Fimm manna titilslagur á nýrri braut í Suður Kóreu 21. október 2010 11:01 Fimmmenningarnir sem keppa um meistaratitilinn í Formúlu 1. Lewis Hamilton, Fernando Alonso, Mark Webber, Jenson Button og Sebastian Vettel. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Fimm Formúlu 1 ökumenn verða í titilslag í Suður Kóreu um helgina. Mark Webber er efstur að stigum með 220 stig, Fernando Alonso og Sebatian Vettel eru með 206, Lewis Hamilton 192 og Jenson Button 189. Þeir voru spurður af því á fundi með fréttamönnum hvernig þeim litist á að keppa um titilinn á nýrri braut, en þremur mótið er ólokið á tímabilinu. Meistarinn Button varð fyrst fyrir svörum, en tekin var mynd af öllum köppunum áður en fréttamannafundurinn fór fram og var rifjað upp á árið 1986 var tekinn samskonar mynd þegar fjórir ökumenn voru að keppa um meistaratitilinn. Jenson BUTTON: Hvað mig varðar þá hefur þetta verið áhugavert tímabil. Ég byrjaði hjá nýju liði og ek með nýjum liðsfélaga og fann mig fljótt. Tímabilið hefur gengið upp og niður hjá öllum, við höfum átt góða og slæma daga á mótshelgum. Það hefur gert tímabilið spennandi. Það er gott að vera í slagnum þegar þremur mótum er ólokið. Ég er í erfiðustu stöðunni, 31 stigi á eftir, en það er alltaf möguleiki. Við erum enn vongóðir og ég hlakka til mótanna. Ef við skoðum þrjú síðustu mót, þá hafa Ferrari og Red Bull menn verið öflugri, en vonandi verðum við nær þeim í næstu þremur mótum. Það þýðir spennandi slag til loka. Lewis HAMILTON: Jenson svaraði þessu öllu í raun. Það er gott að vera hér og mótið er á nýrri braut sem er spennandi fyrir okkur ökumenn. Það er nokkuð mikið ryk á brautinni, en eins og Jenson sagði þá munum við vonandi eiga meiri möguleika gegn Red Bull og Ferrari. Vonandi verður líka meiri gæfa með okkur núna. Sebastian VETTEL: Staða mín hefur verið verri á árinu, en hún er núna og við erum því í góðri stöðu. Bíllinn er mjög góður og tvö síðustu mót gengu vel. Þetta mót er óreynd stærð eins og hinir sögðu. Ég tel að við getum allir verið sterkir á svellinu hérna og við verðum sjá hvað gerist. Fyrsti hluti brautarinnar virðist ekki henta okkur vel, en tvð seinni tímatökusvæðin ætti að gefa okkur færi á að vinna tíma tilbaka. Þetta er áhugaverð braut og ég hlakka til. Mark WEBBER: Það var gaman að vera á mynd með öllum þessm gaurum. Eins og var gert með einhverjum af hetjum okkar á sínum tíma. Það er ekki tilviljun að við erum í allir í þessari stöðu. Það hefur gengið á ýmsu á tímabilinu. Það eru þrjú mót eftir og hjá öllum og Þau gefa möguleika á sama stigafjölda og önnur mót á árinu. Það hefur því ekkert breyst sem slíkt. Maður fer bara og gerir sitt besta. Það er hreint borð fyrir alla. Það er hin huggulegasta braut til að keppa á og mig hlakkar til setjast í bílinn og hefja aksturinn. Fernando ALONSO: Það er ekki við miklu að bæta. Það hefur gengið upp og niður hjá okkur eins og hinum. En 2010 hefur verið frábært tímabil. Ég ek hjá nýju liði og hef aðlagast vel og hefur liðið vel. Þetta hefur trúlega verið besta tímabilið mitt til þessa. Góð reynsla og ég er því ánægður. Við munum gera okkar besta í síðustu þremur mótunum og reyna ná því að vera í slagnum í lokamótinu í Abu Dhabi. Við höfum komið tilbaka og náð framfaraskrefum í síðustu 5-6 mótunum. Síðustu þrjú mótin áttu því að vera spennandi, á brautum sem henta keppendum misvel. Vonandi náum við hámarks árangri í öllum mótum. Mótshelgin í Suður Kóreu verður á Stöð 2 Sport og hefst á föstudagsæfingum keppnisliða sem verða sýndar á föstudagskvöld kl. 21.00. Síðan verður lokaæfing keppnisliða á aðfaranótt laugardags kl. 01.55 og sömuleiðs tímatakan. Tímatakan er send út beint í opinni dagskrá kl. 04.45. Kappaksturinn er í beinni útsendingu í opinni dagskrá á aðfaranótt sunnudag kl. 05.30. Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Fimm Formúlu 1 ökumenn verða í titilslag í Suður Kóreu um helgina. Mark Webber er efstur að stigum með 220 stig, Fernando Alonso og Sebatian Vettel eru með 206, Lewis Hamilton 192 og Jenson Button 189. Þeir voru spurður af því á fundi með fréttamönnum hvernig þeim litist á að keppa um titilinn á nýrri braut, en þremur mótið er ólokið á tímabilinu. Meistarinn Button varð fyrst fyrir svörum, en tekin var mynd af öllum köppunum áður en fréttamannafundurinn fór fram og var rifjað upp á árið 1986 var tekinn samskonar mynd þegar fjórir ökumenn voru að keppa um meistaratitilinn. Jenson BUTTON: Hvað mig varðar þá hefur þetta verið áhugavert tímabil. Ég byrjaði hjá nýju liði og ek með nýjum liðsfélaga og fann mig fljótt. Tímabilið hefur gengið upp og niður hjá öllum, við höfum átt góða og slæma daga á mótshelgum. Það hefur gert tímabilið spennandi. Það er gott að vera í slagnum þegar þremur mótum er ólokið. Ég er í erfiðustu stöðunni, 31 stigi á eftir, en það er alltaf möguleiki. Við erum enn vongóðir og ég hlakka til mótanna. Ef við skoðum þrjú síðustu mót, þá hafa Ferrari og Red Bull menn verið öflugri, en vonandi verðum við nær þeim í næstu þremur mótum. Það þýðir spennandi slag til loka. Lewis HAMILTON: Jenson svaraði þessu öllu í raun. Það er gott að vera hér og mótið er á nýrri braut sem er spennandi fyrir okkur ökumenn. Það er nokkuð mikið ryk á brautinni, en eins og Jenson sagði þá munum við vonandi eiga meiri möguleika gegn Red Bull og Ferrari. Vonandi verður líka meiri gæfa með okkur núna. Sebastian VETTEL: Staða mín hefur verið verri á árinu, en hún er núna og við erum því í góðri stöðu. Bíllinn er mjög góður og tvö síðustu mót gengu vel. Þetta mót er óreynd stærð eins og hinir sögðu. Ég tel að við getum allir verið sterkir á svellinu hérna og við verðum sjá hvað gerist. Fyrsti hluti brautarinnar virðist ekki henta okkur vel, en tvð seinni tímatökusvæðin ætti að gefa okkur færi á að vinna tíma tilbaka. Þetta er áhugaverð braut og ég hlakka til. Mark WEBBER: Það var gaman að vera á mynd með öllum þessm gaurum. Eins og var gert með einhverjum af hetjum okkar á sínum tíma. Það er ekki tilviljun að við erum í allir í þessari stöðu. Það hefur gengið á ýmsu á tímabilinu. Það eru þrjú mót eftir og hjá öllum og Þau gefa möguleika á sama stigafjölda og önnur mót á árinu. Það hefur því ekkert breyst sem slíkt. Maður fer bara og gerir sitt besta. Það er hreint borð fyrir alla. Það er hin huggulegasta braut til að keppa á og mig hlakkar til setjast í bílinn og hefja aksturinn. Fernando ALONSO: Það er ekki við miklu að bæta. Það hefur gengið upp og niður hjá okkur eins og hinum. En 2010 hefur verið frábært tímabil. Ég ek hjá nýju liði og hef aðlagast vel og hefur liðið vel. Þetta hefur trúlega verið besta tímabilið mitt til þessa. Góð reynsla og ég er því ánægður. Við munum gera okkar besta í síðustu þremur mótunum og reyna ná því að vera í slagnum í lokamótinu í Abu Dhabi. Við höfum komið tilbaka og náð framfaraskrefum í síðustu 5-6 mótunum. Síðustu þrjú mótin áttu því að vera spennandi, á brautum sem henta keppendum misvel. Vonandi náum við hámarks árangri í öllum mótum. Mótshelgin í Suður Kóreu verður á Stöð 2 Sport og hefst á föstudagsæfingum keppnisliða sem verða sýndar á föstudagskvöld kl. 21.00. Síðan verður lokaæfing keppnisliða á aðfaranótt laugardags kl. 01.55 og sömuleiðs tímatakan. Tímatakan er send út beint í opinni dagskrá kl. 04.45. Kappaksturinn er í beinni útsendingu í opinni dagskrá á aðfaranótt sunnudag kl. 05.30.
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira