Vettel valinn kappakstursökumaður ársins 6. desember 2010 20:25 Sebastian Vettel hefur komið víða við eftir að hann landaði meistaratitlinum og er hér að undirrita fyrir aðdáendur við Branderborgarhliðið í Berlín á dögunum. Mynd: Boris Streubel/Bongarts/Getty Im Tímaritið Autosport valdi Sebastian Vettel sem kappakstursökumann ársins á árlegu hófi í London á sunnudagskvöld. Tímaritið velur menn ársins í ýmsum greinum akstursþrótta í samvinnu við lesendur sína, en tímaritið rekur einnig autosport.com, sem er einn vinsælasti fréttavefurinn um íþróttina. Japaninn Kamui Kobayashi var valinn nýliði ársins í kjörinu, en hann ók sitt fyrsta heila Formúlu 1 tímabil og Rubens Barrichello fékk sérstaka viðurkenningu fyrir framlag sitt til Formúlu 1. Samskonar verðlaun og Barrichello fékk Jackie Stewart, fyrrum Formúlu 1 ökumaður. "Þetta hefur verið þreytandi mánuður, en líka spennandi og hjólin eru ekki hætt að snúast", sagði Vettel á afhendingunni, sem hefur verið á þeytingi frá því hann tryggði sér meistaratitilinn í Abu Dhabi. Vettel sagði að tiltrú Red Bull liðsins hafi skipt sköpum á árinu í samtali við autosport.com. "Við byrjuðum ekki tímabilið með liði sem í var fullt af meisturum, en við vorum með lið sem vann meistaratitilinn engu að síður. Á næsta ári verðum við með lið með meisturum og þurfum lið sem er sigurlið á ný. Það þarf slíka stefnu og markmið." "Það er mikilvægt að hætta ekki að starfa, eða halda að við getum gert það sama á næsta ári og í ár. Við verðum að taka framförum, verða betri og sterkari." Vettel sagðist hlakka til næsta keppnistímabils og að smíði nýja bílsins væri skammt undan. Hann sagðist eftir að finna tíma til að róa sig niður eftir allan hasarinn síðustu vikurnar, en hann kæmist brátt í rétta gírinn og færi að hlakka til nýs keppnistímabils. Hann var mjög stoltur af vali Autosport af sér sem kappakstursmanni ársins. "Þetta er í fyrsta skipti sem ég er á Autosport afhendingunni og ég kom til að ná í bikarinn. Þetta er mjög, mjög sérstakt. Ég vonaðist til að fá hann og sé í huga mér kappa eins og (Ayrton) Senna sem hafa fengið hann. Þannig að þetta er mikill heiður", sagði Vettel. Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Tímaritið Autosport valdi Sebastian Vettel sem kappakstursökumann ársins á árlegu hófi í London á sunnudagskvöld. Tímaritið velur menn ársins í ýmsum greinum akstursþrótta í samvinnu við lesendur sína, en tímaritið rekur einnig autosport.com, sem er einn vinsælasti fréttavefurinn um íþróttina. Japaninn Kamui Kobayashi var valinn nýliði ársins í kjörinu, en hann ók sitt fyrsta heila Formúlu 1 tímabil og Rubens Barrichello fékk sérstaka viðurkenningu fyrir framlag sitt til Formúlu 1. Samskonar verðlaun og Barrichello fékk Jackie Stewart, fyrrum Formúlu 1 ökumaður. "Þetta hefur verið þreytandi mánuður, en líka spennandi og hjólin eru ekki hætt að snúast", sagði Vettel á afhendingunni, sem hefur verið á þeytingi frá því hann tryggði sér meistaratitilinn í Abu Dhabi. Vettel sagði að tiltrú Red Bull liðsins hafi skipt sköpum á árinu í samtali við autosport.com. "Við byrjuðum ekki tímabilið með liði sem í var fullt af meisturum, en við vorum með lið sem vann meistaratitilinn engu að síður. Á næsta ári verðum við með lið með meisturum og þurfum lið sem er sigurlið á ný. Það þarf slíka stefnu og markmið." "Það er mikilvægt að hætta ekki að starfa, eða halda að við getum gert það sama á næsta ári og í ár. Við verðum að taka framförum, verða betri og sterkari." Vettel sagðist hlakka til næsta keppnistímabils og að smíði nýja bílsins væri skammt undan. Hann sagðist eftir að finna tíma til að róa sig niður eftir allan hasarinn síðustu vikurnar, en hann kæmist brátt í rétta gírinn og færi að hlakka til nýs keppnistímabils. Hann var mjög stoltur af vali Autosport af sér sem kappakstursmanni ársins. "Þetta er í fyrsta skipti sem ég er á Autosport afhendingunni og ég kom til að ná í bikarinn. Þetta er mjög, mjög sérstakt. Ég vonaðist til að fá hann og sé í huga mér kappa eins og (Ayrton) Senna sem hafa fengið hann. Þannig að þetta er mikill heiður", sagði Vettel.
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira