Skúli vill 1. eða 2. sætið í Suðurkjördæmi 20. febrúar 2009 12:42 Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér 1. - 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Fréttatilkynning Skúla: ,,Nú eru gerðar kröfur um breytingar í stjórnmálum á Íslandi. Það er lýst eftir fólki sem hefur víðtæka þekkingu og reynslu til að takast á við erfið verkefni framundan. Það þarf kjark og áræði til að vinna að stefnumótun og viðreisn hins nýja Íslands. Það þarf traust til að uppbyggingin megi takast sem best. Ég vil leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að takast á við þetta krefjandi framtíðarverkefni. Þess vegna hef ég ákveðið í samráði við góða félaga mína að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar. Ég ráðfærði mig m.a. við forystufólk í stéttarfélögunum í Suðurkjördæmi, sem telja mikilvægt að rödd úr röðum verkalýðshreyfingarinnar heyrist á Alþingi. Ég er og hef verið framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, stærsta landssambands ASÍ í 6 ár. Ég er bæði lögfræðingur og lýðheilsufræðingur. Ég bý að langri reynslu úr atvinnulífinu og úr velferðarkerfinu hérlendis og erlendis og hef víðtæka þekkingu á málefnum launafólks. Ég hef starfað mikið á norrænum og evrópskum vettvangi m.a. sem sérfræðingur hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í lýðheilsumálum. Þegar tekist er á um velferð þjóðarinnar er þekking og reynsla mikilvægt veganesti. Ég hef engra sérhagsmuna að gæta, eingöngu hagsmuna fólksins í landinu. Það eru mínar ástæður. Ég sækist eftir 1 . eða 2. sætinu í prófkjöri flokksins þann 7. mars n.k. undir kjörorðunum þekking, reynsla, kjarkur, traust. Á vefsíðu minn www.skuli.is fjalla ég nánar um pólitíkina, stefnumálin, daglega lífið og fleira, allt eins og gengur. Skúli Thoroddsen, Reykjanesbæ." Kosningar 2009 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira
Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér 1. - 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Fréttatilkynning Skúla: ,,Nú eru gerðar kröfur um breytingar í stjórnmálum á Íslandi. Það er lýst eftir fólki sem hefur víðtæka þekkingu og reynslu til að takast á við erfið verkefni framundan. Það þarf kjark og áræði til að vinna að stefnumótun og viðreisn hins nýja Íslands. Það þarf traust til að uppbyggingin megi takast sem best. Ég vil leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að takast á við þetta krefjandi framtíðarverkefni. Þess vegna hef ég ákveðið í samráði við góða félaga mína að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar. Ég ráðfærði mig m.a. við forystufólk í stéttarfélögunum í Suðurkjördæmi, sem telja mikilvægt að rödd úr röðum verkalýðshreyfingarinnar heyrist á Alþingi. Ég er og hef verið framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, stærsta landssambands ASÍ í 6 ár. Ég er bæði lögfræðingur og lýðheilsufræðingur. Ég bý að langri reynslu úr atvinnulífinu og úr velferðarkerfinu hérlendis og erlendis og hef víðtæka þekkingu á málefnum launafólks. Ég hef starfað mikið á norrænum og evrópskum vettvangi m.a. sem sérfræðingur hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í lýðheilsumálum. Þegar tekist er á um velferð þjóðarinnar er þekking og reynsla mikilvægt veganesti. Ég hef engra sérhagsmuna að gæta, eingöngu hagsmuna fólksins í landinu. Það eru mínar ástæður. Ég sækist eftir 1 . eða 2. sætinu í prófkjöri flokksins þann 7. mars n.k. undir kjörorðunum þekking, reynsla, kjarkur, traust. Á vefsíðu minn www.skuli.is fjalla ég nánar um pólitíkina, stefnumálin, daglega lífið og fleira, allt eins og gengur. Skúli Thoroddsen, Reykjanesbæ."
Kosningar 2009 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira