Innlent

Systur Hannesar andvígar lokuðu þinghaldi

Systur Hannesar voru viðstaddar þingfestingu málsins í dag.
Systur Hannesar voru viðstaddar þingfestingu málsins í dag. MYND/Vilhelm

Systur Hannesar Þórs Helgasonar, sem myrtur var á heimili sínu í ágúst síðastliðinn eru andvígar því að þinghald yfir Gunnari Rúnari Sigþórssyni grunuðum morðingja Hannesar verði haldið fyrir luktum dyrum.

Lögmaður Gunnars Rúnars fór fram á þetta við þingfestingu málsins í héraðsdómi Reykjaness í dag. Systurnar voru viðstaddar þingfestinguna og sátu á fremsta bekk. Aðspurðar hvort ekki væri erfitt að sitja þinghaldið sögðu þær að erfitt væri ekki nógu sterkt orð.

Hvað varðar beiðni Gunnars um að hafa þinghaldið lokað sögðu þær skrítið ef verja ætti sakborninginn. „Það er ekki verið að hugsa um okkur. Það er skrítið að hlífa honum enda kallaði hann þetta yfir sig."

Dómarinn tók sér frest til 21. desember til þess að taka ákvörðun um hvort þinghald verði lokað eða ekki.



















MYND/Vilhelm
MYND/Vilhelm
MYND/Vilhelm
MYND/Vilhelm
MYND/Vilhelm
MYND/Vilhelm
MYND/Vilhelm

Tengdar fréttir

Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“

Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×