Horner: Vonbrigði fyrir Webber að ná ekki takmarkinu 29. nóvember 2010 14:53 Christian Horner, Sebastian Vettel, Adrian Newey og Mark Webber á leið á fréttamannafund í Austturríki og móttöku hjá Red Bull liðinu á dögunum. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Christian Horner hjá Red Bull telur að Mark Webber, liðsmaður Red Bull endurhlaði batteríin í vetur og mæti klár í titilslaginn 2011, eftir að hafa misst af titlinum í ár. Liðsfélagi hans, Sebastian Vettel varð meistari í ár og tryggði titilinn í lokamótinu. Horner heimsótti höfuðstöðvar Haymarket fyrir helgina, en það fyrirtæki rekur m.a. autosport.com og segir í frétt á þeim vef að Horner hafi verið spurður um hvort Webber hefði það í sér að keppa að öðrum titili. "Algjörlega. Ég sé ekki ástæðu til annars. Hann ók mjög vel. Hann stóð sig vel á sérlega erfiðu ári og hann mun taka með sér veganesti lærdóms frá 2010, sem hann mun byggja á 2011", sagði Horner. "Ég held að hann muni taka sér tíma til að skoða málin, en þegar hann leggur kalt mat á árið, þá getur hann verið stoltur af því sem hann hefur náð. Hann vann fjögur mót, m.a. í Mónakó sem er alltaf reisn yfir. Hann var frábær þar og hann var titilslagnum fram á síðsta mót." Horner segir að það muni taka tíma fyrir Webber að komast yfir vonbrigðin sem fylgja því að landa ekki titlinum. "Það eru margir af fimmenningunum sem voru að keppa um titilinn, sem geta spáð í ef og hefði og leiddu meistaramótið frá einum tíma til annars. Sebastian leiddi bara mótið eftir keppnina í Abu Dhabi. Mark var fyrstur í nokkra mánuði í sumar. Vitanlega eru vonbrigði að hafa ekki náð takmarkinu, en ég tel að hann hafi ekið vel. Hann mun hlaða batteríin og mæta aftur og verða jafn samkeppnisfær og áður", sagði Horner. Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Christian Horner hjá Red Bull telur að Mark Webber, liðsmaður Red Bull endurhlaði batteríin í vetur og mæti klár í titilslaginn 2011, eftir að hafa misst af titlinum í ár. Liðsfélagi hans, Sebastian Vettel varð meistari í ár og tryggði titilinn í lokamótinu. Horner heimsótti höfuðstöðvar Haymarket fyrir helgina, en það fyrirtæki rekur m.a. autosport.com og segir í frétt á þeim vef að Horner hafi verið spurður um hvort Webber hefði það í sér að keppa að öðrum titili. "Algjörlega. Ég sé ekki ástæðu til annars. Hann ók mjög vel. Hann stóð sig vel á sérlega erfiðu ári og hann mun taka með sér veganesti lærdóms frá 2010, sem hann mun byggja á 2011", sagði Horner. "Ég held að hann muni taka sér tíma til að skoða málin, en þegar hann leggur kalt mat á árið, þá getur hann verið stoltur af því sem hann hefur náð. Hann vann fjögur mót, m.a. í Mónakó sem er alltaf reisn yfir. Hann var frábær þar og hann var titilslagnum fram á síðsta mót." Horner segir að það muni taka tíma fyrir Webber að komast yfir vonbrigðin sem fylgja því að landa ekki titlinum. "Það eru margir af fimmenningunum sem voru að keppa um titilinn, sem geta spáð í ef og hefði og leiddu meistaramótið frá einum tíma til annars. Sebastian leiddi bara mótið eftir keppnina í Abu Dhabi. Mark var fyrstur í nokkra mánuði í sumar. Vitanlega eru vonbrigði að hafa ekki náð takmarkinu, en ég tel að hann hafi ekið vel. Hann mun hlaða batteríin og mæta aftur og verða jafn samkeppnisfær og áður", sagði Horner.
Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira