Kammerverk vantar í sumar 10. janúar 2009 04:00 Daníel Bjarnason, leiðtogi Ísafoldar, er formaður dómnefndar um kammerverk fyrir Djúpið. Tónlistarhátíðin Við Djúpið er orðinn árviss viðburður við Djúp. Hún verður haldin á Ísafirði í 7. sinn dagana 18. til 23. júní 2009. Viðamesta verkefnið á dagskrá hátíðarinnar í ár er stórt samstarfsverkefni með Ísafold kammersveit og Rás 1 Ríkisútvarpsins. Verkefnið er samkeppni fyrir ný tónskáld. Tilhögun er þessi: 3 til 4 tónskáld fá tækifæri til að skrifa verk sérstaklega fyrir sveitina Ísafold sem verður frumflutt á hátíðinni. Tónskáldin fá tækifæri til að vinna náið með meðlimum Ísafoldar með sérstaka áherslu á praktíska hluti sem varða framsetningu verksins og skrif fyrir einstök hljóðfæri. Danska tónskáldið Bent Sørensen er sérstakur gestur hátíðarinnar og mun leiðbeina þessum upprennandi tónskáldum enn frekar við vinnu þeirra. Auk þess mun hann flytja fyrirlestra um eigin verk og kenna á námskeiði á dagskrá hátíðarinnar. Tilgangurinn með þessu skemmtilega verkefni er að gefa ungum tónskáldum tækifæri til að vinna mjög náið með hljómsveit, mun nánar en undir venjulegum kringumstæðum. Það eru þeim sem standa að verkefninu, tónlistarhátíðinni, kammersveitinni og Rás 1 mikil ánægja að bjóða upp á þessa nýjung hér á landi. Nokkur praktísk atriði fyrir þátttakendur: Þátttakendur skila inn umsóknum fyrir 15. janúar. Þar þurfa ákveðin gögn að fylgja samkvæmt reglum keppninnar. Reglurnar er að finna á heimasvæði keppninnar á heimasíðu tónlistarhátíðarinnar: www.viddjupid.is. Hinn 15. febrúar verður tilkynnt hverjir fá að taka þátt og 1. maí verða verkin að vera tilbúin. Dómnefndina skipa: Daníel Bjarnason, formaður, Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikari, Jónas Tómasson, tónskáld, og Þuríður Jónsdóttir, tónskáld. Heiðursdómari: Bent Sørensen. Þá er bara að draga fram hugmyndir að kammerverkum úr skúffunum og sækja um.- pbb Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Tónlistarhátíðin Við Djúpið er orðinn árviss viðburður við Djúp. Hún verður haldin á Ísafirði í 7. sinn dagana 18. til 23. júní 2009. Viðamesta verkefnið á dagskrá hátíðarinnar í ár er stórt samstarfsverkefni með Ísafold kammersveit og Rás 1 Ríkisútvarpsins. Verkefnið er samkeppni fyrir ný tónskáld. Tilhögun er þessi: 3 til 4 tónskáld fá tækifæri til að skrifa verk sérstaklega fyrir sveitina Ísafold sem verður frumflutt á hátíðinni. Tónskáldin fá tækifæri til að vinna náið með meðlimum Ísafoldar með sérstaka áherslu á praktíska hluti sem varða framsetningu verksins og skrif fyrir einstök hljóðfæri. Danska tónskáldið Bent Sørensen er sérstakur gestur hátíðarinnar og mun leiðbeina þessum upprennandi tónskáldum enn frekar við vinnu þeirra. Auk þess mun hann flytja fyrirlestra um eigin verk og kenna á námskeiði á dagskrá hátíðarinnar. Tilgangurinn með þessu skemmtilega verkefni er að gefa ungum tónskáldum tækifæri til að vinna mjög náið með hljómsveit, mun nánar en undir venjulegum kringumstæðum. Það eru þeim sem standa að verkefninu, tónlistarhátíðinni, kammersveitinni og Rás 1 mikil ánægja að bjóða upp á þessa nýjung hér á landi. Nokkur praktísk atriði fyrir þátttakendur: Þátttakendur skila inn umsóknum fyrir 15. janúar. Þar þurfa ákveðin gögn að fylgja samkvæmt reglum keppninnar. Reglurnar er að finna á heimasvæði keppninnar á heimasíðu tónlistarhátíðarinnar: www.viddjupid.is. Hinn 15. febrúar verður tilkynnt hverjir fá að taka þátt og 1. maí verða verkin að vera tilbúin. Dómnefndina skipa: Daníel Bjarnason, formaður, Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikari, Jónas Tómasson, tónskáld, og Þuríður Jónsdóttir, tónskáld. Heiðursdómari: Bent Sørensen. Þá er bara að draga fram hugmyndir að kammerverkum úr skúffunum og sækja um.- pbb
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira