Innlent

Jón Stóri laus úr haldi - segist hafa verið að miðla málum

Jón Hilmar.
Jón Hilmar.

Jón Hilmar Hallgrímsson, sem var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna meints kynþáttahaturs og hótana gagnvart kúberskum feðgum, hefur verið látinn laus.

Lögmaður Jóns staðfestir að hann hafi verið látinn laus í kvöld þar sem ekki þótti ástæða til þess að halda honum lengur.

Jón var á mánudaginn úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag og er því sleppt tveimur sólarhringum fyrr en ætlað var.

Að sögn lögmanns Jóns, Sveins Andra Sveinssonar, þá neitar Jón Hilmar alfarið sök í málinu og vill meina að hann hafi verið að miðla málum, ekki hóta kúbversku feðgunum.

Að hans sögn hefur Jón, oft kallaður Jón stóri tekið fréttaumfjöllun um málið verulega nærri sér og vill meina að það sé ekki rétt að hann sé kynþáttahatari.

Málið er enn til rannsóknar hjá lögreglunni. Kúbversku feðgarnir flúðu land um helgina eftir meintu árásina en til stóð að þeir kæmu heim fyrir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×