Hamilton ánægður þrátt fyrir áminningu 12. nóvember 2010 20:25 Lewis Hamilton í sólsetrinu í Abu Dhabi í dag. Mynd: Getty Images/Clive Mason Lewis Hamilton hjá McLaren var fljótastur á æfingum Formúlu 1 liða í Abu Dhabi í dag, en toppmennirnir í stigaslagnum um titilinn voru honum næstir. Hamilton fékk áminningu frá dómurum eftir æfingarnar tvær í dag. "Ég er mjög, mjög ánægður. Við höfum vonast eftir að afturvængurinn myndi virka betur, en hann hefur ekki virskað síðan á Suzuka (Japan) og hann er loksins að virka. Það er stór plús fyrir okkur", sagði Hamilton eftir æfingarnar í dag í frétt á autosport.com. Hamilton er á lyfjun vegna lasleika, en kvaðst hafa liðið vel um borð í bílnum, sem hafi virkað vel. Tímatakan er á laugardag og mikilvægt fyrir Hamilton að vera sem fremst á ráslínu. "Ég er vongóður, en þetta verður erfitt. Red Bull gæti verið hálfri sekúndu á undan eins og oft áður, en við erum nær en áður", sagði Hamilton. Red Bull ökumennirnir Sebastian Vettel og Mark Webber hafa náð 14 af 18 ráspólum á þessu ári, þ.e. verið fremstir á ráslínu. Hamilton fékk áminningu frá dómurum eftir að hafa nærri lenti í árekstri við Bruno Senna og strikað yfir hvíta línu sem afmarkar innakstur á þjónustusvæðið í Abu Dhabi. Lokaæfing keppnisliða í Abu Dhabi er sýnd beint kl. 09.55 á Stöð 2 Sport á laugardag og tímatakan í opinni dagskrá kl. 12.45. Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren var fljótastur á æfingum Formúlu 1 liða í Abu Dhabi í dag, en toppmennirnir í stigaslagnum um titilinn voru honum næstir. Hamilton fékk áminningu frá dómurum eftir æfingarnar tvær í dag. "Ég er mjög, mjög ánægður. Við höfum vonast eftir að afturvængurinn myndi virka betur, en hann hefur ekki virskað síðan á Suzuka (Japan) og hann er loksins að virka. Það er stór plús fyrir okkur", sagði Hamilton eftir æfingarnar í dag í frétt á autosport.com. Hamilton er á lyfjun vegna lasleika, en kvaðst hafa liðið vel um borð í bílnum, sem hafi virkað vel. Tímatakan er á laugardag og mikilvægt fyrir Hamilton að vera sem fremst á ráslínu. "Ég er vongóður, en þetta verður erfitt. Red Bull gæti verið hálfri sekúndu á undan eins og oft áður, en við erum nær en áður", sagði Hamilton. Red Bull ökumennirnir Sebastian Vettel og Mark Webber hafa náð 14 af 18 ráspólum á þessu ári, þ.e. verið fremstir á ráslínu. Hamilton fékk áminningu frá dómurum eftir að hafa nærri lenti í árekstri við Bruno Senna og strikað yfir hvíta línu sem afmarkar innakstur á þjónustusvæðið í Abu Dhabi. Lokaæfing keppnisliða í Abu Dhabi er sýnd beint kl. 09.55 á Stöð 2 Sport á laugardag og tímatakan í opinni dagskrá kl. 12.45.
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira