Danmörk miðstöð fyrir milljarða fjársvik með CO2-kvóta 1. desember 2009 11:15 Danmörk er orðin miðstöð fyrir hundruða milljarða kr. fjársvik með loftslagskvóta eða CO2-kvóta. Þeir sem stunda svikin nýta sér svokallaða „virðisaukskatts-hringekju" í kvótasölunni en samkvæmt grein í danska blaðinu Ekstra Bladet eru lögregluyfirvöld í fleiri Evrópulöndum nú að rannsaka málin sem öll eiga sér upphaf í loftslagskvótaskráningunni í Danmörku. „Við erum meðvitaðir um að á alþjóðavísu fer fram svindl með virðisaukaskatt. Því eru við í miklum mæli að skiptast á upplýsingum við yfirvöld í öðrum löndum," segir Reino Nielsen yfirráðgjafi hjá danska skattinum og sérfræðingur í virðisaukaskatti. Svindlið fer þannig fram að seljandinn á kvótanum á kröfu á endurgreiðslu virðisaukaskattsins í sölulandinu og kaupandinn á svo aftur að greiða skattinn í sínu landi. Með því að skrá söluna á fölsk fyrirtæki eða heimilisföng skilar skattur sér ekki í hús í sölulandinu. Menn geta svo velt þessu áfram til þriðja landsins eða jafnvel þess fjórða. Kvótaskráningin í Danmörku er langt frá því að vera sú umfangsmesta í Evrópu en þar er hinsvegar auðveldara að skrá sig fyrir kaupum og sölum á loftslagskvótum en í öðrum Evrópuríkjum þar sem geta liðið allt að þrír mánuðir með að fá staðfestingu inn á skrárnar. Blaðamenn Ekstra Bladet hafa fundið fjölda dæma í dönsku kvótaskráningunni þar sem seljendur kvótanna hafa gefið upp fölsk heimilisföng eða að viðkomandi fyrirtæki er í skiptameðferð án þess að vera afskráð úr skránni. Meðal þeirra sem stunda viðskiptin og er skráður í kvótaskránni er hinn dansk/ástralski Ned Shelton sem hlotið hefur dóma í bæði borgardómi Kaupmannahafnar og Östre Landsret fyrir gróf fjársvik. Dómarnir hljóðuðu upp á tvö ár í fangelsi. Í dag er Ned Shelton skráður fyrir fimm fyrirtækjum í kvótaskráningunni. Þessi fimm fyrirtæki eiga það sameiginlegt að í þeim finnst engin stjórn, engir starfsmenn og engar skrifstofur. Þrír forstjóra þeirra eru búsettir í Englandi og tveir í Frakklandi. Eitt kvótasvikamálanna sem á rætur að rekja til dönsku kvótaskráningarinnar hljóðar upp á 8,2 milljarða danskra kr. eða um 200 milljarða kr. Það er nú til rannsóknar í Englandi og hafa níu manns verið handteknir í tengslum við þá rannsókn. Í júní s.l. urðu frönsk stjórnvöld vör við þessi svik á CO2-markaðinum þar í landi og gripu strax inn í málið. Á þeim tíma námu viðskiptin með CO"-kvóta á franska markaðinum um 50 milljörðum kr. á dag. Skömmu eftir að svikin voru stöðvuð í Frakklandi var fjöldi falskra fyrirtækja skráður í Kaupmannahöfn sem kvótaviðskiptaaðilar. Þau hafa flest tengingu við svipuð félög í Englandi, Frakklandi og Þýskalandi. Markaðurinn með viðskipti á CO2-kvóta hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum og áætlað er að þau nemi nú yfir 16.000 milljörðum kr. á ári. Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Danmörk er orðin miðstöð fyrir hundruða milljarða kr. fjársvik með loftslagskvóta eða CO2-kvóta. Þeir sem stunda svikin nýta sér svokallaða „virðisaukskatts-hringekju" í kvótasölunni en samkvæmt grein í danska blaðinu Ekstra Bladet eru lögregluyfirvöld í fleiri Evrópulöndum nú að rannsaka málin sem öll eiga sér upphaf í loftslagskvótaskráningunni í Danmörku. „Við erum meðvitaðir um að á alþjóðavísu fer fram svindl með virðisaukaskatt. Því eru við í miklum mæli að skiptast á upplýsingum við yfirvöld í öðrum löndum," segir Reino Nielsen yfirráðgjafi hjá danska skattinum og sérfræðingur í virðisaukaskatti. Svindlið fer þannig fram að seljandinn á kvótanum á kröfu á endurgreiðslu virðisaukaskattsins í sölulandinu og kaupandinn á svo aftur að greiða skattinn í sínu landi. Með því að skrá söluna á fölsk fyrirtæki eða heimilisföng skilar skattur sér ekki í hús í sölulandinu. Menn geta svo velt þessu áfram til þriðja landsins eða jafnvel þess fjórða. Kvótaskráningin í Danmörku er langt frá því að vera sú umfangsmesta í Evrópu en þar er hinsvegar auðveldara að skrá sig fyrir kaupum og sölum á loftslagskvótum en í öðrum Evrópuríkjum þar sem geta liðið allt að þrír mánuðir með að fá staðfestingu inn á skrárnar. Blaðamenn Ekstra Bladet hafa fundið fjölda dæma í dönsku kvótaskráningunni þar sem seljendur kvótanna hafa gefið upp fölsk heimilisföng eða að viðkomandi fyrirtæki er í skiptameðferð án þess að vera afskráð úr skránni. Meðal þeirra sem stunda viðskiptin og er skráður í kvótaskránni er hinn dansk/ástralski Ned Shelton sem hlotið hefur dóma í bæði borgardómi Kaupmannahafnar og Östre Landsret fyrir gróf fjársvik. Dómarnir hljóðuðu upp á tvö ár í fangelsi. Í dag er Ned Shelton skráður fyrir fimm fyrirtækjum í kvótaskráningunni. Þessi fimm fyrirtæki eiga það sameiginlegt að í þeim finnst engin stjórn, engir starfsmenn og engar skrifstofur. Þrír forstjóra þeirra eru búsettir í Englandi og tveir í Frakklandi. Eitt kvótasvikamálanna sem á rætur að rekja til dönsku kvótaskráningarinnar hljóðar upp á 8,2 milljarða danskra kr. eða um 200 milljarða kr. Það er nú til rannsóknar í Englandi og hafa níu manns verið handteknir í tengslum við þá rannsókn. Í júní s.l. urðu frönsk stjórnvöld vör við þessi svik á CO2-markaðinum þar í landi og gripu strax inn í málið. Á þeim tíma námu viðskiptin með CO"-kvóta á franska markaðinum um 50 milljörðum kr. á dag. Skömmu eftir að svikin voru stöðvuð í Frakklandi var fjöldi falskra fyrirtækja skráður í Kaupmannahöfn sem kvótaviðskiptaaðilar. Þau hafa flest tengingu við svipuð félög í Englandi, Frakklandi og Þýskalandi. Markaðurinn með viðskipti á CO2-kvóta hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum og áætlað er að þau nemi nú yfir 16.000 milljörðum kr. á ári.
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira