Segja nýtt hrun ekki blasa við 25. apríl 2009 04:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins telur nýtt hrun vofa yfir Íslandi. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra kveðst algerlega ósammála þeirri niðurstöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, að hrun blasi við íslenska efnahagskerfinu. „Niðurstaðan er sú að matið á íslensku bönkunum og stöðu íslenskra fyrirtækja er það að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun. Allsherjarhrun íslensks efnahagslífs," segir Sigmundur Davíð á netsíðu sinni á fimmtudag og vísar í úttekt endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman á verðmæti eigna bankanna. Gylfi segist ekki hafa séð það minnisblað sem Sigmundur Davíð vísi í og kannist ekki heldur við tölur sem hann nefnir. „Það hefur ekkert komið inn á mitt borð sem bendir til þess að afraksturinn út úr þrotabúum gömlu bankanna verði eitthvað miklu minni en ráð var fyrir gert. Það liggur náttúrulega fyrir að það varð gífurlegt tjón, upp á mörg þúsund milljarða, þegar bankarnir hrundu síðastliðið haust en það hefur ekkert gerst síðan þá sem bendir til þess að menn hafi verið alltof bjartsýnir í kjölfarið. Ef eitthvað er þá er myndin aðeins að skýrast og hún er ekki þannig að tjónið sé miklu meira en ráð var fyrir gert," segir Gylfi sem telur útkomuna í heild verða svipaða og áður var talið. Þá sagði Fjármálaeftirlitið í svari til fjölmiðla í gær að staðhæfingar Sigmundar Davíðs stæðust ekki. Í samtali við Vísi sagði hann hins vegar að stjórnvöld héldu upplýsingum um málið leyndum. - gar Kosningar 2009 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra kveðst algerlega ósammála þeirri niðurstöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, að hrun blasi við íslenska efnahagskerfinu. „Niðurstaðan er sú að matið á íslensku bönkunum og stöðu íslenskra fyrirtækja er það að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun. Allsherjarhrun íslensks efnahagslífs," segir Sigmundur Davíð á netsíðu sinni á fimmtudag og vísar í úttekt endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman á verðmæti eigna bankanna. Gylfi segist ekki hafa séð það minnisblað sem Sigmundur Davíð vísi í og kannist ekki heldur við tölur sem hann nefnir. „Það hefur ekkert komið inn á mitt borð sem bendir til þess að afraksturinn út úr þrotabúum gömlu bankanna verði eitthvað miklu minni en ráð var fyrir gert. Það liggur náttúrulega fyrir að það varð gífurlegt tjón, upp á mörg þúsund milljarða, þegar bankarnir hrundu síðastliðið haust en það hefur ekkert gerst síðan þá sem bendir til þess að menn hafi verið alltof bjartsýnir í kjölfarið. Ef eitthvað er þá er myndin aðeins að skýrast og hún er ekki þannig að tjónið sé miklu meira en ráð var fyrir gert," segir Gylfi sem telur útkomuna í heild verða svipaða og áður var talið. Þá sagði Fjármálaeftirlitið í svari til fjölmiðla í gær að staðhæfingar Sigmundar Davíðs stæðust ekki. Í samtali við Vísi sagði hann hins vegar að stjórnvöld héldu upplýsingum um málið leyndum. - gar
Kosningar 2009 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira