Lehman Brothers notaði ástarbréf til að fegra stöðuna 14. mars 2010 12:00 Lehman Brother notaði ýmis vafasöm ráð til að fegra stöðu sína í tveimur síðustu ársfjórðungsuppgjörum sínum fyrir gjaldþrot bankans haustið 2008. Eitt þeirra kallaðist Repo 105 og eru svipuð viðskiptum hérlendis sem hafa gengið undir nafninu ástarbréf Seðlabankans. Repo hafa verið nefnd endurhverf viðskipti í íslenskri þýðingu og felast í því að bankar veita hvorir öðrum skammtímalán með veði í eignum. Undir venjulegum kringumstæðum eiga endurhverf viðskipti ekki að hafa nein áhrif á bókhaldsstöðu bankanna. Í viðskiptunum skuldbindur bankinn sig til þess að kaupa eignirnar aftur plús einhverja þóknun fyrir lánið og þetta sléttast því nær út tekju- og gjaldamegin í uppgjörum. Lehman Brothers setti þann snúning á Repo viðskipti sín að bankinn skilgreindi þau sem sölu á eignunum og lánin á móti sem eigið fé í staðinn fyrir skuld í uppgjörum sínum. Á þann hátt tókst bankanum að fegra stöðu sína upp á um 50 milljarða dollara, eða hátt í 7.000 milljarða kr. Fjallað er um Repo 105 í tímaritinu The Economist en upplýsingar um þau er að finna í 2.200 blaðsíðna rannsóknarskýrslu sem Anton Valukas lögmaður hjá Jenner & Block vann fyrir bandarískan dómstól. Fram kemur að Repo 105 var svo vafasamt að stjórn Lehman Brothers tókst ekki að fá neinn bandarískan lögmann til þess að skrifa upp á að um „sölu" væri að ræða í stað lána. Stjórnin leitaði því til breskrar lögmannastofu sem átti ekki í vandræðum með að styðja skilning stjórnar bankans. Fóru viðskiptin því alfarið fram í gegnum starfsstöðvar Lehman Brothers í Bretlandi. Valukas setur einnig stórt spurningamerki við vinnubrögð Ernst & Young endurskoðenda bankans og það að þeir skildu hafa skrifað upp á tvö síðustu uppgjör Lehman Brothers án athugasemda við Repo 105. Í The Economist segir að í tölvupóstum meðal stjórnenda bankans sé Repo 105 ýmist kallað skreyting (window-dressing) eða endurskoðendatrix (accounting gimmick). Bark McDade sem varð stjórnarformaður Lehman Brothers í júní 2008 segir í einum póstinum að Repo 105 sé...."orðið að einu lyfi í viðbót sem við erum orðnir háðir." Valukas telur sjálfur að grundvöllur gæti verið til staðar til að hefja lögsókn gegn Dick Fuld forstjóra Lehman Brothers fyrir að hafa blekkt hluthafa bankans um raunverulega stöðu bankans á fyrri hluta ársins 2008. Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Lehman Brother notaði ýmis vafasöm ráð til að fegra stöðu sína í tveimur síðustu ársfjórðungsuppgjörum sínum fyrir gjaldþrot bankans haustið 2008. Eitt þeirra kallaðist Repo 105 og eru svipuð viðskiptum hérlendis sem hafa gengið undir nafninu ástarbréf Seðlabankans. Repo hafa verið nefnd endurhverf viðskipti í íslenskri þýðingu og felast í því að bankar veita hvorir öðrum skammtímalán með veði í eignum. Undir venjulegum kringumstæðum eiga endurhverf viðskipti ekki að hafa nein áhrif á bókhaldsstöðu bankanna. Í viðskiptunum skuldbindur bankinn sig til þess að kaupa eignirnar aftur plús einhverja þóknun fyrir lánið og þetta sléttast því nær út tekju- og gjaldamegin í uppgjörum. Lehman Brothers setti þann snúning á Repo viðskipti sín að bankinn skilgreindi þau sem sölu á eignunum og lánin á móti sem eigið fé í staðinn fyrir skuld í uppgjörum sínum. Á þann hátt tókst bankanum að fegra stöðu sína upp á um 50 milljarða dollara, eða hátt í 7.000 milljarða kr. Fjallað er um Repo 105 í tímaritinu The Economist en upplýsingar um þau er að finna í 2.200 blaðsíðna rannsóknarskýrslu sem Anton Valukas lögmaður hjá Jenner & Block vann fyrir bandarískan dómstól. Fram kemur að Repo 105 var svo vafasamt að stjórn Lehman Brothers tókst ekki að fá neinn bandarískan lögmann til þess að skrifa upp á að um „sölu" væri að ræða í stað lána. Stjórnin leitaði því til breskrar lögmannastofu sem átti ekki í vandræðum með að styðja skilning stjórnar bankans. Fóru viðskiptin því alfarið fram í gegnum starfsstöðvar Lehman Brothers í Bretlandi. Valukas setur einnig stórt spurningamerki við vinnubrögð Ernst & Young endurskoðenda bankans og það að þeir skildu hafa skrifað upp á tvö síðustu uppgjör Lehman Brothers án athugasemda við Repo 105. Í The Economist segir að í tölvupóstum meðal stjórnenda bankans sé Repo 105 ýmist kallað skreyting (window-dressing) eða endurskoðendatrix (accounting gimmick). Bark McDade sem varð stjórnarformaður Lehman Brothers í júní 2008 segir í einum póstinum að Repo 105 sé...."orðið að einu lyfi í viðbót sem við erum orðnir háðir." Valukas telur sjálfur að grundvöllur gæti verið til staðar til að hefja lögsókn gegn Dick Fuld forstjóra Lehman Brothers fyrir að hafa blekkt hluthafa bankans um raunverulega stöðu bankans á fyrri hluta ársins 2008.
Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira