Fækkað um 1.240 á einu ári 18. ágúst 2010 04:00 Landsmönnum fækkaði um 0,4 prósent frá 1. júlí í fyrra til 1. júlí í ár. Þeta er í fyrsta sinn sem landsmönnum fækkar á einu ári síðan árið 1888 þegar töluverður hópur Íslendinga fluttist vestur um haf til Ameríku. Þá fækkaði landsmönnum um 1.724 frá árinu 1887 eða um 2,4 prósent. Landsmenn voru 318.006 1. júlí 2010 en voru 319.246 ári fyrr. Íbúum á landinu fækkaði því um 1.240 á einu ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Íbúum fækkaði í öllum landshlutum nema Norðurlandi-eystra á tímabilinu. Þar fjölgaði íbúum um 103 eða 0,4 prósent. Mest var fækkunin á Suðurnesjum eða 1,6 prósent en á Suðurlandi og á Vestfjörðum fækkaði íbúum um 1,5 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði íbúum um 248 milli ára eða 0,1 prósent. Þar búa nú 63,6 prósent þjóðarinnar. Í Reykjavík fækkaði íbúum um 533 og í Hafnarfirði um 172 en í Kópavogi fjölgaði íbúum um 151 milli ára. Íslendingar eru vel í sveit settir hvað varðar heimildir um mannfjölda, en til þessara heimilda teljast manntöl og kirkjubækur, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Þannig telst elsta íslenska manntalið, sem unnið var upp úr Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703, vera fyrsta heildarmanntalið í heiminum. Fram til ársins 1888 var fólksfækkun síður en svo óalgeng á Íslandi og höfðu farsóttir, veðurfar og hamfarir mest um það að segja að ógleymdum Vesturferðunum á seinni hluta 19. aldar.- mþl Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Landsmönnum fækkaði um 0,4 prósent frá 1. júlí í fyrra til 1. júlí í ár. Þeta er í fyrsta sinn sem landsmönnum fækkar á einu ári síðan árið 1888 þegar töluverður hópur Íslendinga fluttist vestur um haf til Ameríku. Þá fækkaði landsmönnum um 1.724 frá árinu 1887 eða um 2,4 prósent. Landsmenn voru 318.006 1. júlí 2010 en voru 319.246 ári fyrr. Íbúum á landinu fækkaði því um 1.240 á einu ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Íbúum fækkaði í öllum landshlutum nema Norðurlandi-eystra á tímabilinu. Þar fjölgaði íbúum um 103 eða 0,4 prósent. Mest var fækkunin á Suðurnesjum eða 1,6 prósent en á Suðurlandi og á Vestfjörðum fækkaði íbúum um 1,5 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði íbúum um 248 milli ára eða 0,1 prósent. Þar búa nú 63,6 prósent þjóðarinnar. Í Reykjavík fækkaði íbúum um 533 og í Hafnarfirði um 172 en í Kópavogi fjölgaði íbúum um 151 milli ára. Íslendingar eru vel í sveit settir hvað varðar heimildir um mannfjölda, en til þessara heimilda teljast manntöl og kirkjubækur, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Þannig telst elsta íslenska manntalið, sem unnið var upp úr Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703, vera fyrsta heildarmanntalið í heiminum. Fram til ársins 1888 var fólksfækkun síður en svo óalgeng á Íslandi og höfðu farsóttir, veðurfar og hamfarir mest um það að segja að ógleymdum Vesturferðunum á seinni hluta 19. aldar.- mþl
Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent