Sport

Þrír Íslendingar kepptu í Eindhoven í morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafn Traustason.
Hrafn Traustason. Mynd/Valli
Þrír íslenskir sundkappar kepptu á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í sundi í morgun.

Hrafn Traustason, SH, synti 50 m bringusund á 30 sekúndum. Hann varð síðastur af 30 keppendum.

Bryndís Rún Hansen, Óðni, varð í 26. sæti af 30 keppendum í 100 m flugsundi er hún synti á 1:01,96 mínútum.

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH, keppti í 50 m baksundi og kom í mark á 29,36 sekúndum og varð í 32. sæti af 36 keppendum.

Allir fimm íslensku sundkapparnir sem eru í Eindhoven keppa á lokadegi mótsins á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×