Timo Glock 100% áfram hjá Virgin 3. desember 2010 14:18 Þrír stoltir þýskir ökumenn í knattspyrnu landsliðsbúning Þýskalands fyrir kanadíska Formúlu 1 kappaksturinn í sumar, þeir Timo Glock, Nico Hulkenberg og Sebastian Vettel. Þeir studdu sitt land á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem var í sumar. Mynd: Vladimir Rys/Bongarts/Getty Images) Timo Glock frá Þýskalandi telur að hann verði áfram hjá Virgin liðinu á næsta ári, sem er nú að hluta til í eigu rússneska bílaframleiðandans Marussia. Glock var ekki tilkynntur sem ökumaður Virgin á ökumannslista FIA í vikunni. Glock segir í frétt á autosport.com, sem vitnar í heimasíðu keppnisliðs Virgin að hann verði 100% áfram hjá Virgin, eða Marussia Virgin, eins og liðið verður trúlega kallað fullu nafni á næsta ári. "Það er ekki bara 99.9% öruggt að ég verði áfram. Ég er 100% viss um að ég verð áfram. Ég hef verið með langtímasamning frá upphafi og ég er að þessu til að byggja upp lið til framíðar", sagði Glock, Glock segir að Virgin menn hafi lært mikið á árinu og starfsmenn hafi gefið blóð svita og tár í verkefnið. Það hafa ekki allir séð þetta með sömu augum og ég og hafa verið gagnrýnir á liðið. Hann bíður þess að sjá hver verður ökumaður við hlið hans á næsta ári, en væntir frétta í desember, jafnvel fyrir jól. Glock segir að keppnistímabilið hafi verið erfitt. "Árið 2010 var erfið þolraun, en við komumst í gegnum þetta og gaf mér mikið. Það gekk ekki allt eins og í sögu. Ég er metnaðarfullur ökumaður og viðurkenni að stundum var þetta erfitt vegna þess, en ég vissi að þegar ég réð mig til liðsins að hlutirnir gætu verið erfiðir. Það kom því ekki á óvart. Við erum að byggja frá grunni. Það var ekkert lið, engin aðstaða og ekki bíll frá fyrra ári til að byggja á." "Við þurftum að gera allt upp á eigin spýtur á innan við ári. Svo fóru menn nokkuð byltingarkennda leið í hönnun VR-01 bílsins. Ef við skoðum tímabilið út frá því, þá höfum náð nokkuð markverðum árangri", sagði Glock. Mest lesið Leik lokið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Timo Glock frá Þýskalandi telur að hann verði áfram hjá Virgin liðinu á næsta ári, sem er nú að hluta til í eigu rússneska bílaframleiðandans Marussia. Glock var ekki tilkynntur sem ökumaður Virgin á ökumannslista FIA í vikunni. Glock segir í frétt á autosport.com, sem vitnar í heimasíðu keppnisliðs Virgin að hann verði 100% áfram hjá Virgin, eða Marussia Virgin, eins og liðið verður trúlega kallað fullu nafni á næsta ári. "Það er ekki bara 99.9% öruggt að ég verði áfram. Ég er 100% viss um að ég verð áfram. Ég hef verið með langtímasamning frá upphafi og ég er að þessu til að byggja upp lið til framíðar", sagði Glock, Glock segir að Virgin menn hafi lært mikið á árinu og starfsmenn hafi gefið blóð svita og tár í verkefnið. Það hafa ekki allir séð þetta með sömu augum og ég og hafa verið gagnrýnir á liðið. Hann bíður þess að sjá hver verður ökumaður við hlið hans á næsta ári, en væntir frétta í desember, jafnvel fyrir jól. Glock segir að keppnistímabilið hafi verið erfitt. "Árið 2010 var erfið þolraun, en við komumst í gegnum þetta og gaf mér mikið. Það gekk ekki allt eins og í sögu. Ég er metnaðarfullur ökumaður og viðurkenni að stundum var þetta erfitt vegna þess, en ég vissi að þegar ég réð mig til liðsins að hlutirnir gætu verið erfiðir. Það kom því ekki á óvart. Við erum að byggja frá grunni. Það var ekkert lið, engin aðstaða og ekki bíll frá fyrra ári til að byggja á." "Við þurftum að gera allt upp á eigin spýtur á innan við ári. Svo fóru menn nokkuð byltingarkennda leið í hönnun VR-01 bílsins. Ef við skoðum tímabilið út frá því, þá höfum náð nokkuð markverðum árangri", sagði Glock.
Mest lesið Leik lokið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira