Helgi í Góu: Hannes lifir lengur með okkur 28. október 2010 18:54 Hannes Þór Helgason, sem var myrtur í Hafnarfirði um miðjan ágúst, skildi eftir sig son sem nú er ársgamall. Fjölskylda Hannesar vissi ekki af þessu fyrr en nýlega en afinn segir litla drenginn ljós í myrkrinu. Með þessu lifi Hannes lengur með fjölskyldunni. Hannes Þór kynntist móður drengsins, sem er frá Eistlandi, þegar hún var við störf hér á landi. Skömmu eftir að hann lést setti hún sig í samband við fjölskyldu Hannesar og færði þeim þessar fréttir. Búið er að staðfesta að Hannes sé faðir barnsins. Móðirin er nú heimsókn hér á landi hjá fjölskyldunni en faðir Hannesar, Helgi Vilhjálmsson í Góu, er augljólega afar stoltur af litla afabarninu „Hann heitir Siimm," segir Helgi. „Maður getur varla sagt þetta. Ef hann hefði verið skírður hér ætli hann héti þá ekki Helgi eða Jón eða eitthvað," segir Helgi og hlær. Undanfarnir mánuðir hafa verið fjölskyldunni afar erfiðir og þetta voru því gleðifréttir sem bárust frá Eistlandi. „Það er engin spurning að þetta eru mjög góðar og skemmtilegar fréttir. Það er mikið búið að og ég vil nota tækifærið og þakka þjóðinni fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið," segir Helgi. Litli drengurinn og móðir hans verða hér landi næstu daga en svo er framtíðin óráðin. Nú styttist í að lögreglan ljúki rannsókn sinni á morðinu á Hannesi. Játning liggur fyrir og það sér fyrri endann á málinu. „Þessu líkur kannski aldrei hjá manni. Það má ekki gleyma því að það er hryllingur að lenda í svona og ég vona að það lendi engin í svonalöguðu," segir Helgi. Hann hefur ekki ákveðið hvort hann verður viðstaddur réttarhöldin í málinu. „Þetta var það mikill hryllingur að hann getur ekkert orðið verri." Þeir feðgar Helgi og Hannes voru afar nánir og unnu meðal annars saman hjá fjölskyldurfyrirtækinu. Helgi vonar að Siimm litli verði líka stór hluti af fjölskyldunni. Hann sé ljós í myrkrinu. „Það er gaman að sjá þetta ljós og þá lifir hann með okkur lengur." Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Hannes Þór Helgason, sem var myrtur í Hafnarfirði um miðjan ágúst, skildi eftir sig son sem nú er ársgamall. Fjölskylda Hannesar vissi ekki af þessu fyrr en nýlega en afinn segir litla drenginn ljós í myrkrinu. Með þessu lifi Hannes lengur með fjölskyldunni. Hannes Þór kynntist móður drengsins, sem er frá Eistlandi, þegar hún var við störf hér á landi. Skömmu eftir að hann lést setti hún sig í samband við fjölskyldu Hannesar og færði þeim þessar fréttir. Búið er að staðfesta að Hannes sé faðir barnsins. Móðirin er nú heimsókn hér á landi hjá fjölskyldunni en faðir Hannesar, Helgi Vilhjálmsson í Góu, er augljólega afar stoltur af litla afabarninu „Hann heitir Siimm," segir Helgi. „Maður getur varla sagt þetta. Ef hann hefði verið skírður hér ætli hann héti þá ekki Helgi eða Jón eða eitthvað," segir Helgi og hlær. Undanfarnir mánuðir hafa verið fjölskyldunni afar erfiðir og þetta voru því gleðifréttir sem bárust frá Eistlandi. „Það er engin spurning að þetta eru mjög góðar og skemmtilegar fréttir. Það er mikið búið að og ég vil nota tækifærið og þakka þjóðinni fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið," segir Helgi. Litli drengurinn og móðir hans verða hér landi næstu daga en svo er framtíðin óráðin. Nú styttist í að lögreglan ljúki rannsókn sinni á morðinu á Hannesi. Játning liggur fyrir og það sér fyrri endann á málinu. „Þessu líkur kannski aldrei hjá manni. Það má ekki gleyma því að það er hryllingur að lenda í svona og ég vona að það lendi engin í svonalöguðu," segir Helgi. Hann hefur ekki ákveðið hvort hann verður viðstaddur réttarhöldin í málinu. „Þetta var það mikill hryllingur að hann getur ekkert orðið verri." Þeir feðgar Helgi og Hannes voru afar nánir og unnu meðal annars saman hjá fjölskyldurfyrirtækinu. Helgi vonar að Siimm litli verði líka stór hluti af fjölskyldunni. Hann sé ljós í myrkrinu. „Það er gaman að sjá þetta ljós og þá lifir hann með okkur lengur."
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira