Sport

Pálmi og Unnbjörg settu bæði Íslandsmet

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir úr Réttarholtsskóla setti Íslandsmet í armbeygjum.
Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir úr Réttarholtsskóla setti Íslandsmet í armbeygjum.

Pálmi Rafn Steindórsson úr Foldaskóla og Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir úr Réttarholtsskóla settu bæði Íslandsmet þegar Skólahreysti MS hélt áfram á fimmtudagskvöldið.

Sigurvegarar í riðlunum þremur voru Hvolsskóli, Foldaskóli og Háteigsskóli. Pálmi Rafn Steindórsson úr Foldaskóla setti glæsilegt íslandsmet í dýfum með því að taka 59 dýfur. Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir úr Réttarholtsskóla setti Íslandsmet í armbeygjum. Hún tók 80 armbeygjur sem er frábær árangur og segja má að hún sé komin í hóp afreksmanna á sviði íþróttanna. Gamla Íslandsmetið var 77 armbeygjur.

Í fyrsta riðlinum kepptu skólar frá Suðurlandi og þar vann Hvolsskóli. Í öðrum riðli öttu saman kappi skólar úr Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti og Árbæ. Þar vann Foldaskóli. Þriðji riðill hafði á að skipa skólum frá Seltjarnarnesi, Vesturbæ og Austurbæ. Þar vann Háteigsskóli.

Þættir frá mótunum eru sýndir á laugardögum kl.18:00 á RÚV og endursýndir á sunnudögum og þriðjudögum.

Tíu riðlar verða í Skólahreysti MS í ár. Þó munu tólf skólar keppa í úrslitum. Tveir stigahæstu/árangursbestu skólarnir af öllu landinu fá einnig keppnisrétt.

Þann 12. mars næstkomandi munu tveir riðlar takast á í íþróttahöll Akureyrar. Þar munu unglingar af Norðurlandi sýna þrek og þol í þrautum þessarar skemmtilegu hreystikeppni á milli grunnskóla landsins.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×