Mesti samdráttur í Bretlandi í hálfa öld 24. júlí 2009 12:33 Breska hagkerfið skrapp mun meira saman á öðrum fjórðungi ársins en flestir höfðu gert ráð fyrir, og var samdrátturinn milli ára sá mesti a.m.k. undanfarna hálfa öld. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að breska hagstofan birti í morgun tölur um landsframleiðslu þar í landi, og kom upp úr dúrnum að hún hafði minnkað um 0,8% að raungildi á öðrum fjórðungi ársins frá þeim fyrsta. Landsframleiðslan hafði þá minnkað um 5,6% frá sama tíma í fyrra. Spár höfðu að meðaltali hljóðað upp á 0,3% samdrátt og töldu sumir greinendur að þessi afleita niðurstaða minnkaði líkur á að hagvöxtur myndi eiga sér stað í Bretlandi á þriðja ársfjórðungi. Bretland var fyrst stærstu iðnríkjanna að birta þjóðhagsreikninga fyrir annan fjórðung ársins, og bíða menn nú milli vonar og ótta eftir því hvernig aðrar tölur frá stærstu hagkerfum heims muni líta út. Markaðir tóku hins vegar tíðindunum nokkuð létt, enda hafa jákvæðir straumar leikið um þá undanfarið. Pundið féll raunar nokkuð í verði á móti Bandaríkjadollar og evru eftir tíðindin. Fallið var hins vegar mildara en ella sakir þess að tíðindin hrukku af hlutabréfamarkaði í London eins og vatn af gæs. Það sem af er degi hefur FTSE100 vísitalan hækkað um 0,6% og er þetta 10 hækkunardagurinn í röð á breskum hlutabréfamarkaði. Er hlutabréfaverð í Bretlandi nú að jafnaði nánast orðið það sama og í upphafi árs eftir snarpa dýfu á fyrsta fjórðungi ársins. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Breska hagkerfið skrapp mun meira saman á öðrum fjórðungi ársins en flestir höfðu gert ráð fyrir, og var samdrátturinn milli ára sá mesti a.m.k. undanfarna hálfa öld. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að breska hagstofan birti í morgun tölur um landsframleiðslu þar í landi, og kom upp úr dúrnum að hún hafði minnkað um 0,8% að raungildi á öðrum fjórðungi ársins frá þeim fyrsta. Landsframleiðslan hafði þá minnkað um 5,6% frá sama tíma í fyrra. Spár höfðu að meðaltali hljóðað upp á 0,3% samdrátt og töldu sumir greinendur að þessi afleita niðurstaða minnkaði líkur á að hagvöxtur myndi eiga sér stað í Bretlandi á þriðja ársfjórðungi. Bretland var fyrst stærstu iðnríkjanna að birta þjóðhagsreikninga fyrir annan fjórðung ársins, og bíða menn nú milli vonar og ótta eftir því hvernig aðrar tölur frá stærstu hagkerfum heims muni líta út. Markaðir tóku hins vegar tíðindunum nokkuð létt, enda hafa jákvæðir straumar leikið um þá undanfarið. Pundið féll raunar nokkuð í verði á móti Bandaríkjadollar og evru eftir tíðindin. Fallið var hins vegar mildara en ella sakir þess að tíðindin hrukku af hlutabréfamarkaði í London eins og vatn af gæs. Það sem af er degi hefur FTSE100 vísitalan hækkað um 0,6% og er þetta 10 hækkunardagurinn í röð á breskum hlutabréfamarkaði. Er hlutabréfaverð í Bretlandi nú að jafnaði nánast orðið það sama og í upphafi árs eftir snarpa dýfu á fyrsta fjórðungi ársins.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira