Segir Suðurnes í heljargreipum Vinstri grænna 26. ágúst 2010 18:55 Viðræður um orkusölu til álversins í Helguvík eru komnar í loft upp og kveðst forstjóri HS Orku líta svo á að orkusölusamningur við Norðurál sé runninn úr gildi. Bæjarstjórinn í Garði segir Suðurnesjum vera að blæða út í atvinnuleysi og þau séu í heljargreipum Vinstri grænna. Smíði álversins í Helguvík hófst fyrir tæpum tveimur árum, en um svipað leyti varð efnahagshrun. Þarna vinna aðeins um 40 manns við framkvæmdir sem áttu að verða lyftistöng fyrir Suðurnesin. Þær hafa í raun aldrei komist á fulla ferð heldur verið í hægagangi frá upphafi og nú er framhaldið í algerri óvissu. Norðurál fór af stað á grundvelli orkusamninga við bæði Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku. Forstjóri HS Orku, Júlíus Jónsson, segir samning hafa verið gerðan ári 2007 en með miklum fyrirvörum, meðal annars um rannsóknarleyfi, árangur borana og arðsemi. "Svo voru tímarammar þar sem átti að aflétta þessum skilyrðum á ákveðnum tímum. Það hefur ekki tekist þannig að skoðun okkar er sú að raunverulega sé samningurinn úr gildi runninn," segir Júlíus. Hann segir HS orku engu að síður hafa verið tilbúna að ræða áfram við Norðurál því félagið vilji að af þessu verkefni verði. Júlíus segir að HS Orka hafi fyrr í sumar verið tilbúin með nýtt tilboð þegar Norðurál ákvað að setja ágreininginn fyrir sænskan gerðardóm. "Við hefðum viljað leysa þetta með öðrum hætti og töldum okkar vera í viðræðum við þá, þegar þeir vísuðu þessu þann 19. júlí," segir hann. Júlíus segir samskipti við ríkisvaldið, sveitarfélög og ríkisstofnanir einnig tefja verkefnið. Ráðamönnum sveitarfélaganna líst ekki á stöðu málsins. Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garðinum, segir hana hörmulega. Samfélögunum á Suðurnesjum sé að blæða út í atvinnuleysi. Hann segir Suðurnesin í heljargreipum Vinstri grænna. Þeir eigi stóran þátt í þeirri stöðu sem nú sé komin upp. Þeir setji þröskuldinn allstaðar fyrir. "Allsstaðar í samfélaginu eru þeir að stoppa atvinnulífið eða hleypa því ekki af stað. Það er bara vandamál þjóðarinnar," segir bæjarstjórinn í Garði. Skroll-Fréttir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Viðræður um orkusölu til álversins í Helguvík eru komnar í loft upp og kveðst forstjóri HS Orku líta svo á að orkusölusamningur við Norðurál sé runninn úr gildi. Bæjarstjórinn í Garði segir Suðurnesjum vera að blæða út í atvinnuleysi og þau séu í heljargreipum Vinstri grænna. Smíði álversins í Helguvík hófst fyrir tæpum tveimur árum, en um svipað leyti varð efnahagshrun. Þarna vinna aðeins um 40 manns við framkvæmdir sem áttu að verða lyftistöng fyrir Suðurnesin. Þær hafa í raun aldrei komist á fulla ferð heldur verið í hægagangi frá upphafi og nú er framhaldið í algerri óvissu. Norðurál fór af stað á grundvelli orkusamninga við bæði Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku. Forstjóri HS Orku, Júlíus Jónsson, segir samning hafa verið gerðan ári 2007 en með miklum fyrirvörum, meðal annars um rannsóknarleyfi, árangur borana og arðsemi. "Svo voru tímarammar þar sem átti að aflétta þessum skilyrðum á ákveðnum tímum. Það hefur ekki tekist þannig að skoðun okkar er sú að raunverulega sé samningurinn úr gildi runninn," segir Júlíus. Hann segir HS orku engu að síður hafa verið tilbúna að ræða áfram við Norðurál því félagið vilji að af þessu verkefni verði. Júlíus segir að HS Orka hafi fyrr í sumar verið tilbúin með nýtt tilboð þegar Norðurál ákvað að setja ágreininginn fyrir sænskan gerðardóm. "Við hefðum viljað leysa þetta með öðrum hætti og töldum okkar vera í viðræðum við þá, þegar þeir vísuðu þessu þann 19. júlí," segir hann. Júlíus segir samskipti við ríkisvaldið, sveitarfélög og ríkisstofnanir einnig tefja verkefnið. Ráðamönnum sveitarfélaganna líst ekki á stöðu málsins. Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garðinum, segir hana hörmulega. Samfélögunum á Suðurnesjum sé að blæða út í atvinnuleysi. Hann segir Suðurnesin í heljargreipum Vinstri grænna. Þeir eigi stóran þátt í þeirri stöðu sem nú sé komin upp. Þeir setji þröskuldinn allstaðar fyrir. "Allsstaðar í samfélaginu eru þeir að stoppa atvinnulífið eða hleypa því ekki af stað. Það er bara vandamál þjóðarinnar," segir bæjarstjórinn í Garði.
Skroll-Fréttir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira