Snilli Newey gæfa Red Bull 21. maí 2010 15:14 Adrian Newey með Mark Webber og Sebastian Vettel á verðaunapallinum í Malasíu, en þeir hafa forystu í stigamóti ökumanna og Red Bull´ i keppni bílasmiða. Mynd: Getty Images Frank Williams, eigandi Williams liðsins telur að erfitt verði fyrir keppinauta Red Bull að skáka liðinu í ár. Adrian Newey hafi hannað afburðarbíl undir þá Mark Webber og Sebastian Vettel. Williams réði Newey til starfa árið 1990 og vann með honum til 1995. Hann vann síðan með McLaren áður en hann skipti til Red Bull, sem þá var lítið lið að taka sín frumspor í Formúlu 1. "Það var ljóst þegar hann vann hjá okkur að hann vissi hvað hann var að gera. Það fór ekkert drasl í prófun í vindgöngum. Hann er með náttúrulega hæfileika", sagði Williams í samtali við autosport.com. Webber og Vettel eru í efsta sæti stigamótsins, en Webber hefur unnið tvö síðustu móti og af talsverðu öryggi. Newey er hógvær varðandi velgengi liðsins. "Liðið hefur náð stórgóðum árangri og mikilvægt að við höldum slagkraftinum. Ég er hættur að spá fyrir um á hvaða brautum bíll okkar er góður og ekki. Við höfum reynst fljótir alls staðar", sagði Newey "Það hafa verið miklar reglubreytingar í gangi og það sýndi sig í fyrra á bíllinn sem er fljótastur í upphafi, þarf ekki endilega að vera sá fljótasti í lok ársins. Við verðum í það minnsta að vera jafnfljótir og keppinautarnir" sagði Newey við Autosport. Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Frank Williams, eigandi Williams liðsins telur að erfitt verði fyrir keppinauta Red Bull að skáka liðinu í ár. Adrian Newey hafi hannað afburðarbíl undir þá Mark Webber og Sebastian Vettel. Williams réði Newey til starfa árið 1990 og vann með honum til 1995. Hann vann síðan með McLaren áður en hann skipti til Red Bull, sem þá var lítið lið að taka sín frumspor í Formúlu 1. "Það var ljóst þegar hann vann hjá okkur að hann vissi hvað hann var að gera. Það fór ekkert drasl í prófun í vindgöngum. Hann er með náttúrulega hæfileika", sagði Williams í samtali við autosport.com. Webber og Vettel eru í efsta sæti stigamótsins, en Webber hefur unnið tvö síðustu móti og af talsverðu öryggi. Newey er hógvær varðandi velgengi liðsins. "Liðið hefur náð stórgóðum árangri og mikilvægt að við höldum slagkraftinum. Ég er hættur að spá fyrir um á hvaða brautum bíll okkar er góður og ekki. Við höfum reynst fljótir alls staðar", sagði Newey "Það hafa verið miklar reglubreytingar í gangi og það sýndi sig í fyrra á bíllinn sem er fljótastur í upphafi, þarf ekki endilega að vera sá fljótasti í lok ársins. Við verðum í það minnsta að vera jafnfljótir og keppinautarnir" sagði Newey við Autosport.
Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira