Hamilton trúir á titilmöguleika sína 26. október 2010 15:10 Lewis Hamilton á verðlaunapallinum í Suður Kóreu ásamt Chris Dyer, Fernando Alonso og Felipe Massa hjá Ferrari. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Lewis Hamilton hjá McLaren hefur enn trú á því að hann geti orðið heimsmeistari í Formúlu 1, þó Fernando Alonso hjá Ferrari hafi náð forystu í stigamóti ökumanna með sigri í Suður Kóreu á sunnudaginn. Alonso er með 231 stig, Mark Webber hjá Red Bull 220, Hamilton 210 og Sebastian Vettel hjá Red Bull 206. Þessir fjórir ökumenn eiga mesta möguleika á titli þegar tveimur mótum er ólokið, en Jenson Button hjá McLaren á einnig tölfræðilega möguleika. Hann er með 189 stig og 50 stig í pottinum fyrir sigur og líkurnar því ekki miklar hjá Button á titli. Öllum keppinautum hans þarf að ganga fremur illa til að hann gatið varið titilinn sem hann vann í fyrra. Þrjú lið eiga möguleika á titli bílasmiða. Red Bull er efst með 426 stig, McLaren er með 399 og Ferrari 374. Hamilton sagði eftir keppnina í Suður Kóreu í tilkynningu frá McLaren að aðstæður hefðu verið mjög erfiðar. Hann varð í öðru sæti á eftir Alonso. "Þetta var mjög vandasamt, sérstaklega í lokin. Það var svartamyrkur og ég sá ekki mikið. Þá voru dekkin búinn. Það kom mjög á óvart að báðir Red Bull bílarnir féllu úr leik. Fernando ók mjög vel og ég er ánægður að hafa náð í stig eftir tvö slök mót", sagði Hamilton. Hamilton sagði að McLaren bíllinn hefði ekki verið eins fljótur og Ferrari bíllinn, en liðið myndi vinna hörðum höndum að því að laga það fram að næsta móti, sem er í Brasilíu um aðra helgi. Lokamótið verður í Abu Dhabi. "Það eru tvö mót framundan og það býr meira í bílnum. Liðið er að gera frábæra hluti í bækistöðinni. Það eru allir mjög áhugasamir og pressa fram veginn. Titilinn er ekki gengin okkur úr greipum, við getum þetta ennþá", sagði Hamilton eftir mótið á sunnudaginn. Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren hefur enn trú á því að hann geti orðið heimsmeistari í Formúlu 1, þó Fernando Alonso hjá Ferrari hafi náð forystu í stigamóti ökumanna með sigri í Suður Kóreu á sunnudaginn. Alonso er með 231 stig, Mark Webber hjá Red Bull 220, Hamilton 210 og Sebastian Vettel hjá Red Bull 206. Þessir fjórir ökumenn eiga mesta möguleika á titli þegar tveimur mótum er ólokið, en Jenson Button hjá McLaren á einnig tölfræðilega möguleika. Hann er með 189 stig og 50 stig í pottinum fyrir sigur og líkurnar því ekki miklar hjá Button á titli. Öllum keppinautum hans þarf að ganga fremur illa til að hann gatið varið titilinn sem hann vann í fyrra. Þrjú lið eiga möguleika á titli bílasmiða. Red Bull er efst með 426 stig, McLaren er með 399 og Ferrari 374. Hamilton sagði eftir keppnina í Suður Kóreu í tilkynningu frá McLaren að aðstæður hefðu verið mjög erfiðar. Hann varð í öðru sæti á eftir Alonso. "Þetta var mjög vandasamt, sérstaklega í lokin. Það var svartamyrkur og ég sá ekki mikið. Þá voru dekkin búinn. Það kom mjög á óvart að báðir Red Bull bílarnir féllu úr leik. Fernando ók mjög vel og ég er ánægður að hafa náð í stig eftir tvö slök mót", sagði Hamilton. Hamilton sagði að McLaren bíllinn hefði ekki verið eins fljótur og Ferrari bíllinn, en liðið myndi vinna hörðum höndum að því að laga það fram að næsta móti, sem er í Brasilíu um aðra helgi. Lokamótið verður í Abu Dhabi. "Það eru tvö mót framundan og það býr meira í bílnum. Liðið er að gera frábæra hluti í bækistöðinni. Það eru allir mjög áhugasamir og pressa fram veginn. Titilinn er ekki gengin okkur úr greipum, við getum þetta ennþá", sagði Hamilton eftir mótið á sunnudaginn.
Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira