Schumacher: Frábært að vinna í fjórða sinn 28. nóvember 2010 10:08 Michael Schumacher vann keppni þjóða í gær með Sebastian Vettel í kappakstursmóti meistaranna. Hann keppir sem einstaklingur í dag. Mynd: Getty Images Michael Schumacher og Sebastian Vettel aka fyrir framan landa sína í Dusseldorf í Þýskalandi í dag að nýju í kappakstursmóti ökumanna, en keppa sem einstaklingar, ekki þjóð eins og í gær. Schumacher og Vettel tryggðu Þýsklandi fjórða þjóðarbikarinn á fjórum árum. Mótið í dag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hún kl. 11.45. Keppa 16 ökumenn, fyrst í riðalkeppni og síðan í útsláttarkeppni á malbikaðri braut, sem er að hluta til samhliða. "Að vinna í fjórða skipti og það í Þýskalandi var frábært, ekki síst í ljósi þess að við lá að við féllum úr leik í undnariðlinum. Áhorfendur studdu okkur vel og hvöttu okkur alla leið", sagði Schumacher, sem tryggði bikarinn með því að leggja Andy Pirlaux í hreinni úrslitaumferð eftir að staðan var jöfn. Hann gantaðist með það í beinni útsendingu að enn hefði Þýskaland unnið England og enskir ökumenn geta svarað fyrir sig í dag. "Það eru forréttindi að fá að keppa gegn Michael Schumacher og við vorum lagðir af tveimur góðum ökumönnum", sagði Pirlaux. "Ég átti góða spretti, sérstaklega á móti Sebastian Vettel, núverandi Formúlu 1 meistara, sem er ekki slæm frammistaða hjá gömlum kappaksturskappa úr sportbílakappakstri (World Touring Cars). Þetta er í þriðja árið í röð sem ég hef tapað fyrir Þýskalandi í úrslitum. Fyrst gerðist það á Wembley og svo í Bejing. Ég vildi ná þessu núna, en það er frábært að vera hér og við gerðum góða hluti", sagði Pirlaux. Jason Plato ók með Pirlaux fyrir hönd Breta í gær. Sebastian Vettel mun aka Formúlu 1 bíl sínum í sýningaratriði á mótssvæðinu í dag. "Það varð allt vitlaust þegar ég keyrði út á brautina og þetta var skemmtilegt kvöld fyrir alla, líka Michael og mig að finna þennan stuðning. En ég var heppinn að Michael var með mér í liði og skemmttileg reynsla að vinna á heimavelli", sagði Vettel. Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Michael Schumacher og Sebastian Vettel aka fyrir framan landa sína í Dusseldorf í Þýskalandi í dag að nýju í kappakstursmóti ökumanna, en keppa sem einstaklingar, ekki þjóð eins og í gær. Schumacher og Vettel tryggðu Þýsklandi fjórða þjóðarbikarinn á fjórum árum. Mótið í dag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hún kl. 11.45. Keppa 16 ökumenn, fyrst í riðalkeppni og síðan í útsláttarkeppni á malbikaðri braut, sem er að hluta til samhliða. "Að vinna í fjórða skipti og það í Þýskalandi var frábært, ekki síst í ljósi þess að við lá að við féllum úr leik í undnariðlinum. Áhorfendur studdu okkur vel og hvöttu okkur alla leið", sagði Schumacher, sem tryggði bikarinn með því að leggja Andy Pirlaux í hreinni úrslitaumferð eftir að staðan var jöfn. Hann gantaðist með það í beinni útsendingu að enn hefði Þýskaland unnið England og enskir ökumenn geta svarað fyrir sig í dag. "Það eru forréttindi að fá að keppa gegn Michael Schumacher og við vorum lagðir af tveimur góðum ökumönnum", sagði Pirlaux. "Ég átti góða spretti, sérstaklega á móti Sebastian Vettel, núverandi Formúlu 1 meistara, sem er ekki slæm frammistaða hjá gömlum kappaksturskappa úr sportbílakappakstri (World Touring Cars). Þetta er í þriðja árið í röð sem ég hef tapað fyrir Þýskalandi í úrslitum. Fyrst gerðist það á Wembley og svo í Bejing. Ég vildi ná þessu núna, en það er frábært að vera hér og við gerðum góða hluti", sagði Pirlaux. Jason Plato ók með Pirlaux fyrir hönd Breta í gær. Sebastian Vettel mun aka Formúlu 1 bíl sínum í sýningaratriði á mótssvæðinu í dag. "Það varð allt vitlaust þegar ég keyrði út á brautina og þetta var skemmtilegt kvöld fyrir alla, líka Michael og mig að finna þennan stuðning. En ég var heppinn að Michael var með mér í liði og skemmttileg reynsla að vinna á heimavelli", sagði Vettel.
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira