Segir Suðurnes í heljargreipum Vinstri grænna 26. ágúst 2010 18:55 Viðræður um orkusölu til álversins í Helguvík eru komnar í loft upp og kveðst forstjóri HS Orku líta svo á að orkusölusamningur við Norðurál sé runninn úr gildi. Bæjarstjórinn í Garði segir Suðurnesjum vera að blæða út í atvinnuleysi og þau séu í heljargreipum Vinstri grænna. Smíði álversins í Helguvík hófst fyrir tæpum tveimur árum, en um svipað leyti varð efnahagshrun. Þarna vinna aðeins um 40 manns við framkvæmdir sem áttu að verða lyftistöng fyrir Suðurnesin. Þær hafa í raun aldrei komist á fulla ferð heldur verið í hægagangi frá upphafi og nú er framhaldið í algerri óvissu. Norðurál fór af stað á grundvelli orkusamninga við bæði Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku. Forstjóri HS Orku, Júlíus Jónsson, segir samning hafa verið gerðan ári 2007 en með miklum fyrirvörum, meðal annars um rannsóknarleyfi, árangur borana og arðsemi. "Svo voru tímarammar þar sem átti að aflétta þessum skilyrðum á ákveðnum tímum. Það hefur ekki tekist þannig að skoðun okkar er sú að raunverulega sé samningurinn úr gildi runninn," segir Júlíus. Hann segir HS orku engu að síður hafa verið tilbúna að ræða áfram við Norðurál því félagið vilji að af þessu verkefni verði. Júlíus segir að HS Orka hafi fyrr í sumar verið tilbúin með nýtt tilboð þegar Norðurál ákvað að setja ágreininginn fyrir sænskan gerðardóm. "Við hefðum viljað leysa þetta með öðrum hætti og töldum okkar vera í viðræðum við þá, þegar þeir vísuðu þessu þann 19. júlí," segir hann. Júlíus segir samskipti við ríkisvaldið, sveitarfélög og ríkisstofnanir einnig tefja verkefnið. Ráðamönnum sveitarfélaganna líst ekki á stöðu málsins. Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garðinum, segir hana hörmulega. Samfélögunum á Suðurnesjum sé að blæða út í atvinnuleysi. Hann segir Suðurnesin í heljargreipum Vinstri grænna. Þeir eigi stóran þátt í þeirri stöðu sem nú sé komin upp. Þeir setji þröskuldinn allstaðar fyrir. "Allsstaðar í samfélaginu eru þeir að stoppa atvinnulífið eða hleypa því ekki af stað. Það er bara vandamál þjóðarinnar," segir bæjarstjórinn í Garði. Skroll-Fréttir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Viðræður um orkusölu til álversins í Helguvík eru komnar í loft upp og kveðst forstjóri HS Orku líta svo á að orkusölusamningur við Norðurál sé runninn úr gildi. Bæjarstjórinn í Garði segir Suðurnesjum vera að blæða út í atvinnuleysi og þau séu í heljargreipum Vinstri grænna. Smíði álversins í Helguvík hófst fyrir tæpum tveimur árum, en um svipað leyti varð efnahagshrun. Þarna vinna aðeins um 40 manns við framkvæmdir sem áttu að verða lyftistöng fyrir Suðurnesin. Þær hafa í raun aldrei komist á fulla ferð heldur verið í hægagangi frá upphafi og nú er framhaldið í algerri óvissu. Norðurál fór af stað á grundvelli orkusamninga við bæði Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku. Forstjóri HS Orku, Júlíus Jónsson, segir samning hafa verið gerðan ári 2007 en með miklum fyrirvörum, meðal annars um rannsóknarleyfi, árangur borana og arðsemi. "Svo voru tímarammar þar sem átti að aflétta þessum skilyrðum á ákveðnum tímum. Það hefur ekki tekist þannig að skoðun okkar er sú að raunverulega sé samningurinn úr gildi runninn," segir Júlíus. Hann segir HS orku engu að síður hafa verið tilbúna að ræða áfram við Norðurál því félagið vilji að af þessu verkefni verði. Júlíus segir að HS Orka hafi fyrr í sumar verið tilbúin með nýtt tilboð þegar Norðurál ákvað að setja ágreininginn fyrir sænskan gerðardóm. "Við hefðum viljað leysa þetta með öðrum hætti og töldum okkar vera í viðræðum við þá, þegar þeir vísuðu þessu þann 19. júlí," segir hann. Júlíus segir samskipti við ríkisvaldið, sveitarfélög og ríkisstofnanir einnig tefja verkefnið. Ráðamönnum sveitarfélaganna líst ekki á stöðu málsins. Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garðinum, segir hana hörmulega. Samfélögunum á Suðurnesjum sé að blæða út í atvinnuleysi. Hann segir Suðurnesin í heljargreipum Vinstri grænna. Þeir eigi stóran þátt í þeirri stöðu sem nú sé komin upp. Þeir setji þröskuldinn allstaðar fyrir. "Allsstaðar í samfélaginu eru þeir að stoppa atvinnulífið eða hleypa því ekki af stað. Það er bara vandamál þjóðarinnar," segir bæjarstjórinn í Garði.
Skroll-Fréttir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent