Enski boltinn

Aurelio hefur aldrei séð Benitez svona reiðann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fabio Aurelio og Rafael Benitez, stjóri Liverpool.
Fabio Aurelio og Rafael Benitez, stjóri Liverpool. Mynd/AFP

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hefur líklega aldrei verið reiðari út í sína leikmenn en hann var í tapinu á móti Fioretina í Meistaradeildinni í vikunni. Þessu heldur fram landi hans og leikmaður Liverpool, Fabio Aurelio.

„Ég hef aldrei séð hann svona pirraðan en við vorum það allir. Við náðum þó að taka okkur á og spila betur í seinni hálfleik. Ef við hefðum spilað allan leikinn eins og við spiluðum í seinni hálfleik þá hefði þessi leikur farið öðruvísi," sagði Fabio Aurelio.

„Við þurftum samt ekki að heyra þrumuræðu í hálfleik því við vissum allir að við vorum að spila mjög illa og að við gætum miklu betur," sagði Fabio Aurelio og bætti við:

„Í fótbolta færðu alltaf tækifæri í næsta leik til að bæta fyrir slæm úrslit. Við fáum það tækifæri á móti Chelsea á sunnudaginn og þar er frábært tækifæri til að komast yfir vonbrigðin á Ítalíu," sagði Aurelio.

„Þetta er mjög mikilvægur leikur í ensku úrvalsdeildinni á móti mjög sterku liði. Við þurfum að komast yfir tapið á móti Fioretina strax og ná upp sjálfstrausti og trú á okkar lið fyrir þann leik. Það er rosalega mikilvægt að fá eitthvað út úr innbyrðisleikjunum á móti toppliðunum," sagði Aurelio.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×