Aðstoðin við Grikkland talin of lítil og of sein 20. apríl 2010 12:12 Fulltrúi Þýskalands í stjórn Evrópska Seðlabankans viðraði í gær áhyggjur sínar af því að þær 30 milljarðar evra sem ESB ætlar að leggja til í aðgerðapakkann til handa Grikklandi sé alltof lítið, 80 milljarðar evra væru nær lagi. Sérfræðingar á markaði hafa tekið undir þessi sjónarmið.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að vonir standa til þess að sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) komist til Grikklands í dag til að funda með þarlendum yfirvöldum. Sendinefndin hefur líkt og svo margir aðrir þurft að láta í minni pokann gagnvart Eyjafjallajökli undanfarna daga.Þar til sendinefndin kemst til Aþenu geta samningaviðræður um aðgerðaáætlun ekki hafist og þau tíðindi fóru illa í markaði í gær, enda hafa áhyggjur af stöðu Grikklands farið stigvaxandi síðustu daga. Þessar vaxandi áhyggjur hafa sést á öllum skjálftamælum markaða.Ávöxtunarkrafa grískra ríkisskuldabréfa til 10 ára stendur í 7,6% og hefur aldrei verið hærri. Til samanburðar er krafa sambærilegra þýskra ríkisskuldabréfa nú 3,1%. Þá er skuldatryggingaálag Grikklands einnig í hámarki og stóð í 470 punktum í gær. Grísk hlutabréf hafa einnig lækkað í verði og evran hefur verið undir þrýstingi og gaf hún lítillega eftir gagnvart Bandaríkjadollar í gær.Málefni Grikklands hafa eins og kunnugt er verið mjög ráðandi í Evru/dollar gengiskrossinum það sem af er þessu ári og hefur evran síðan um áramót veikst um 10% gagnvart Bandaríkjadollar. Vaxandi fjármögnunarkostnaður Grikklands varð til þess að neyðarfundur var kallaður saman meðal fjármálaráðherra Evruríkjanna sem síðan ákváðu í samstarfi við AGS að leggja til aðgerðapakka til handa Grikklandi upp á 45 milljarða evra þar sem EU mun leggja fram 30 milljarða og AGS 15 milljarða evra.Aðgerðapakkinn á að hjálpa Grikklandi að komast fram hjá stórum gjalddögum í maí og júní og koma í veg fyrir greiðslufall. Margir óttast þó að aðgerðapakkinn sé of lítið of seint en ljóst er að staða Grikklands er orðin grafalvarleg. Skuldastaða Grikklands er nú orðin óviðunandi en fjárlagahalli síðasta árs nam 12,7% af landsframleiðslu. Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fulltrúi Þýskalands í stjórn Evrópska Seðlabankans viðraði í gær áhyggjur sínar af því að þær 30 milljarðar evra sem ESB ætlar að leggja til í aðgerðapakkann til handa Grikklandi sé alltof lítið, 80 milljarðar evra væru nær lagi. Sérfræðingar á markaði hafa tekið undir þessi sjónarmið.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að vonir standa til þess að sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) komist til Grikklands í dag til að funda með þarlendum yfirvöldum. Sendinefndin hefur líkt og svo margir aðrir þurft að láta í minni pokann gagnvart Eyjafjallajökli undanfarna daga.Þar til sendinefndin kemst til Aþenu geta samningaviðræður um aðgerðaáætlun ekki hafist og þau tíðindi fóru illa í markaði í gær, enda hafa áhyggjur af stöðu Grikklands farið stigvaxandi síðustu daga. Þessar vaxandi áhyggjur hafa sést á öllum skjálftamælum markaða.Ávöxtunarkrafa grískra ríkisskuldabréfa til 10 ára stendur í 7,6% og hefur aldrei verið hærri. Til samanburðar er krafa sambærilegra þýskra ríkisskuldabréfa nú 3,1%. Þá er skuldatryggingaálag Grikklands einnig í hámarki og stóð í 470 punktum í gær. Grísk hlutabréf hafa einnig lækkað í verði og evran hefur verið undir þrýstingi og gaf hún lítillega eftir gagnvart Bandaríkjadollar í gær.Málefni Grikklands hafa eins og kunnugt er verið mjög ráðandi í Evru/dollar gengiskrossinum það sem af er þessu ári og hefur evran síðan um áramót veikst um 10% gagnvart Bandaríkjadollar. Vaxandi fjármögnunarkostnaður Grikklands varð til þess að neyðarfundur var kallaður saman meðal fjármálaráðherra Evruríkjanna sem síðan ákváðu í samstarfi við AGS að leggja til aðgerðapakka til handa Grikklandi upp á 45 milljarða evra þar sem EU mun leggja fram 30 milljarða og AGS 15 milljarða evra.Aðgerðapakkinn á að hjálpa Grikklandi að komast fram hjá stórum gjalddögum í maí og júní og koma í veg fyrir greiðslufall. Margir óttast þó að aðgerðapakkinn sé of lítið of seint en ljóst er að staða Grikklands er orðin grafalvarleg. Skuldastaða Grikklands er nú orðin óviðunandi en fjárlagahalli síðasta árs nam 12,7% af landsframleiðslu.
Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira