Upp úr sauð í kosningaþætti í gærkvöldi 25. apríl 2009 12:12 Upp úr sauð milli leiðtoga stjórnarflokkanna annars vegar og formanns Framsóknarflokksins hins vegar þegar tekist var á um fullyrðingar formanns Framsóknarflokksins í kosningaþætti Stöðvar tvö í gærkvöldi, um að annað bankahrun væri yfirvofandi. Formenn flokka og framboða sem bjóða fram í kosningunum í dag mættu í lokaþátt "Hvernig á að bjarga Íslandi" á Stöð 2 í gærkvöldi. Byrjað var á að fara yfir stöðu flokkanna samkvæmt síðustu skoðanakönnunum, sem benda til að stjórnarflokkarnir fái samanlagt 37 þingmenn og þar með góðan meirihluta á Alþingi, en Sjálfstæðisflokkurinn tapi tíu þingmönnum og bíði mesta afhroð sem hann hefur nokkru sinni hlotið í kosningum. Bjarni Beneditksson formaður Sjálfstæðisflokksins benti á að um kannanir væri að ræða, en ekki niðurstöður kosninga. Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins undirstrikaði mikilvægi þess að endurreisa atvinnulífið. Þar væri mikilvægast að auka þorskkvótann um 100 þúsund tonn sem og heimildir í öðrum tegundum sem gæti gefið tugi milljarða í tekjur fyrir þjóðarbúið. Þrátt fyrir slagt gengi í könnunum sagði Guðjón tíma Frjálslynda flokksins langt í frá liðinn. Flokkurinn kæmi alltaf betur út úr kosningum en könnunum. Endurskoðunarskýrsla sem nú liggur fyrir um stöðu bankanna varð tilefni til snarpra orðaskipta milli Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri grænna og fjármálaráðherra og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins. En Sigmundur fullyrðir að í skýrslunni komi fram að hætta sé á öðru bankahruni verði ekki gripið til aðgerða. Skýrslan er meðhöndluð sem algert trúnaðarmál á meðan kröfuhafar í eignir bankanna og aðrir hagsmunaaðilar kynna sér efni hennar. Kosningar 2009 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Upp úr sauð milli leiðtoga stjórnarflokkanna annars vegar og formanns Framsóknarflokksins hins vegar þegar tekist var á um fullyrðingar formanns Framsóknarflokksins í kosningaþætti Stöðvar tvö í gærkvöldi, um að annað bankahrun væri yfirvofandi. Formenn flokka og framboða sem bjóða fram í kosningunum í dag mættu í lokaþátt "Hvernig á að bjarga Íslandi" á Stöð 2 í gærkvöldi. Byrjað var á að fara yfir stöðu flokkanna samkvæmt síðustu skoðanakönnunum, sem benda til að stjórnarflokkarnir fái samanlagt 37 þingmenn og þar með góðan meirihluta á Alþingi, en Sjálfstæðisflokkurinn tapi tíu þingmönnum og bíði mesta afhroð sem hann hefur nokkru sinni hlotið í kosningum. Bjarni Beneditksson formaður Sjálfstæðisflokksins benti á að um kannanir væri að ræða, en ekki niðurstöður kosninga. Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins undirstrikaði mikilvægi þess að endurreisa atvinnulífið. Þar væri mikilvægast að auka þorskkvótann um 100 þúsund tonn sem og heimildir í öðrum tegundum sem gæti gefið tugi milljarða í tekjur fyrir þjóðarbúið. Þrátt fyrir slagt gengi í könnunum sagði Guðjón tíma Frjálslynda flokksins langt í frá liðinn. Flokkurinn kæmi alltaf betur út úr kosningum en könnunum. Endurskoðunarskýrsla sem nú liggur fyrir um stöðu bankanna varð tilefni til snarpra orðaskipta milli Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri grænna og fjármálaráðherra og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins. En Sigmundur fullyrðir að í skýrslunni komi fram að hætta sé á öðru bankahruni verði ekki gripið til aðgerða. Skýrslan er meðhöndluð sem algert trúnaðarmál á meðan kröfuhafar í eignir bankanna og aðrir hagsmunaaðilar kynna sér efni hennar.
Kosningar 2009 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira