Bíó og sjónvarp

Hrifinn af Gomorra

Leikstjórinn þekkti styður dyggilega við bakið á glæpamyndinni Gomorra.
Leikstjórinn þekkti styður dyggilega við bakið á glæpamyndinni Gomorra.

Leikstjórinn Martin Scorsese ætlar að halda áfram að styðja við bakið á ítölsku mafíumyndinni Gomorra, sem er byggð á samnefndri bók Roberto Saviano. Scorsese kom ekki að gerð myndarinnar en tekur engu síður þátt í kynningarherferð hennar.

„Gomorra eftir Matteo Garrone sýnir undirheima Napolí á harðneskjulegan hátt," sagði Scorsese, sem er afar hrifinn af myndinni. Gomorra vann Grand Prix-verðlaunin á Cannes í fyrra sem eru næstæðstu verðlaun hátíðarinnar á eftir Gullpálmanum. Hún verður frumsýnd í Bandaríkjunum 13. febrúar og er framlag Ítala til Óskarsverðlaunanna í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×