Logi býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar 19. febrúar 2009 15:40 Logi Már Einarsson, arkitekt, býður sig fram þriðja sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Logi Már Einarsson, arkitekt, hefur ákveðið að bjóða sig fram þriðja sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Hann hvetur kjósendur til þess að velja konu í annað af tveimur efstu sætunum. ,,Þörf er á siðbót í stjórnmálum. Virðingu Alþingis þarf að endurreisa með vönduðum vinnubrögðum, ekki snoturri umgjörð. Ég vil auðmjúka stjórnmálamenn sem týna sér ekki í smáatriðum heldur einbeita sér að heildarmyndinni. Gleyma sér ekki eingöngu í verkefnum dagsins heldur hafa kjark og þor til að horfa til framtíðar. Viðurkenni takmörk sín og séu duglegir við að leita til sérfræðinga," segir Logi og bætir við Alþingismenn verði að bregðast við kröfum almennings um opnari umræðu. ,,Alþingi á að endurspegla þarfir og óskir fólksins. Þess vegna þurfum við meiri fjölbreyttni á þing; konur og karla á öllum aldri, með ólíkan bakgrunn. En umfram allt hugmyndaríkt fólk, með sjálfstæðar skoðanir, sem þorir að standa gegn flokksræðinu." Logi segir að vandi fyrirtækjanna sé vandi heimilanna og rekstarumhverfi þeirra verði að tryggja. ,,Vandamálin verða ekki eingöngu leyst með skammtímalausnum, þó þær séu bráðnauðsynlegar. Við verðum að tryggja stöðugra efnahagsumhverfi, svo fyrirtæki og heimili geti gert áætlanir til lengri tíma. Upptaka Evru er nauðsynlegur liður í því. Við eigum að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið strax og bera síðan þann samning undir þjóðina." Logi er 44 ára arkitekt, búsettur á Akureyri, kvæntur Arnbjörgu Sigurðardóttur lögmanni. Hann á tvö börn. Logi rekur arkitektastofuna Kollgátu og hefur mikla reynslu á sviði mannvirkjagerðar og skipulagsmála. Kosningar 2009 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Logi Már Einarsson, arkitekt, hefur ákveðið að bjóða sig fram þriðja sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Hann hvetur kjósendur til þess að velja konu í annað af tveimur efstu sætunum. ,,Þörf er á siðbót í stjórnmálum. Virðingu Alþingis þarf að endurreisa með vönduðum vinnubrögðum, ekki snoturri umgjörð. Ég vil auðmjúka stjórnmálamenn sem týna sér ekki í smáatriðum heldur einbeita sér að heildarmyndinni. Gleyma sér ekki eingöngu í verkefnum dagsins heldur hafa kjark og þor til að horfa til framtíðar. Viðurkenni takmörk sín og séu duglegir við að leita til sérfræðinga," segir Logi og bætir við Alþingismenn verði að bregðast við kröfum almennings um opnari umræðu. ,,Alþingi á að endurspegla þarfir og óskir fólksins. Þess vegna þurfum við meiri fjölbreyttni á þing; konur og karla á öllum aldri, með ólíkan bakgrunn. En umfram allt hugmyndaríkt fólk, með sjálfstæðar skoðanir, sem þorir að standa gegn flokksræðinu." Logi segir að vandi fyrirtækjanna sé vandi heimilanna og rekstarumhverfi þeirra verði að tryggja. ,,Vandamálin verða ekki eingöngu leyst með skammtímalausnum, þó þær séu bráðnauðsynlegar. Við verðum að tryggja stöðugra efnahagsumhverfi, svo fyrirtæki og heimili geti gert áætlanir til lengri tíma. Upptaka Evru er nauðsynlegur liður í því. Við eigum að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið strax og bera síðan þann samning undir þjóðina." Logi er 44 ára arkitekt, búsettur á Akureyri, kvæntur Arnbjörgu Sigurðardóttur lögmanni. Hann á tvö börn. Logi rekur arkitektastofuna Kollgátu og hefur mikla reynslu á sviði mannvirkjagerðar og skipulagsmála.
Kosningar 2009 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira