svokallaðrar sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Álitið var lagt fyrir dómstólinn í New York á mánudag. Álitið byggist á því sem fram kemur í stefnu slitastjórnarinnar. Attwood segir að fjölmargt í rekstri bankans hefði átt að kveikja á viðvörunarbjöllum hjá endurskoðendunum og kalla á allsherjarendurskoðun á því hvaða viðskiptavinir Glitnis teldust honum tengdir og ykju þannig innri áhættu bankans. „PwC stóð frammi fyrir glænýrri stjórn hjá viðskiptavini sínum [Glitni]. Forstjórinn var líka nýr. Ætla mátti að þessar mannabreytingar hefðu verið gerðar að undirlagi eins manns. Sá hafði nýlega verið dæmdur sekur af ákæru um bókhaldsbrot í rekstri fyrirtækis," segir Attwood, og vísar þar til Jóns Ásgeirs. Attwood telur að allt þetta, og fleira til, hafi átt að verða til þess að PwC tæki málefni bankans til rækilegrar endurskoðunar. Attwood segir að Baugur hefði með réttu átt að vera talinn til tengdra aðila bankans, ekki síst í ljósi þess að Jón Ásgeir hafi stýrt báðum félögum þar sem hann gat skipað forstjóra og stjórnarmenn bankans eftir hentugleika. Það sama hafi gilt um Kjarrhólma (móðurfélag FL Group), tiltekin dótturfélög FL Group og eign bankans í TM. Með því að leggja blessun sína yfir að það væri ekki gert hafi PwC stuðlað að því að þátttakendur í skuldabréfaútboði bankans í Bandaríkjunum árið 2007 hefðu verið leyndir 48 milljarða áhættu bankans gagnvart félögunum. Niðurstaða hans er því sú að PwC hafi vanrækt skyldur sínar gagnvart bankanum. Málin sem um ræddi hafi verið svo stór að aldrei hefði átt að skrifa upp á ársreikninga bankans eða árshlutauppgjör og þannig hafi fyrirtækið stuðlað að því tjóni sem varð með vítaverðu gáleysi. „Við höfum ekki séð þessa yfirlýsingu og tjáum okkur þar af leiðandi ekki um hana," segir Vignir Rafn Gíslason, stjórnarformaður PwC. „Við erum í þeirri stöðu að málið er í meðferð hjá bandarískum dómstólum. Þar höfum við krafist frávísunar, og munum halda þeirri kröfu til streitu." - sh, bj
Fréttir Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira