Dólar Button eða sýnir meistaratakta? 14. október 2009 08:13 Jenson Button gæti orðið arftaki Lewis Hamilton hvað meistaratitilinn varðar um helgina. mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button getur tryggt sér meistaratitil ökumanna í Interlagos í Brasilíu um helgina. Honum nægir þriðja sætið ef keppinautar hans um titilinn, Rubens Barrichello og Sebastian Vettel verða ekki ofar honum. En mörgum er tiðrætt um að Button hefur ekki unnið mót síðan í vor, fyrir 10 mótum síðan og setja spurningamerki við titilsókn hans. Gamli meistarinn Damon Hill finnst að hann verði að taka á sig rögg og vinna annað tveggja síðustu mótanna, til að sýna að hann hafi virkilega verið sá besti í ár. Það sé lítill sómi í því að dóla í mark til að ná stigum. Þetta gerði þó Lewis Hamilton í kapphlaupinu við Felipe Massa í fyrra. Hamilton varð fimmti, en Massa vann og tapaði titlinum með eins stigs mun. Lokamótið í fyrra var sannkallaður spennutryllir í rigningu og úrslitin réðust á síðustu sekúndunum. Ný lýkur mótinu í Abu Dhabi á nýrri braut sem engin hefur ekið og það setur strik í reikningin. Þá gæti rigningu sem er spáð í Interlagos ruglað málum og hjálpað Vettel sem er 16 stigum á eftir Button, en Barrichello er 14 stigum á eftir. Button hefur átt frekar daufan feril miðað við marga og honum er mikið í mun að tróna á toppnum á þessu keppnistímabili. Það hjálpar honum líka í samningaviðræðum við Brawn liðið sem hefur ekki enn ákveðið hvaða ökumenn verða hjá liðinu á næsta ári. Það er því allt undir hjá Button, en spurningin er hvort hann dólar eða sýnir meistaratakta til að ná markmiði sínu. Ítarleg umfjöllun verður um möguleika ökumanna í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld. Þá verður rætt við Felipe Massa sem ók Formúlu 1 bíl í fyrsta skipti í vikunni eftir slysið í Ungverjalandi í sumar. Sjá brautarlýsingu frá Brasilíu Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Bretinn Jenson Button getur tryggt sér meistaratitil ökumanna í Interlagos í Brasilíu um helgina. Honum nægir þriðja sætið ef keppinautar hans um titilinn, Rubens Barrichello og Sebastian Vettel verða ekki ofar honum. En mörgum er tiðrætt um að Button hefur ekki unnið mót síðan í vor, fyrir 10 mótum síðan og setja spurningamerki við titilsókn hans. Gamli meistarinn Damon Hill finnst að hann verði að taka á sig rögg og vinna annað tveggja síðustu mótanna, til að sýna að hann hafi virkilega verið sá besti í ár. Það sé lítill sómi í því að dóla í mark til að ná stigum. Þetta gerði þó Lewis Hamilton í kapphlaupinu við Felipe Massa í fyrra. Hamilton varð fimmti, en Massa vann og tapaði titlinum með eins stigs mun. Lokamótið í fyrra var sannkallaður spennutryllir í rigningu og úrslitin réðust á síðustu sekúndunum. Ný lýkur mótinu í Abu Dhabi á nýrri braut sem engin hefur ekið og það setur strik í reikningin. Þá gæti rigningu sem er spáð í Interlagos ruglað málum og hjálpað Vettel sem er 16 stigum á eftir Button, en Barrichello er 14 stigum á eftir. Button hefur átt frekar daufan feril miðað við marga og honum er mikið í mun að tróna á toppnum á þessu keppnistímabili. Það hjálpar honum líka í samningaviðræðum við Brawn liðið sem hefur ekki enn ákveðið hvaða ökumenn verða hjá liðinu á næsta ári. Það er því allt undir hjá Button, en spurningin er hvort hann dólar eða sýnir meistaratakta til að ná markmiði sínu. Ítarleg umfjöllun verður um möguleika ökumanna í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld. Þá verður rætt við Felipe Massa sem ók Formúlu 1 bíl í fyrsta skipti í vikunni eftir slysið í Ungverjalandi í sumar. Sjá brautarlýsingu frá Brasilíu
Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira