Skil einfaldlega ekki hver getur gert svona 20. ágúst 2010 06:00 Fjöldi fólks hefur komið að heimili Hannesar Þórs Helgasonar að Háabergi og vottað hinum látna virðingu sína með því að leggja blóm á tröppurnar. Í gærkvöldi loguðu þar líka friðarljós. Mynd/Stefán „Ég skil einfaldlega ekki hver getur gert svona. Ég bara sit og bíð eftir því að þessi manneskja finnist," segir unnusta Hannesar Þórs Helgasonar í samtali við Fréttablaðið. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Það var unnusta Hannesar sem kom að honum látnum á heimili hans um hádegi á sunnudag. Hún segir erfitt að útskýra líðan sína við aðstæður sem þessar og hún hafi hvorki náð að hvílast né sofa mikið síðan atvikið varð. Hannesi var ráðinn bani með hníf og var hann stunginn margsinnis og skorinn. Mikið blóð var á vettvangi og aðkoman skelfileg, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Áverkar á líkinu benda til að um mikla heift hafi verið að ræða og eindreginn tilgangur ódæðismannsins að myrða hann. Morðvopnið er ófundið. Rannsókn lögreglu er enn í fullum gangi og er hún ein sú viðamesta sem hefur átt sér stað hér á landi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær bað fjölskylda Hannesar almenning um aðstoð við lausn málsins og þakkaði þann hlýhug sem henni hefur verið sýndur við fráfall hans. „Ég bið þjóðina um allt það sem hún kann að vita til þess að leysa þetta hörmulega mál," sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar, í gærkvöldi. Séra Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir málið afar sorglegt og hafa áhrif á alla. „Það eru allir að fylgjast með þessu og það er erfitt fyrir fólk að hafa þetta hangandi yfir sér. Menn eru mikið að velta vöngum." Þórhallur segist hafa hvatt fólk til þess að gefa lögreglunni tíma og frið til að vinna sína vinnu og reynt að blása á þær sögusagnir sem hafa komið upp eftir atvikið. „Menn eru að eltast við þær hér í bænum eins og annars staðar. Við erum lítið samfélag." Hann segir fermingarbörn mikið velta sér upp úr málinu. „Við finnum á þeim að það er mikið verið að tala um þetta heima við," segir hann. „Svona harmleikur hefur ekki átt sér stað hér á landi í langan tíma og fólk ætti að fara varlega í að blása upp glæður með hræðslu og flökkusögum. Það er ekki neinum til góðs." Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við morðið en ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim og þeir látnir lausir. - sv, jss Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
„Ég skil einfaldlega ekki hver getur gert svona. Ég bara sit og bíð eftir því að þessi manneskja finnist," segir unnusta Hannesar Þórs Helgasonar í samtali við Fréttablaðið. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Það var unnusta Hannesar sem kom að honum látnum á heimili hans um hádegi á sunnudag. Hún segir erfitt að útskýra líðan sína við aðstæður sem þessar og hún hafi hvorki náð að hvílast né sofa mikið síðan atvikið varð. Hannesi var ráðinn bani með hníf og var hann stunginn margsinnis og skorinn. Mikið blóð var á vettvangi og aðkoman skelfileg, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Áverkar á líkinu benda til að um mikla heift hafi verið að ræða og eindreginn tilgangur ódæðismannsins að myrða hann. Morðvopnið er ófundið. Rannsókn lögreglu er enn í fullum gangi og er hún ein sú viðamesta sem hefur átt sér stað hér á landi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær bað fjölskylda Hannesar almenning um aðstoð við lausn málsins og þakkaði þann hlýhug sem henni hefur verið sýndur við fráfall hans. „Ég bið þjóðina um allt það sem hún kann að vita til þess að leysa þetta hörmulega mál," sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar, í gærkvöldi. Séra Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir málið afar sorglegt og hafa áhrif á alla. „Það eru allir að fylgjast með þessu og það er erfitt fyrir fólk að hafa þetta hangandi yfir sér. Menn eru mikið að velta vöngum." Þórhallur segist hafa hvatt fólk til þess að gefa lögreglunni tíma og frið til að vinna sína vinnu og reynt að blása á þær sögusagnir sem hafa komið upp eftir atvikið. „Menn eru að eltast við þær hér í bænum eins og annars staðar. Við erum lítið samfélag." Hann segir fermingarbörn mikið velta sér upp úr málinu. „Við finnum á þeim að það er mikið verið að tala um þetta heima við," segir hann. „Svona harmleikur hefur ekki átt sér stað hér á landi í langan tíma og fólk ætti að fara varlega í að blása upp glæður með hræðslu og flökkusögum. Það er ekki neinum til góðs." Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við morðið en ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim og þeir látnir lausir. - sv, jss
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira