Enski boltinn

Leggja Liverpool-menn af stað í rútu strax eftir West Ham leikinn?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Liverpool.
Leikmenn Liverpool. Mynd/Getty Images
Það eru fleiri lið sem þurfa að leggja í rútuferðir vegna öskufallsins úr eldgosinu úr Eyjafjallajökli heldur en Meistaradeildarliðin Barcelona og Lyon. Leikmanna Liverpool gætu þurft að fara í langlengstu rútuferðina af öllum liðum sem eru eftir í Evrópukeppnum. Þeir þurfa að komast til Madridar á Spáni þar sem liðið spilar við heimamenn í Atletico í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn.

Það eru um 2080 kílómetrar frá Liverpool til Madridar og ferðin tekur um 21 klukkutíma án stopps. Það er mun stytta fyrir Barcelona að keyra til Milanó (977 km, 9 tímar) eða fyrir Lyon að fara til Munchen (733 km, 7 tímar). Ferð Fulham frá London til Hamborgar eru síðan upp á 927 kílómetra en þar fer fram hinn undanúrslitaleikinn í Evrópudeildinni.

UEFA er ekki búið að gefa það formlega út hvort leikmenn ensku liðanna verði að keyra til meginlands Evrópu ef ekki finnst flug en það þykir mjög líklegt þar sem Meistaradeildarliðunum var skipað að koma sér á staðinn þó að öll flug lægju niðri.

Það er líklegast að Liverpool-liðið keyri þessa 2080 kílómetra í tveimur törnum og vegna þess gæti liðið þurft að leggja í hann strax eftir West Ham leikinn í kvöld. Þurfi liðið að keyra til baka verður liðið líka komið heim rétt í tíma fyrir næsta deildarleik sem er á útivelli á móti Burnley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×