Webber og Red Bull stjórar hreinsuðu andrúmsloftið 15. júlí 2010 10:57 Mark Webber með liðsmönnum Red Bull eftir mótið á Silverstone. Mynd: Getty Images Mark Webber tilkynnti á vefsíðu sinni í dag að hann og yfirmenn Red Bull hafi rætt það sem kom upp í Silverstone kappakstrinum um síðustu helgi og andrúmsloftið á milli aðila hafi verið hreinsað. Autosport.com greinir frá þess í dag og lausleg þýðing á ummælum hans fylgir hér að neðan. Webber segir í fréttinni sem er að stærstum hluta tekinn af vefsíðu hans að vonbrigði hans með þjónustu liðsins fyrir tímatökuna á laugardag hafi haft áhrif á hann á sunnudeginum. Vængur var tekinn undan bíl hans og settur á bíl Vettels. "Sebastian fékk vænginn vegna ástæðna sem voru ekki skilgreindar fyrir mér fyrr en seint á laugardag. Auðvitað get ég skilið að sá sem er oftar stigum fái betri þjónustu, ef sú staða kemur upp að það eru bara til búnaður fyrir annan okkar. Við höfum hreinsað andrúmsloftið og það er ljóst hér eftir að ef svo ólíklega vill til að ekki er til sami búnaður á báða bíla (nýr) þá fær sá sem er ofar í stigamótinu nýjungina", sagði Webber. Webber gat þess líka að kannski hafi ummæli hans um að árangur hans væri ekki slæmur fyrir ökumann númer tvö hjá liðinu hefði ekki verið sem best ummæli. "Auðvitað segir maður hluti í hita augnabliksins, sem trúlega hefði ekki átt að segja. Formúlu 1 er háspennu íþrótt og tilfinningar og adrenalín er í hámarki, eins og í öðrum íþróttum. Ummæli mín í talkerfið er dæmi um ástralska kaldhæðni. Það má taka þau á tvo vega, jákvætt eða neikvætt." Webber gat þess að hann og Christian Horner væru góðir vinir til margra ára og gagnkvæm virðing ríkti á milli þeirra og ekkert væri að samskiptum hans og Sebastian Vettel. Liðsmenn Red Bull fögnuðu sigrinum á sunnudagskvöld í partíi hjá Horner. "Ég er með góðan liðsfélaga og nýt virðingar liðsins. Við deilum upplýsingum og við Sebastian erum ekki óvnir. Við erum bara ökumenn sem vilja ná sem bestum árangri. Svo einfalt er það. Úrslitin á Silverstone voru frábær fyrir mig og liðið. Tíminn líður hratt og það dugar ekki að horfa í baksýnisspeglanna. Við horfum fram veginn", sagði Webber. Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Mark Webber tilkynnti á vefsíðu sinni í dag að hann og yfirmenn Red Bull hafi rætt það sem kom upp í Silverstone kappakstrinum um síðustu helgi og andrúmsloftið á milli aðila hafi verið hreinsað. Autosport.com greinir frá þess í dag og lausleg þýðing á ummælum hans fylgir hér að neðan. Webber segir í fréttinni sem er að stærstum hluta tekinn af vefsíðu hans að vonbrigði hans með þjónustu liðsins fyrir tímatökuna á laugardag hafi haft áhrif á hann á sunnudeginum. Vængur var tekinn undan bíl hans og settur á bíl Vettels. "Sebastian fékk vænginn vegna ástæðna sem voru ekki skilgreindar fyrir mér fyrr en seint á laugardag. Auðvitað get ég skilið að sá sem er oftar stigum fái betri þjónustu, ef sú staða kemur upp að það eru bara til búnaður fyrir annan okkar. Við höfum hreinsað andrúmsloftið og það er ljóst hér eftir að ef svo ólíklega vill til að ekki er til sami búnaður á báða bíla (nýr) þá fær sá sem er ofar í stigamótinu nýjungina", sagði Webber. Webber gat þess líka að kannski hafi ummæli hans um að árangur hans væri ekki slæmur fyrir ökumann númer tvö hjá liðinu hefði ekki verið sem best ummæli. "Auðvitað segir maður hluti í hita augnabliksins, sem trúlega hefði ekki átt að segja. Formúlu 1 er háspennu íþrótt og tilfinningar og adrenalín er í hámarki, eins og í öðrum íþróttum. Ummæli mín í talkerfið er dæmi um ástralska kaldhæðni. Það má taka þau á tvo vega, jákvætt eða neikvætt." Webber gat þess að hann og Christian Horner væru góðir vinir til margra ára og gagnkvæm virðing ríkti á milli þeirra og ekkert væri að samskiptum hans og Sebastian Vettel. Liðsmenn Red Bull fögnuðu sigrinum á sunnudagskvöld í partíi hjá Horner. "Ég er með góðan liðsfélaga og nýt virðingar liðsins. Við deilum upplýsingum og við Sebastian erum ekki óvnir. Við erum bara ökumenn sem vilja ná sem bestum árangri. Svo einfalt er það. Úrslitin á Silverstone voru frábær fyrir mig og liðið. Tíminn líður hratt og það dugar ekki að horfa í baksýnisspeglanna. Við horfum fram veginn", sagði Webber.
Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira