Baulað á Hamilton eftir árekstur 12. mars 2009 09:42 Lewis Hamilton á ferð á Spáni, en Formúlu 1lið eru við æfingar þar í dag. Mynd: Getty Images McLaren og Lewis Hamilton eiga ekki sjö dagana sæla á æfingum Í Barcelona. Hamilton keyrði útaf í gær og skemmdi McLaren bílinn. Liðið hefur náð slökum æfingatímum síðustu daga. Hamilton flaug út í malargryjfu á æfingunni á Spáni við mikinn fögnuð heimamanna, sem er enn ósáttir við McLaren vegna slakrar meðferðar á Fernando Alonso um árið. Það er allavega mat spænskra að illa hafi verið komið fram við Alonso hjá liðinu. Hann ekur núna Renault. Sjálfur Michael Schumacher fór á staðinn þar sem McLaren bíllinn sat fastur og skoðaði bílinn í krók og kring. Hamilton stóð álengdar með krosslagðar hendur og þegar hann mætti aftur á þjónustusvæðið, þá bauluðu áhorfendur og blístruðu sem mest þeir máttu á heimsmeistarann. Æfingarnar halda áfram í dag, en í gær náði Jenson Button besta tíma á nýjum Brawn GP keppnisbíl sem hefur komið öðrum liðum í opna skjöldu. Á meðan gengur ekki hjá McLaren og Hamilton. Sjá nánar um æfingarnar Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
McLaren og Lewis Hamilton eiga ekki sjö dagana sæla á æfingum Í Barcelona. Hamilton keyrði útaf í gær og skemmdi McLaren bílinn. Liðið hefur náð slökum æfingatímum síðustu daga. Hamilton flaug út í malargryjfu á æfingunni á Spáni við mikinn fögnuð heimamanna, sem er enn ósáttir við McLaren vegna slakrar meðferðar á Fernando Alonso um árið. Það er allavega mat spænskra að illa hafi verið komið fram við Alonso hjá liðinu. Hann ekur núna Renault. Sjálfur Michael Schumacher fór á staðinn þar sem McLaren bíllinn sat fastur og skoðaði bílinn í krók og kring. Hamilton stóð álengdar með krosslagðar hendur og þegar hann mætti aftur á þjónustusvæðið, þá bauluðu áhorfendur og blístruðu sem mest þeir máttu á heimsmeistarann. Æfingarnar halda áfram í dag, en í gær náði Jenson Button besta tíma á nýjum Brawn GP keppnisbíl sem hefur komið öðrum liðum í opna skjöldu. Á meðan gengur ekki hjá McLaren og Hamilton. Sjá nánar um æfingarnar
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira