Enski boltinn

Chelsea með Torres og Kaka á óskalistanum

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Er Kaka á leið til Chelsea?
Er Kaka á leið til Chelsea?

Kaka, leikmaður Real Madrid, er talinn vera á leið til Chelsea sem og framherji Liverpool Fernando Torres. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur sannfært Roman Abrohimovic, eiganda liðsins, um að hann verði að styrkja liðið.

Chelsea er reiðubúið að greiða 50 milljónir punda fyrir Kaka en liðið reynir nú að finna rétta leikmanninn til að fylla skörð Joe Cole og Michael Ballack sem farnir eru frá félaginu.

Kaka hefur gefið í skyn um að hann hafi áhyggjur af því að leikstíll Jose Mourinho, þjálfara Real Madrid, hennti honum ekki og þess vegna gæti farið svo að hann yfirgefi Madrídarliðið eftir aðeins eitt tímabil.

Ancelotti er einnig með augun á Fernando Torres en framtíð hans hefur verið mikið í umræðunni í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×