Óhagstæð skattalög stöðva gagnaverin 2. desember 2010 04:30 Gagnaver Aðstæður á Íslandi þykja heppilegar fyrir rekstur gagnavera, meðal annars vegna þess að raforka er ódýr og umhverfisvæn og loftslagið er kalt. Skattalegt umhverfi er ekki jafn hagstætt.Nordicphotos/AFP Gera þarf miklar breytingar á frumvarpi fjármálaráðherra til að það nái því markmiði að gera samkeppnisstöðu gagnavera hér á landi sambærilega við gagnaver í ríkjum Evrópusambandsins, segir Friðrik Þór Snorrason, formaður Samtaka íslenskra gagnaversfyrirtækja. Þrjú atriði í lögum um virðisaukaskatt standa nú í vegi fyrir opnun gagnavera, segir Friðrik. Öll snúa þau að skattlagningu á viðskiptavini gagnaveranna, ekki verin sjálf. Þar er í fyrsta lagi um skattlagningu að ræða á búnað sem fyrirtæki sem fái hýsingu hjá gagnaverunum flytji til landsins. Í öðru lagi kröfur um að fyrirtæki sem hér fái hýsingu stofni fyrirtæki um reksturinn hér á landi. Í þriðja lagi er um skattlagningu að ræða á þjónustu við viðskiptavini erlendis. Í öllum tilvikum er íslensk löggjöf óhagstæðari gagnaverum en löggjöf ESB, segir Friðrik. Frumvarp fjármálaráðherra tekur aðeins á síðastnefnda atriðinu, en gengur ekki nægilega langt, segir Friðrik. „Það er allt stopp hér þar til þetta verður lagað. Þau gagnaver sem hafa laðað viðskiptavini til landsins hafa gert það með þeim formerkjum að þetta verði bætt,“ segir Friðrik. Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður Verne Holding, segir að þar til lögunum verði breytt sé ekki hægt að selja þjónustu íslenskra gagnavera. Kostnaður viðskiptavina íslenskra gagnavera verði mun meiri en viðskiptavina gagnavera í ríkjum ESB. Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um virðisaukaskatt er nú hjá efnahags- og skattanefnd Alþingis, sem mun óska eftir umsögnum frá hagsmunaaðilum. Kristján L. Möller, formaður iðnarnefndar Alþingis, segir að nefndin muni fylgjast með framgangi málsins og kalla fulltrúa gagnaveranna á sinn fund til að heyra í þeim hljóðið. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu Sjá meira
Gera þarf miklar breytingar á frumvarpi fjármálaráðherra til að það nái því markmiði að gera samkeppnisstöðu gagnavera hér á landi sambærilega við gagnaver í ríkjum Evrópusambandsins, segir Friðrik Þór Snorrason, formaður Samtaka íslenskra gagnaversfyrirtækja. Þrjú atriði í lögum um virðisaukaskatt standa nú í vegi fyrir opnun gagnavera, segir Friðrik. Öll snúa þau að skattlagningu á viðskiptavini gagnaveranna, ekki verin sjálf. Þar er í fyrsta lagi um skattlagningu að ræða á búnað sem fyrirtæki sem fái hýsingu hjá gagnaverunum flytji til landsins. Í öðru lagi kröfur um að fyrirtæki sem hér fái hýsingu stofni fyrirtæki um reksturinn hér á landi. Í þriðja lagi er um skattlagningu að ræða á þjónustu við viðskiptavini erlendis. Í öllum tilvikum er íslensk löggjöf óhagstæðari gagnaverum en löggjöf ESB, segir Friðrik. Frumvarp fjármálaráðherra tekur aðeins á síðastnefnda atriðinu, en gengur ekki nægilega langt, segir Friðrik. „Það er allt stopp hér þar til þetta verður lagað. Þau gagnaver sem hafa laðað viðskiptavini til landsins hafa gert það með þeim formerkjum að þetta verði bætt,“ segir Friðrik. Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður Verne Holding, segir að þar til lögunum verði breytt sé ekki hægt að selja þjónustu íslenskra gagnavera. Kostnaður viðskiptavina íslenskra gagnavera verði mun meiri en viðskiptavina gagnavera í ríkjum ESB. Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um virðisaukaskatt er nú hjá efnahags- og skattanefnd Alþingis, sem mun óska eftir umsögnum frá hagsmunaaðilum. Kristján L. Möller, formaður iðnarnefndar Alþingis, segir að nefndin muni fylgjast með framgangi málsins og kalla fulltrúa gagnaveranna á sinn fund til að heyra í þeim hljóðið. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu Sjá meira